Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

368. fundur 23. maí 2006

368. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn þriðjudaginn 23. maí 2006 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.

            Þetta gerðist:

 

  1. Rætt var um úttekt Glax-viðskiptaráðgjöf á rekstri, mannauði og stjórnun hjá Íþróttamiðstöð Seltjarnarness ásamt tillögum að breytingum dags. 19. maí s.l.

Tillögur skv. minnisblaði framkvæmdastjóra fjárhags- og stjórnsýslusviðs samþykktar samhljóða en jafnframt verði starfafyrirkomulag tekið til endurskoðunar 15. sept. nk.

(Málsnúmer:2006050030 )

 

2.      Lagt fram samkomulag heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarneskaupstaðar um byggingu hjúkrunarheimilis dags. 22. maí 2006.

(Málsnúmer:2003110072 )

 

3.      Lögð voru fram drög að reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka í samræmi við 7. gr. rgl. um fasteignaskatt nr. 1160/2006.

Samþykkt samhljóða og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

(Málsnúmer:2006040042 )

 

  1. Lögð fram beiðni um styrk vegna kynningar og uppbyggingar Myndlistarskólans Mynd-Mál.

Samþykkt 100.000 kr. styrkur.

(Málsnúmer:2006050042 )

 

5.      Lagt fram bréf dags. 11. maí sl., með beiðni um námsstyrk vegna Háskólanáms í píanóleik.

Fjárhags- og launanefnd telur sér ekki fært að verða við beiðninni.

      (Málsnúmer:2006050055 )

 

  1. Lögð fram beiðni um styrk vegna meðferðarsumarbúða fyrir sykursjúk börn.

Samþykktur 60.000 kr. styrkur.

      (Málsnúmer:2006050056 )

  

  1. Lagt fram bréf dags. 2. maí sl. með beiðni um styrk vegna náms- og kynnisferðar starfsmannahóps Örva til Írlands.

Vísað til félagsmálaráðs.

            (Málsnúmer: 2006050027)

 

  1. Lagt fram bréf dags. 18. maí sl. þar sem sótt er um styrk vegna fornleifarannsóknar við Nesbala.

Fjárhags- og launanefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til umhverfisnefndar.

 (Málsnúmer:2006050063 )

 

Formaður fjárhags- og launanefndar þakkaði nefndarmönnum og ritara fyrir gott samstarf á   kjörtímabilinu.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 8:50

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)                            Inga Hersteinsdóttir (sign)

Guðrún H. Brynleifsdóttir (sign)              Jónmundur Guðmarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?