Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt var fram bréf lögmanns Samb. ísl. sveitarfél. dags. 01.10.03 vegna erindis skólastjóra leikskólans Sólbrekku dags. 08.09.03 með ósk um leiðréttingu á launum vegna námsleyfis.
Afgreiðslu frestað.
2. Lagt var fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 12.09.03 vegna staðsetningar sprengiefnageymslu. Einnig lögð fram umsögn bæjarlögmanns Seltjarnarness, dags. 25.09.03 um málið.
Afgreiðslu frestað.
3. Rætt var um húsnæðismál Heilsugæslustöðvar Seltjarnarness, þ.e. leigu á húsnæði bæjarins á Skólabraut.
Bæjarstjóri mun efna til viðræðna við forsvarsmenn heilsugæslunnar um málið.
4. Lagt var fram bréf dags. 29.09.03 frá framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Seltjarnarness varðandi skipun búfjáreftirlitsnefndar.
Jónmundur Guðmarsson er tilnefndur varamaður í búfjáreftirlitsnefnd.
Fundi slitið kl. 8:35
Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign.)
Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign) Inga Hersteinsdóttir (sign)