377. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn þriðjudaginn 20. febrúar 2007 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
- Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Fræðslu- og menningarsviðs, dags. 06.02.07, með beiðni um heimild til kaupa á greindarprófi fyrir sálfræðing grunnskóla.
Samþykkt og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
(Málsnúmer: 2007010084 )
- Lagt fram bréf leikskólafulltrúa, dags. 23.01.07, með umsókn um heimild til sérstaks stuðnings fyrir barn í Sólbrekku.
Samþykkt og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
(Málsnúmer: 2006080022 )
3. Lagt fram bréf leikskólafulltrúa, dags. 23.01.07, með umsókn um heimild til sérstaks stuðnings fyrir barn í Mánabrekku.
Samþykkt og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
(Málsnúmer: 2007010041 )
- Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leikskóla Seltjarnarnesbæjar.
Samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
(Málsnúmer: 2007010044 )
- Lagður var fram lóðasamningur Seltjarnarneskaupstaðar og IAV, dags. 01.02.07 vegna Hrólfsskálamels.
(Málsnúmer: 2007020024 )
- Lögð voru fram drög að samningi Seltjarnarneskaupstaðar og Golfskúbbs Ness.
Fyrirliggjandi drög samþykkt og bæjarstjóra falið að ganga frá samningnum í samræmi við umræður á fundinum.
(Málsnúmer: 2007020019 )
7. Lögð fram lög samþykkt á Alþingi 23. janúar 2007 um breytingu á lögum nr. 36/1982, um Sinfóníuhljómsveit Íslands. Felld er niður lögboðin greiðsla Seltjarnarneskaupstaðar.
(Málsnúmer: 2005040084 )
8. Lagt var fram minnisblað Launanefndar sveitarfélaga, dags. 18.01.07, um viðræður vegna endurskoðunar á launalið kjarasamnings LN. – KÍ fyrir grunnskólann skv. grein 16-1 í kjarasamningi KÍ. og LN.
(Málsnúmer: 2006120011 )
- Lögð fram fundargerð Samstarfsnefndar Starfsmannafélags Seltjarnarness og Seltjarnarnesbæjar frá 24.01.07.
(Málsnúmer: 2006100068 )
- Lagt fram bréf dags. 22.01.07 með ósk um styrk vegna þátttöku í Young Global Leaders.
Samþykkt 30.000 kr. styrkur.
(Málsnúmer: 2007010064 )
- Lagt fram bréf dags. 02.10.06 frá Nýsköpunarsjóði námsmanna, með ósk um styrk.
Afgreiðslu frestað á fundi 24. október 2006.
Nefndin telur sér ekki fært að verða við erindinu.
(Málsnúmer: 2006100009 )
- Lagt fram bréf frönskunema við Grunnskóla Seltjarnarness, dags. 01.02.07, með ósk um styrk vegna Frakklandsferðar.
Samþykkt 10.000 kr. styrkur á einstakling sem fer í ferðina.
(Málsnúmer: 2007020017 )
- Lagt fram bréf Saman-hópsins, dags. 25.01.07, með ósk um styrk.
Vísað til afgreiðslu Félagsmálaráðs.
(Málsnúmer: 2007010076 )
- Lagt fram bréf dags. 02.02.07, vegna fyrirhugaðrar ráðstefnu um öldrunarþjónustu, með beiðni um styrk.
Samþykkt 100.000 kr. styrkur.
(Málsnúmer: 2007020039 )