Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

371. fundur 07. september 2006

371. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 7. september 2006 kl. 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson,  sem ritaði fundargerð. 

 

            Þetta gerðist:

 

  1. Lagður var fram samningur Seltjarnarnesbæjar og Þyrpingar hf. um sölu byggingarlands við Bygggarða, dags. 29. ágúst 2006 ásamt minnisblaði dags. 5. sept. 2006.

Samþykkt samhljóða og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

(Málsnúmer: 2006010048 )

 

2.      Lagt fram bréf Sorpu bs. dags. 30. ágúst s.l. ásamt drögum að þjónustusamningi við aðildarfélög Sorpu.

Fjárhags- og launanefnd gerir ekki athugasemd við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita þjónustusamninginn f.h. bæjarins.

(Málsnúmer:  2006010038 )

 

3.      Lagt fram bréf Gests Jónssonar hrl. f.h. Lauga ehf. þar sem tilkynnt er að fyrirhugað sé að ganga frá samningum við hönnuði vegna undirbúnings framkvæmda um líkamsræktarstöð í tengslum við Sundlaug Seltjarnarness sbr. viljayfirlýsingu frá des. 2005.

Bæjarstjóra falið að gera aðilum grein fyrir því að allur hönnunarkostnaður sé á ábyrgð Lauga ehf. meðan samþykkt deiliskipulag liggur ekki fyrir.

 

  1. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra fjárhags- og stjórnsýslusviða dags. 29.ágúst 2006, þar sem óskað er eftir viðbótarstöðu til sérkennslu í Grunnskóla Seltjarnarness.

Samþykkt samhljóða og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.

(Málsnúmer: 2006080014 )

 

5.      Lagt fram bréf Landsspítala Háskólasjúkrahúss, dags. 11.ágúst s.l. vegna umsóknar um lækkun útsvars.

Vísað til umsagnar félagsmálaráðs.

 (Málsnúmer: 2006090006 )

 

  1. Lagður var fram ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis fyrir árið 2005.

(Málsnúmer: 2006070014 )  

  

  1. Lagt fram minnisblað Deloitte hf. endurskoðunar vegna bókhalds Gróttu KR fyrir árið 2005.

Samþykkt að greiða kostnað vegna endurskoðunar reikninga.

(Málsnúmer: 2006090014)

 

  1. Bæjarstjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðu niðurrifi á húsnæði fyrrum Ræktarinnar á Hrólfsskálamel.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 9:50

 

Sigrún E. Jónsdóttir  (sign)                    Ásgerður Halldórsdóttir (sign)

Guðrún H. Brynleifsdóttir (sign)             Jónmundur Guðmarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?