Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

381. fundur 20. júní 2007

381. fundur Fjárhags- og launanefndar  Seltjarnarness  var  haldinn  þriðjudaginn   20. júní 2007 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir,  Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson,  sem ritaði fundargerð.

            Þetta gerðist: 

  1. Lögð var fram rammafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2008.

    Samþykkt og vísað til vinnslu fjárhagsáætlunar bæjarins fyrir árið 2008.
    (Málsnúmer:  2007060057 )
  2. Lögð var fram fjárhagsáætlun menningarhátíðar Seltjarnarness, haldin í júní 2007.
    (Málsnúmer: 2006080033 )
  3. Lagt fram bréf Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 31.05.2007 varðandi ný lög nr. 153/2006 um gatnagerðargjöld.

    Vísað til tækni- og umhverfissviðs.
    (Málsnúmer: 2007060017 )
  4. Bæjarstjóri gerði grein fyrir beiðni um styrk Skíðadeildar KR vegna iðkenda frá Seltjarnarnesi.
    (Málsnúmer: 2007050075 )
  5. Lögð fram drög að samningi Seltjarnarnesbæjar og Trimmklúbbs Seltjarnarness.
    (Málsnúmer: 2007060016 )
  6. Lagt fram bréf dags. 14.06.2007 með ósk um styrk vegna þátttöku á Ólympíuleikum í eðlisfræði.

    Samþykkt samhljóða.
    (Málsnúmer: 2007060040 )
  7. Lögð fram bréf dags. 14.06.2007 og 19.06.2007 með ósk um styrk vegna þátttöku í Ólympíukeppni í stærðfræði.

    Samþykkt samhljóða.
    (Málsnúmer: 2007060051 )
  8. Lagður var fram ársreikningur Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir árið 2006.
    (Málsnúmer: 2007060010 )
  9. Lagður var fram ársreikningur Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma ásamt ársskýrslu fyrir árið 2006.(Málsnúmer: 2007060058 )

            Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 08:35

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)              Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Pétursson (sign)            Jónmundur Guðmarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?