372. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn mánudaginn 25. september 2006 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
- Lögð var fram endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2006. Bæjarstjóri gerði grein fyrir áætluninni.
Óskað er eftir sundurliðun á kostnaði vegna gervigrasvallar á Suðurströnd.
Endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
(Málsnúmer: 2006090059 )
2. Lagt fram bréf Gests Jónssonar, dags. 12. september 2006 vegna byggingar heilsuræktar í tengslum við Sundlaug Seltjarnarness.
(Málsnúmer: 2005120035 )
3. Lúðvík Hjalti Jónsson var tilnefndur áheyrnarfulltrúi í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
- Formaður fjárhags- og launanefndar óskar eftir því að framkvæmdastjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs taki saman hvað þurfi að koma til svo hægt verði að bjóða upp á sama mat þ.e. heitan mat í leik- og grunnskólum Seltjarnarness. Í síðustu fundargerð skólanefndar nr. 81 frá 18. september s.l. lagði formaður skólanefndar fram bókum vegna málefna mötuneyta grunnskólans. “Í fjölskyldustefnu Seltjarnarness sem samþykkt var í maí 2006, kemur fram að börnum og starfsfólki í leik- og grunnskólum Seltjarnarness bjóðist hollur og næringarríkur matur, samkvæmt stefnu Manneldisráðs. Skólanefnd ítrekar, að gefnu tilefni, mikilvægi þess að þeirri stefnu verði fylgt í leikskólunum á Seltjarnarnesi og að virkt samráð sé á milli leik- og grunnskóla varðandi gerð matseðla.”
Í samantektinni komi m.a. fram:
1) Kostnaður núverandi mötuneyta.
2) Kostnaður við að reka eitt mötuneyti fyrir Grunnskóla Seltjarnarness.
3) Hagræðing og/eða ókostir við sameiginlegt framleiðslueldhús.
4) Kostnaður við breytingu á húsnæði mötuneyta til að uppfylla heitan mat í
Grunnskóla Seltjarnarness.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 8:35
Stefán Pétursson (sign) Ásgerður Halldórsdóttir (sign)
Guðrún H. Brynleifsdóttir (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign)