375. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 7. desember 2006 kl. 08:00 á bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
- Lögð var fram greinargerð Grant Thornton endurskoðunar um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar 31.12.2005. (Málsnúmer: 2005020018)
- Lagður var fram hönnunarsamningur milli Seltjarnarnesbæjar og Funkis arkitekta vegna byggingar heilsuræktar við Sundlaug Seltjarnarness. (Málsnúmer: 2006120035)
Samþykkt og bæjarstjóra falið að undirrita samninginn.
- Lögð voru fram drög að hönnunarsamningi milli Seltjarnarnesbæjar og VST vegna breytinga á Sundlaug Seltjarnarness, lokaáfanga. (Málsnúmer: 2005070010)
Samþykkt og bæjarstjóra falið að undirrita samninginn.
- Lagður var fram samningur Seltjarnarneskaupstaðar og Íslenskra aðalverktaka hf. um uppgjör dags. 16.11.2006 vegna landsölu. (Málsnúmer: 2006110062)
- Lagður var fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur dags. 06.11. 2006 í máli Höllu Ómarsdóttur gegn Seltjarnarnesbæ. (Málsnúmer: 2003110024)
Seltjarnarnesbær er sýknaður af kröfum stefnanda.
- Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs, dags. 1. desember 2006 með tillögu að breytingum á starfsemi sviðsins. (Málsnúmer: 2006120020)
Óskað er eftir kostnaðarmati á tillögunum.
- Lögð fram drög að samstarfssamningi á milli sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju og Seltjarnarnesbæjar. (Málsnúmer: 2006110012)
Samþykkt samhljóða og bæjarstjóra falið að undirrita
samstarfssamninginn.
- Lagt fram yfirlit með sundurliðun á kostnaði við byggingu gervigrasvallar við Suðurströnd sbr. beiðni þar um á 372. fundi fjárhags- og launanefndar. (Málsnúmer 2003090031)
Óskað er eftir yfirliti yfir kostnað við endurnýjun Sundlaugar
Seltjarnarness.
- Lagt fram bréf frá Strætó bs., dags. 29.11.2006 ásamt starfs- og fjárhagsáætlun byggðasamlagsins fyrir árið 2007. (Málsnúmer: 2006120019)
- Lögð var fram starfs- og fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2007. (Málsnúmer: 2006110007)
- Lagt var fram bréf úrskurðarnefndar Skipulags- og byggingarmála, dags. 13.11.2006 ásamt afriti af kæru, dags. 9. nóvember 2006, þar sem kært er deiliskipulag að Hrólfsskálamel á Seltjarnarnesi. (Málsnúmer: 2006040003)
Erindinu er vísað til lögmanna bæjarins.
- Lagt fram bréf kennara við Mýrarhúsaskóla, dags. 29.11.2006 vegna kjarasamnings Launanefndar sveitarfélaga og Kennarsambands Íslands. (Málsnúmer: 2006120011)
Erindinu vísað til Launanefndar sveitarfélaga með von um skjóta
niðurstöðu.
- Lagður fram tölvupóstur dags. 14.11.2006 með ósk um endurskoðun styrkfjárhæðar.
Framkvæmdastjóra fjárhags- og stjórnsýslusviðs falið að afgreiða
erindið í samræmi við umræður á fundinum. (Málsnúmer:
2006060069 og 2006050087)
Fundi slitið kl. 08:40
Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Stefán Pétursson (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign)