Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

360. fundur 03. nóvember 2005

360. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 3. nóvember 2005 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð. 

            Þetta gerðist:

 

  1. Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum Seltjarnarnesbæjar og ÍAV um kaup á lóð vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Lýsislóð og makaskiptasamningi þar að lútandi.

 

  1. Bæjarstjóri gerði grein fyrir samningaumleitunum Þyrpingar hf. og Seltjarnarnesbæjar vegna tilboðs um kaup á fasteignum bæjarins við Sef- og Bygggarða sbr. 1. tl. 359. fundar.  Bæjarstjóri gerði einnig grein fyrir tilboðum í gervigrasvöll á Suðurströnd.

 

  1. Lagt fram minnisblað leikskólafulltrúa, dags. 04.10.2005 með tillögu um systkinaafslátt á milli leikskóla og dagmæðrakerfis ásamt umsögn félagsmálaráðs Seltjarnarnesbæjar.       Samþykkt samhljóða og gildir frá 01.12.2005.

 

  1. Lögð fram greinargerð Grant Thornton ehf.  endurskoðunar um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar miðað við árslok 2004.

 

  1. Lagt fram bréf dags. 01.11.2005 vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Seltjarnarness um byggingu og rekstur heilsuræktar við Sundlaug Seltjarnarness.                                                              Bæjarstjóri svari erindinu með aðstoð lögmanns bæjarins.

 

  1. Lögð fram fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2006.

 

  1. Lögð fram þriggja ára áætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir árin 2007-2009.

 

  1. Lagt var fram bréf Samtaka áhugafólks um skólaþróun dags. 05.10.2005.                        Vísað til afgreiðslu skólanefndar.

 

  1. Lagt var fram bréf móttekið 12.10.2005 með ósk um styrk vegna keppni í litbolta.    Fjárhags- og launanefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu.

 

  1. Lagt var fram bréf Nýrrar dögunar, dags. 20.10.2005 með ósk um útgáfustyrk. 

            Samþykkt 30.000 kr. styrkur.

 

  1. Lagt var fram bréf Stígamóta, dags. 19.10.2005 með ósk um styrk.                             Samþykkt að vísa til afgreiðslu félagsmálaráðs.

 

  1. Lagt var fram bréf leikskólafulltrúa dags. 02.11.2005,  þar sem óskað er eftir heimild til ráðningar starfsfólks vegna atferlismeðferðar barns á Sólbrekku.

Samþykkt samhljóða.    

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 8:45

 

Inga Hersteinsdóttir (sign)                                 Ásgerður Halldórsdóttir (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)                           Jónmundur Guðmarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?