Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

326. fundur 13. febrúar 2003

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Minnisblað Félagsmálasviðs, dags. 31/01/03 um sameiningu heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Nefndin gerir ekki athugasemdir við sameininguna en bendir á að þjónusta við sjúklinga og þá sérstaklega þáttur heimahjúkrunar virðist hafa versnað sbr. umsögn framkvæmdastjóra félagsmálasviðs. Mikilvægt er að þeir þættir verði færðir til betri vegar.

2. SORPA, langtímaáætlun 2004 - 2006. Samþykkt samhljóða að vísa til staðfestingar bæjarstjórnar.

3. Samstarfssamningur Seltjarnarnesbæjar og sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju. Bæjarstjóri lagði til að gerður yrði samstarfssamningur til 3 ára um aukinn stuðning við sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju vegna æskulýðsstarfs. Framlag til kirkjunnar verði hækkað í 1750 þúsund við endurskoðaða fjárhagsáætlun 2003 og í fjárhagsáætlunum 2004 og 2005. Aukinn stuðningur komi af almennu styrkjafé bæjarsjóðs á tímabilinu. Samþykkt samhljóða.

4. Starfslýsingar. Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi starfslýsingar.

a. Framkvæmdastjóri fjármála – og stjórnsýslusviðs. Lagt fram. Staðfest á næsta fundi.

b. Framkvæmdastjóri íþrótta-, tómstunda- og æskulýðssviðs. Lagt fram. Staðfest á næsta fundi.

c. Deildarstjóri fjármáladeildar. Lagt fram. Staðfest á næsta fundi.

d. Aðstoðaræskulýðsfulltrúi. Staðfest samhljóða.

5. Bréf félagsmálaráðuneytisins, dags. 27/12/02. Bæjarstjóri greindi frá upplýsingafundi stofnaðila að Fasteign hf. með starfsmönnum og ráðuneytisstjóra félagmálaráðuneytisins, starfsfólki og framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fram kom áhugi aðila á að koma að málinu og mótun félagsins og var það fúslega samþykkt.

6. Rekstur Mýrarhúsaskóla. Lagt fram minnisblað frá stjórnendum Mýrarhúsaskóla vegna reksturs skólans, dags. 15.01.03. Bæjarstjóri kvaðst mundu taka saman greinargerð um hallarekstur skólans á grundvelli fyrirliggjandi gagna fyrir næsta fund nefndarinnar.

7. Erindi húsfélags Skólabrautar 3-5, dags. 09.10.02. Nefndin samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að láta útfæra drög að eignaskiptasamningi á grundvelli laga um fjöleignahús og að því loknu gera tillögu um afgreiðslu umrædds erindis.

8. Erindi Stjórnar Gróttu/KR, um styrk vegna Evrópukeppni. Lagt fram bréf formanns karlaráðs Gróttu/KR með beiðni um 600 – 900 þús. kr. styrk til m.fl. karla vegna þátttöku í Challenge Cup. Ásgerður Halldórsdóttir vék af fundi við afgreiðslu erindisins sbr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Samþykkt með 2 atkvæðum að styrkja félagið um 300 þús. kr.

9. Erindi grunnskólafulltrúa, dags. 12.02.03. með ósk um veitingu viðbótarfjármagns til Mýrarhúsaskóla til loka skólaárs í júní 03. vegna fatlaðs nemanda. Samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 09.40.

Jónmundur Guðmarsson (sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?