Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

333. fundur 14. ágúst 2003

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Framkvæmdir sumarsins. Nefndarmenn fóru ásamt bæjarstjóra og bæjartæknifræðingi í vettvangsferð um bæinn til að kynna sér stöðu helstu framkvæmda.

2. Bréf Samb. ísl. sveitarfélaga, dags. 22/07/03 með ósk um áfrýjun dóms héraðsdóms í máli Þórunnar Halldóru Matthíasdóttur gegn Seltjarnarneskaupstað. Nefndin tekur jákvætt í erindið enda er um prófmál að ræða. Bæjarstjóra falið að semja við Sambandið um þátttöku í málskostnaði.

3. Bréf kærunefndar jafnréttismála, dags. 16./6/03 um úrskurð nefndarinnar í máli Regínu Höskuldsdóttur gegn Seltjarnarneskaupstað. Lagt fram. Niðurstaða: Kærunefnd hefur vísað málinu frá.

4. Bréf framkv.stj. fjármála- og stjórnsýslusviðs, dags. 11/07/03 um umboð Launanefndar sveitarfélaga vegna kjarasamnings Eflingar. Samþykkt.

5. Erindi Björgunarsveitarinnar Ársæls, dags. 01/07/03 vegna húsnæðis sveitarinnar í Bakkavör. Fjárhags- og launanefnd telur ekki ástæðu til að breyta ákvörðun nefndarinnar frá 26.03.2002. Bæjarstjóra falið að knýja á um niðurstöðu.

6. Erindi Björgunarsveitarinnar Ársæls, dags. 02/04/03 um styrk vegna fasteignagjalda. Afgreiðslu frestað.

7. Bréf SSH, dags. 24/6/03 um tilnefningu fulltrúa í nefnd um endurskoðun á stofnsamningi SORPU bs. Samþykkt að tilnefna Jónmund Guðmarsson í hópinn.

8. Minnisblað Grunnskólafulltrúa, dags. 13.08.03 vegna þátttöku í kostnaði við námsvistargjöld í tónlistarskólum. Eftirfarandi tillaga samþykkt og vísað til staðfestingar í bæjarstjórn: „Sveitarfélögin viðurkenna ekki greiðsluskyldu varðandi tónlistarnám á framhaldsskóla- og háskólastigi, en í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er og óvissu um nám og skólahald á þeirri námsönn sem nú er að hefjast, þá samþykkja þau að taka þátt í námsvistarkostnaði tónlistarnema úr sveitarfélaginu sem stunda nám í tónlistarskólum í öðrum sveitarfélögum. Sveitarfélögin áskilja sér rétt til að setja hámark á greiðslu námsvistargjalds. Þetta fyrirkomulag gildir til loka haustannar eða næstkomandi áramóta með vísan til þess að innan þess tíma verði lokið viðræðum og samningum við ríkið þannig að greiðsluskylda ríkisins varðandi nám á framhalds- og háskólastigi taki við frá og með næstu áramótum "

Jafnframt samþykkt að tekið verði tillit til þess viðbótarkostnaður sem af þessu hlýst við endurskoðun fjárhagsáætlunar.

9. Minnisblað Grunnskólafulltrúa, dags. 13.08.03 vegna kostnaðar við tónlistarkennslu. Samkvæmt minnisblaðinu er kostnaður per nemenda í Tónlistarskóla Seltjarnarness 204.000 kr. Eftirfarandi tillögur samþykktar samhljóða:

a. Öðrum Sveitarfélögum verið gerður reikningur á ofangreindum forsendum vegna tónlistarnáms nemenda á grunnskólaldri með lögheimili utan Seltjarnarness.

b. Öðrum Sveitarfélögum verið gerður reikningur fyrir nemendur á framhaldsskólaaldri í Tónlistarskóla Seltjarnarness, en upphæðin fer eftir kostnaði náms í hverju tilviki fyrir sig.

10. Undirbúningur fjárhagsáætlunar 2004. Bæjarstjóri greindi frá undirbúningi að gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

11. Bréf skólastjóra Mýrarhúsaskóla, dags. 11/08/03, um viðbótarkostnað vegna fæðingarorlofs. Erindi samþykkt. Við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2003 þarf að auka fjárheimildir skólans um 500.000 kr. vegna þessa.

12. Bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 22/7/03 um endurgreiðslu fasteignagjalda. Samþykkt að fela bæjastjóra að taka málið upp á vettvangi SSH áður en til afgreiðslu kemur.

13. Erindi félaga í Björgunarsveitinni Ársæl vegna styrks til þátttöku í alþjóðlegri fjallabjörgunarráðstefnu. Erindi hafnað.

14. Bréf bókaútgáfunnar Hóla, dags. 23/5/03 um útgáfustyrk vegna bókarinnar "Allir geta eitthvað, enginn getur allt". Erindi hafnað.

15. Bréf Landlæknisembættisins, dags. 13.08.2003, með ósk um viðræður um stuðning við forvarning gegn sjálfsvígum. Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við embættið um mögulegan stuðning.

16. Ársreikningur Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2002. Lagt fram.

17. Ársreikningur Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma árið 2002. Lagt fram.

Fundi slitið kl. 10.05. Jónmundur Guðmarsson (sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?