Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

365. fundur 21. mars 2006

365. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn þriðjudaginn 21. mars 2006 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð. 

 

            Þetta gerðist: 

  1. Lagt var fram reiknilíkan grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2006-2007.  Einnig lagt fram minnisblað skólastjóra grunnskóla dags. 16. mars 2006 þar sem óskað er eftir 15 viðbótarstundum til kennslu á yngsta og miðstigi, 10. bekkur verði fjórskiptur og 250.000 kr. aukafjárveitingu til kaupa á utanaðkomandi kennslu/þjálfun í tjáningu.

Samþykkt og vísað til umfjöllunar skólanefndar.

 

  1. Lagður var fram verksamningur Seltjarnarnesbæjar og TM Software um uppsetningu og virkni tölvukerfa bæjarins.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Guðrún Helga Brynleifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu 3. tl.

Lagt var fram erindi frá Seltjarnarneskirkju varðandi fyrirhugaða listahátíð Seltjarnarneskirkju 2006.  Lögð var fram kostnaðaráætlun vegna listahátíðar.

            Samþykkt 400.000 kr. styrkur.

 

4.      Lagt var fram bréf Íslandsbanka, dags. 1. mars 2006 með tilboði í fjárvörslu.

Bæjarstjóra veitt heimild til að nýta sér ávöxtunarleiðina.

 

  1. Lagt var fram bréf Forum lögmanna, dags. 1. mars 2006 með kröfu um útboð sorphirðu ásamt bréfi Kærunefndar útboðsmála, dags. 6. mars 2006.

Einnig lagt fram svarbréf dags. 16. mars 2006 og 10. mars 2006 frá Jóni Ögmundssyni hrl. f.h. Seltjarnarnesbæjar.

 

  1. Lagt var fram bréf Íslenska gámafélagsins dags. 25. febrrúar 2006 vegna götusópunar og þrifa.

Erindinu vísað til  tækni- og umhverfissviðs.

 

  1. Lagt var fram bréf Íslenska gámafélagsins, dags. 7. mars 2006 með ósk um samstarf vegna losunar stauratunna.

Erindinu vísað til tækni- og umhverfissviðs.

 

  1. Lögð var fram greinargerð framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og félagsþjónustusviðs um kostnað vegna skýrslu starfshóps um öldrunarmál á Seltjarnarnesi.

 

  1. Lögð fram beiðni Þyrpingar hf. um veðflutning vegna Bygggarða 1.

Bæjarstjóra falið að kanna mögulegar lausnir.

 

  1. Lagt var fram bréf dags. 17. febrúar 2006 frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins þar sem óskað er eftir heimild til aukinnar lántöku um allt að 54 milljónir til fjármögnunar á byggingarkostnaði fasteigna að Skógarhlíð 14.

Samþykkt og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

 

  1. Lagt var fram bréf dags. 1. mars 2006 frá nemum í verkefnastjórnun við H.Í. með ósk um styrk vegna þáttagerðar fyrir ungt fólk.

Samþykkt 100.000 kr. styrkur.

 

  1. Lagt var fram bréf kennara við Grunnskóla Seltjarnarness dags. 2. mars 2006 með ósk um ferðastyrk vegna hópferðar kennara og starfsfólks Grunnskóla Seltjarnarness til Danmerkur í júní nk.

Samþykkt 10.000 kr. styrkur pr. þátttakanda sem greiðist til hópsins.

 

  1. Lagður var fram ársreikningur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2005.

 

  1. Bæjarstjóri gerði grein fyrir hugmyndum að lausnum varðandi dælustöð við Nesveg.  Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu og leggja fram drög að samningi á næsta fundi, á grundvelli fyrirliggjandi gagna.         

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 9:15

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)                                       Inga Hersteinsdóttir (sign)

Guðrún H. Brynleifsdóttir (sign)                         Jónmundur Guðmarsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?