Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

331. fundur 15. maí 2003

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um markmið og framkvæmd áhættustjórnunar dags. 14. apríl sl. lagt fram og rætt.

Erindið staðfest.

Lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 9. maí sl., þar sem óskað er eftir heimild til lántöku vegna framkvæmda við Skógarhlíð 14, allt að 95 millj.kr.

Samþykkt og vísað til bæjarstjórnar.

2. Lagt fram bréf dags. 30. apríl sl. vegna uppgjörs við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Um er að ræða 10.306.940 kr. sem greiðist vaxtalaust með 5 jöfnum greiðslum næstu 5 ár.

Samþykkt.

 

3. Lagt fram bréf dags. 8. maí sl. frá Lánasjóði sveitarfélaga um lánveitingu að fjárhæð 90 millj.kr.

Fjárhags- og launanefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki ofangreinda lántöku til endurfjármögnunar á skammtímaskuldum að upphæð 90 millj.kr. á ofangreindum kjörum. Jafnframt leggur nefndin til að bæjarstjórn veiti tryggingu í tekjum sveitarfélagsins vegna lántökunnar skv. 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og 13. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 35/1996.

 

4. Lagt fram bréf Launanefndar sveitarfélaga dags. 2. maí sl. vegna launagreiðslna til skólastjóra. Nefndin telur einhlýtt að Seltjarnarnesbæ beri að fara eftir úrskurði launanefndar og felur bæjarstjóra að tilkynna skólastjórum það.

 

5. Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 8. maí sl. um útprentun og útsendingu reikninga og launaseðla bæjarins.

Bæjarstjóra falið að ganga til viðræðna við Offset ehf. um útprentun og útsendingu reikninga og launaseðla bæjarins.

 

6. Lagt fram bréf bæjarstjóra til skólastjóra Mýrarhúsaskóla dags. 28. apríl sl. vegna skoðunar á fjármálum skólans.

 

7. Lagt fram minnisblað framkv.stj. félagsmálasviðs dags. 8. maí sl. vegna styrkbeiðni frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur.

Samþykkt að styrkja að fjárhæð 50.000 kr.

 

8. Lagt fram minnisblað grunnskólafulltrúa dags. 8. maí sl. vegna erindis IMG Deloitte-Viðskiptaráðgjafar.

Afgreiðslu frestað. Bæjarstjóra falið að taka málið upp á vettvangi SSH.

 

9. Lagt fram erindi Alnæmissamtakanna á Íslandi dags. 15. apríl sl.

Ákveðið að styrkja að fjárhæð 30.000 kr.

 

10. Ársreikningur Sambands ísl. Sveitarfélaga fyrir árið 2002 lagður fram.

 

11. Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. fyrir árið 2002 lagður fram.

 

12. Ársreikningur Húsfélagsins Skólabraut 3-5 fyrir árið 2002 lagður fram.

 

13. Lagt fram drög að erindisbréfi fyrir fjárhags- og launanefnd.

Umræðu frestað.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Jónmundur Guðmarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?