Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

337. fundur 03. október 2003

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Rætt var um bréf lögmanns Samb. ísl. sveitarfél. dags. 01.10.03 vegna erindis leikskólastjóra Sólbrekku sbr. 1. tl. 336. fundar.

Bæjarstjóra falið að ræða við leikskólastjórann um málið og afgreiða í samræmi við umræðu á fundinum.

2. Rætt var um bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 12.09.03 og umsögn bæjarlögmanns vegna staðsetningar sprengiefnageymslu sbr. 2. tl. 336. fundar.

Bæjarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

3. Lagt fram bréf Alnæmissamtakanna dags. 09.10.03 þar sem óskað er eftir styrk.

Erindinu vísað til afgreiðslu félagsmálaráðs.

4. Bréf ELSA á Íslandi dags. 15.10.03 með ósk um styrk til þátttöku í ráðstefnu evrópskra laganema í Svartfjallalandi.

Samþykkt að veita 50.000.- kr. styrk.

5. Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarfélaga dags. 26.09.03 um heimildarákvæði laga um tekjustofna sveitarfélaga. Bæjarstjóra falið að taka saman samanburð á álögðum gjöldum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

6. Lögð fram skýrsla vinnuhóps menntamálaráðuneytisins um fjárhag- og rekstur Sinfóníuhljómsveitar Íslands dags. í maí 2003.

7. Bæjarstjóri kynnti drög að fjárhagsáætlun 2004.

Ákveðið var að boða forstöðumenn stofnana og formenn nefnda til fundar við fjárhags- og launanefnd 3. nóv. n.k.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:30

Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign.)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign) Inga Hersteinsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?