Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

330. fundur 10. apríl 2003

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Ársreikningar Alþjóðahúss vegna ársins 2002 lagðir fram.

2. Ársreikningar Strætó bs. vegna ársins 2002 lagðir fram.

3. Lögð fram rekstraráætlun Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir árið 2003.

4. Lagt fram bréf skólastjóra Mýrarhúsaskóla, dags. 02.04.03 vegna skoðunar á fjármálum skólans.

5. Efnistaka Sveitarfélagsins Ölfuss úr námum við Bolöldu.

Fjárhags- og launanefnd samþykkir að standa að innheimtu á hendur Ölfus vegna efnistöku í Bolöldu ásamt Kópavogsbæ og höfðun dómsmáls til innheimtu kröfunnar fáist hún ekki greidd með öðrum hætti.

6. Lagt fram bréf eignarhaldsfélagsins Fasteign h.f. dags. 31/03/03.

7. Lagt fram bréf ódags. frá starfsmönnum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku á heimsleikum slökkviliðs- og lögreglumanna.

Samþykkt 30.000.- kr. styrkur.

8. Lagt fram bréf frá leikskólakennurum Seltjarnarnesbæjar dags. 27/03/03 vegna fækkunar tíma vegna starfsmannafunda.

9. Lagt fram reiknilíkan fyrir grunnskóla Seltjarnarness.

Reiknilíkanið samþykkt og bæjarstjóra falið að kynna skólunum og skólanefnd líkanið.

10. Lagt fram bréf grunnskólafulltrúa dags. 09/03/03 þar sem óskað er eftir styrk fjárhags-og launanefndar til kynnisferðar kennara. Bæjarstjóra falið að ræða við skólastjórana vegna styrks til fararinnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:10

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)

                    Jónmundur Guðmarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?