362. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn þriðjudaginn 8. desember 2005 kl. 08:30 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
- Lagður var fram leigusamningur Þyrpingar hf. og Seltjarnarnesbæjar á fasteignunum Bygggörðum 1 og 3, dags. 21. nóvember 2005.
Samningurinn var samþykktur samhljóða.
- Lagt var fram bréf félagsmálaráðuneytisins, dags. 7. nóvember 2005 varðandi endurskoðun á reglum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
- Lagt var fram bréf Neytendasamtakanna, dags. 23. nóvember 2005 með ósk um styrk.
Afgreiðslu frestað.
- Lagt var fram bréf Nýsköpunarsjóðs námsmanna, dags. 20. nóvember 2005 með ósk um styrk.
Afgreiðslu frestað.
- Lagt var fram bréf Snorraverkefnisins, dags. 21. nóvember með ósk um styrk.
Samþykkt 50.000 kr. styrkur.
- Lagt var fram bréf Latabæjar ehf., dags.17. nóvember 2005 með ósk um styrk.
Samþykkt 100.000 kr. styrkur.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 8:45
Ásgerður Halldórsdóttir (sign.) Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)
Guðrún H. Brynleifsdóttir (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign)