Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

357. fundur 09. september 2005

357. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn föstudaginn 9. september 2005 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.   

            Þetta gerðist:

 

  1. Lögð var fram endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2005.  Einnig lögð fram greinargerð bæjarstjóra með framlagðri endurskoðaðri áætlun.  Bæjarstjóri gerði grein fyrir áætluninni.

Endurskoðaðri áætlun vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

  1. Lögð fram tillaga fjármála- og stjórnsýslusviðs um fyrirkomulag samræmdra greiðslna fyrir fundarsetur í fastanefndum Seltjarnarnesbæjar.

Afgreiðslu frestað.

      

  1. Rætt var um fyrirkomulag samstarfsnefndar skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Seltjarnarness.

Samþykkt samhljóða að fara leið b).

 

  1. Rætt var um erindi æskulýðsfulltrúa dags. 16. ágúst 2005 með ósk um 1/2 viðbótarstöðugildi sbr. 17. tl. 356. fundar.

Erindið var samþykkt.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

 

Fundi slitið kl. 9:05



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?