378. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn þriðjudaginn 15. mars 2007 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð var fram áfrýjunarstefna til Hæstaréttar á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 6. nóvember 2006 í máli Höllu Ómarsdóttur gegn Seltjarnarnesbæ.
(Málsnúmer: 2007030011 )
2. Lagt var fram bréf Lex lögmannsstofu, dags. 20. febrúar 2007 vegna kröfu um endurgreiðslu fasteignaskatts sbr. 6. t.d. tl. 376. fundar.
Fallið er frá kröfu um endurgreiðslu fasteignaskatts.
(Málsnúmer: 2006120062 )
3. Lagt fram bréf dags. 23. febrúar 2007 vegna þjónustu trúnaðarlæknis fyrir Seltjarnarnesbæ.
Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við Vinnuvernd um þjónustu trúnaðarlæknis fyrir Seltjarnarnesbæ.
(Málsnúmer: 2007020055 )
4. Lagt fram yfirlit yfir áætluð framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2007.
(Málsnúmer: 2007010036)
5. Lagt fram bréf Landsbankans, dags. 5. mars 2007 þar sem bæjarstjórn Seltjarnarness er hvött til að láta fara fram útboð á bankaþjónustu.
Fjárhags- og launanefnd bendir á að Seltjarnarnesbær er með þessi mál í stöðugri skoðun og leitar ávallt hagstæðustu bankaviðskipta.
(Málsnúmer: 2007030019 )
6. Lögð voru fram drög að starfslýsingum fræðslu- og menningarfulltrúa og leikskólafulltrúa.
Vísað til umsagnar menningar- og skólanefndar.
(Málsnúmer: 2006120020 )
7. Lagt var fram minnisblað framkvæmdastjóra íþrótta- og æskulýðssviðs, dags. 21. febrúar s.l. , þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu vegna 40 ára afmælis íþróttafélagsins Gróttu.
Samþykkt 500.000 kr. styrkur.
(Málsnúmer: 2007020048)
8. Lögð fram samantekt Capacent ráðgjafar vegna úttektar á stjórnun og rekstri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
(Málsnúmer: 2007030002 )
9. Lagður var fram ársreikningur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2006.
(Málsnúmer: 2007030027 )
10. Lagður var fram ársreikningur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. fyrir árið 2006.
(Málsnúmer: 2007030020 )
11. Lagt fram bréf MP fjárfestingarbanka vegna eignastýringar fyrir Seltjarnarnesbæ.
Umræður urðu um örugga ávöxtun fjármuna bæjarins.
(Málsnúmer: 2007030043 )
12. Lagt fram bréf SORPU bs., dags. 12. febrúar 2007 vegna tillögu um breytingar á stofnsamningi.
Framlögð tillaga að breytingu á stofnsamningi SORPU samþykkt samhljóða.
(Málsnúmer: 2007020035 )
13. Lagt fram bréf MS félags Íslands dags. 20. febrúar 2007, með ósk um styrk.
Samþykkt 100.000 kr. styrkur.
(Málsnúmer: 2007030007 )
14. Lagt fram bréf dags. 24. janúar 2007 frá K.Þ. með ósk um styrk til að þróa ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi.
Nefndin telur sér ekki fært að verða við erindinu.
(Málsnúmer: 2007010071 )
15. Lagt fram bréf dags. 21. febrúar 2007, frá málflutningsfélagi Leifs Eiríkssonar, með beiðni um styrk.
Nefndin telur sér ekki fært að verða við erindinu.
(Málsnúmer: 2007030003 )
16. Lagt fram bréf dags. 21. febrúar 2007 frá Handknattleiksdeild Gróttu með beiðni um afreksstyrk vegna bikarúrslitaleiks 10. mars 2007.
Samþykkt 250.000 kr. styrkur.
Ásgerður Halldórsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
(Málsnúmer: 2007020047 )
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 08:45
Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Stefán Pétursson (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign)