382. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn þriðjudaginn 14. ágúst 2007 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
- Lagt fram uppgjör vegna menningarhátíðar Seltjarnarnesbæjar, sem haldin var í júní s.l., raunkostnaður er lægri en áætlun gerði ráð fyrir.
(Málsnúmer: 2006080033)
- Lögð fram umsókn dags. 20. júní sl. frá framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs um áframhaldandi styrk v/þróunarverkefnisins SMT skólafærni á Sólbrekku.
Samþykkt og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
(Málsnúmer: 2006060013 )
- Lagt fram bréf dags. 20. júní sl. frá framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs, með ósk um sérstuðning fyrir barn á Mánabrekku. Ekki er um viðbótarkostnað í sérkennslu að ræða.
Samþykkt samhljóða.
(Málsnúmer: 2007060052 )
- Lagt fram bréf dags. 18. júlí sl. frá framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs með beiðni um aukna tónlistarkennslu í leikskólanum Mánabrekku.
Óskað er eftir tveggja klst. aukningu tónlistarkennslu á viku.
Samþykkt samhljóða og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.(Málsnúmer: 2007060038 )
- Lagt fram bréf dags. 25. júní sl. frá Æskulýðsfulltrúa þar sem óskað er eftir að launakjör starfsfólks á leikjanámskeiðum verði tekin til endurskoðunar.
(Málsnúmer: 2007070003 )
- Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra Strætó bs. dags. 19. júní 2007 um fjárþörf og endurfjármögnunarþörf byggðasamlagsins. (Málsnúmer: 2007060067 )
- Lagt fram bréf Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 28. júní 2007 vegna niðurfærslu á eigin fé lánasjóðsins.
(Málsnúmer: 2007070002 )
- Lagt fram bréf dags. 20. júlí 2007 vegna óska um að kaupa leiðakerfi Strætó bs.
(Málsnúmer: 2007070038 )
- Lagt fram bréf dags. 1. ágúst 2007 með beiðni um styrk vegna Hinsegin daga í Reykjavík 11. ágúst 2007.
Samþykkt 10.000.- kr. styrkur.
(Málsnúmer: 2007080008 )
- Lagt fram bréf dags. 13. ágúst 2007 með ósk um styrk vegna náms.
Fjárhags- og launanefnd telur sér ekki fært að verða við beiðninni.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 08:20
Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Stefán Pétursson (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign)