380. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn þriðjudaginn 5. júní 2007 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
- Lagður var fram Samningur Íslenska Gámafélagsins ehf. og Seltjarnarnesbæjar, dags. 24.05.07 vegna sorphirðu í sveitarfélaginu og flutning sorps í móttökustöð Sorpu, Gufunesi.
Samningurinn samþykktur samhljóða og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
(Málsnúmer: 2007050020 ) - Lagðir voru fram úrskurðir kærunefndar Skipulags- og byggingarmála er varðar sex kærur HÞH gegn Seltjarnarnesbæ.
Öllum kærunum var vísað frá.
(Málsnúmer: 2006040003 ) - Lagður var fram úrskurður úrskurðarnefndar um áfengismál vegna kæru Neslindar ehf. vegna synjunar bæjarstjórnar Seltjarnarness á umsókn um endurútgáfu áfengisleyfis.
Hinar kærðu ákvarðanir Seltjarnarnesbæjar eru felldar úr gildi.(Málsnúmer: 2007010063 ) - Lögð voru fram drög að samningi Seltjarnarnesbæjar og Selkórsins um framlög til kórsins.
Samþykkt samhljóða og bæjarstjóra falið að ganga frá samningnum. - Fjallað var um mótun reglna um framlög til stjórnmálasamtaka sbr. lög nr. 162/2006.
Bæjarstjóra falið að móta drög að reglum um framlög til stjórnmálasamtaka. - Lagt var fram bréf dags. 11. maí sl. frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Lýsislóð.
(Málsnúmer: 2006100025 ) - Lögð var fram fundargerð starfsmatsteymis Seltjarnarnesbæjar, dags. 14. maí sl. vegna beiðni til Launanefndar sveitarfélaga um endurmat á störfum.
(Málsnúmer: 2007050053 ) - Lagt fram bréf bæjarbókavarðar dags. 23. maí sl. með beiðni um styrk vegna náms- og kynnisferðar starfsmanna Bókasafns Seltjarnarness til Danmerkur og Svíþjóðar í sept. nk.
Samþykkt 10.000 kr. styrkur fyrir hvern einstakling sem fer í ferðina.(Málsnúmer: 2007050070 ) - Lagt fram bréf dags. 4. maí sl. með beiðni um launað námsleyfi, með vísan til ákvæða í kjarasamningi LN og LÍL.
Samþykkt samhljóða.
(Málsnúmer: 2007050043 ) - Lagt fram bréf móttekið 15.05.2007 frá SÁÁ með beiðni um styrk.
Samþykkt 50.000 kr. styrkur.
(Málsnúmer:2007050050 ) - Lagt fram bréf dags. 4. maí sl. þar sem óskað er eftir svörum varðandi kynnisferð starfsmanna stjórnsýsluskrifstofa.
Félagsmálastjóra falið að svara erindinu. - Lagt fram bréf móttekið 1. júní 2007 þar sem óskað er eftir styrk vegna sumarbúða fyrir sykursjúk börn.
Samþykktur 80.000 kr. styrkur.
(Málsnúmer: 2007060006 )