Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

380. fundur 05. júní 2007

380. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn þriðjudaginn 5. júní 2007 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson,  sem ritaði fundargerð.

            Þetta gerðist: 

  1. Lagður var fram Samningur Íslenska Gámafélagsins ehf. og Seltjarnarnesbæjar, dags. 24.05.07 vegna sorphirðu í sveitarfélaginu og flutning sorps í móttökustöð Sorpu, Gufunesi.
    Samningurinn samþykktur samhljóða og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
    (Málsnúmer:  2007050020 )
  2. Lagðir voru fram úrskurðir kærunefndar Skipulags- og byggingarmála er varðar sex kærur HÞH gegn Seltjarnarnesbæ.
    Öllum kærunum var vísað frá.
    (Málsnúmer: 2006040003 )
  3. Lagður var fram úrskurður úrskurðarnefndar um áfengismál vegna kæru Neslindar ehf. vegna synjunar bæjarstjórnar Seltjarnarness á umsókn um endurútgáfu áfengisleyfis.
    Hinar kærðu ákvarðanir Seltjarnarnesbæjar eru felldar úr gildi.(Málsnúmer: 2007010063 )
  4. Lögð voru fram drög að samningi Seltjarnarnesbæjar og Selkórsins um framlög til kórsins.
    Samþykkt samhljóða og bæjarstjóra falið að ganga frá samningnum.
  5. Fjallað var um mótun reglna um framlög til stjórnmálasamtaka sbr. lög nr. 162/2006.
    Bæjarstjóra falið að móta drög að reglum um framlög til stjórnmálasamtaka.
  6. Lagt var fram bréf dags. 11. maí sl. frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Lýsislóð.
    (Málsnúmer: 2006100025 )
  7. Lögð var fram fundargerð starfsmatsteymis Seltjarnarnesbæjar, dags. 14. maí sl. vegna beiðni til Launanefndar sveitarfélaga um endurmat á störfum.
    (Málsnúmer: 2007050053 )
  8. Lagt fram bréf bæjarbókavarðar dags. 23. maí sl. með beiðni um styrk vegna náms- og kynnisferðar starfsmanna Bókasafns Seltjarnarness til Danmerkur og Svíþjóðar í sept. nk.
    Samþykkt 10.000 kr. styrkur fyrir hvern einstakling sem fer í ferðina.(Málsnúmer: 2007050070 )
  9. Lagt fram bréf dags. 4. maí sl. með beiðni um launað námsleyfi, með vísan til ákvæða í kjarasamningi LN og LÍL.
    Samþykkt samhljóða.
    (Málsnúmer: 2007050043 )
  10. Lagt fram bréf móttekið 15.05.2007 frá SÁÁ með beiðni um styrk.
    Samþykkt 50.000 kr. styrkur.
    (Málsnúmer:2007050050 )
  11. Lagt fram bréf dags. 4. maí sl. þar sem óskað er eftir svörum varðandi kynnisferð starfsmanna stjórnsýsluskrifstofa.
    Félagsmálastjóra falið að svara erindinu.
  12. Lagt fram bréf  móttekið 1. júní  2007 þar sem óskað er eftir styrk vegna sumarbúða fyrir sykursjúk börn.
    Samþykktur 80.000 kr. styrkur.
    (Málsnúmer: 2007060006 )


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?