Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

356. fundur 19. ágúst 2005

356. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn föstudaginn 19. ágúst 2005 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.  Margrét Harðardóttir sat fundinn undir 5. dagskrárlið.

            Þetta gerðist:

 

  1. Lagður var fram úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur dags. 23. júní 2005 í máli Veisluþjónustu atvinnulífsins ehf. gegn Eignahaldsfélagi æskulýðs- og félagsheimilis Seltjarnarness og Seltjarnarnesbæ.

Málinu var vísað frá dómi.

 

  1. Lögð voru fram drög að lánasamningi milli Lánasjóðs sveitafélaga og Seltjarnarnesbæjar vegna yfirtöku á skuldum Hrólfsskálamels ehf. Um er að ræða 40 milljóna krónu lán til 17 ára, vextir 3,85%.

Samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

     

  1. Lagt var fram hlutabréf Seltjarnarnesbæjar í Landskerfum bókasafna hf. að fjárhæð 1.234.051 kr.

 

  1. Lögð fram greinargerð Lex Nestor lögmanna dags. 7. júní 2005 vegna kostnaðarþátttöku Seltjarnarnesbæjar í rekstri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Bæjarstjóra falið að ræða við menntamálaráðherra og menntamálanefnd Alþingis um málið.

 

  1. Lagt fram samkomulag um fyrirkomulag og kostnaðarskiptingu vegna tónlistarnáms á framhaldsskólastigi dags. 29. okt. 2004. Samþykkt stjórnar SSH frá 6. júní 2005 um viðmið greiðslna milli sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu vegna fjárstuðnings til tónlistarskóla frá og með upphafi skólaárs 2005-2006. Einnig lagt fram minnisblað skólaskrifstofu Seltjarnarness dags. 17.8.2005.                                                                                             Samþykkt stjórnar SSH frá 6. júní 2005 er samþykkt samhljóða fyrir skólaárið 2005-2006, en verður endurskoðað fyrir skólaárið 2006-2007 og foreldrum kynntar breyttar forsendur. Einungis verður greitt fyrir eitt nám pr. nemanda fyrir skólaárið 2005-2006.

 

  1. Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra dags. 16.08.2005, sbr. 8.tl. 355. fundar.

Samþykkt að verða við erindinu.

 

  1. Lögð var fram rekstrar og framkvæmdaráætlun Reykjanesfólkvangs fyrir árið 2005. Einnig lagður fram rekstrarreikningur ársins 2004.

 

  1. Lögð var fram ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) fyrir árið 2004.

 

  1. Lagt var fram bréf dags. 8.6.2005 frá Femínistafélagi Íslands o.fl. með ósk um styrk.

      Fjárhags- og launanefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu.

 

  1. Lagt fram bréf dags. 6. júní 2005 frá Blindrafélaginu með ósk um styrk.                    Samþykkt 30.000 kr. styrkur.    

 

  1. Lagt var fram bréf dags. 8.6.2005 frá Jenný Steinarsdóttur dönskukennara með ósk um ferðastyrk til nemenda í Valhúsaskóla.

Samþykktur var styrkur að fjárhæð 10.000 kr. á einstakling.

 

  1. Lagt var fram bréf dags. 8.6.2005 frá Sjálfsbjörg með ósk um styrk.

Fjárhags og launanefnd sér sér ekki fært um að verða við erindinu.

 

  1. Lagt fram bréf Vímulausrar æsku dags. 12. júlí 2005 með ósk um rekstrarstyrk.

Samþykkt að vísa erindinu til félagsmálaráðs.

 

  1. Lagt var fram bréf Önnu Benassí dags. 7. júlí 2005 um ósk um styrk vegna ólympíuleika í stærðfræði.

Samþykkt 60.000 kr. styrkur.

 

  1. Lagt fram bréf  Íþróttasambands lögreglumanna dags. 25. júlí 2005 með ósk um styrk. Samþykkt 30.000 kr. styrkur.

 

  1. Fjárhags- og launanefnd samþykkir að fela launanefnd sveitarfélaga fullnaðarumboð til að semja við Sjúkraliðafélag Íslands.

 

  1. Lagt fram erindi æskulýðsfulltrúa dags. 16. ágúst 2005 með ósk um viðbótarstöðugildi. Bæjarstjóra falið að skoða erindið fyrir næsta fund nefndarinnar.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 9:00 

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)                           Ásgerður Halldórsdóttir (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)            Jónmundur Guðmarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?