357. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn föstudaginn 9. september 2005 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
- Lögð var fram endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2005. Einnig lögð fram greinargerð bæjarstjóra með framlagðri endurskoðaðri áætlun. Bæjarstjóri gerði grein fyrir áætluninni.
Endurskoðaðri áætlun vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
- Lögð fram tillaga fjármála- og stjórnsýslusviðs um fyrirkomulag samræmdra greiðslna fyrir fundarsetur í fastanefndum Seltjarnarnesbæjar.
Afgreiðslu frestað.
- Rætt var um fyrirkomulag samstarfsnefndar skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Seltjarnarness.
Samþykkt samhljóða að fara leið b).
- Rætt var um erindi æskulýðsfulltrúa dags. 16. ágúst 2005 með ósk um 1/2 viðbótarstöðugildi sbr. 17. tl. 356. fundar.
Erindið var samþykkt.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 9:05