356. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn föstudaginn 19. ágúst 2005 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð. Margrét Harðardóttir sat fundinn undir 5. dagskrárlið.
Þetta gerðist:
- Lagður var fram úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur dags. 23. júní 2005 í máli Veisluþjónustu atvinnulífsins ehf. gegn Eignahaldsfélagi æskulýðs- og félagsheimilis Seltjarnarness og Seltjarnarnesbæ.
Málinu var vísað frá dómi.
- Lögð voru fram drög að lánasamningi milli Lánasjóðs sveitafélaga og Seltjarnarnesbæjar vegna yfirtöku á skuldum Hrólfsskálamels ehf. Um er að ræða 40 milljóna krónu lán til 17 ára, vextir 3,85%.
Samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
- Lagt var fram hlutabréf Seltjarnarnesbæjar í Landskerfum bókasafna hf. að fjárhæð 1.234.051 kr.
- Lögð fram greinargerð Lex Nestor lögmanna dags. 7. júní 2005 vegna kostnaðarþátttöku Seltjarnarnesbæjar í rekstri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Bæjarstjóra falið að ræða við menntamálaráðherra og menntamálanefnd Alþingis um málið.
- Lagt fram samkomulag um fyrirkomulag og kostnaðarskiptingu vegna tónlistarnáms á framhaldsskólastigi dags. 29. okt. 2004. Samþykkt stjórnar SSH frá 6. júní 2005 um viðmið greiðslna milli sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu vegna fjárstuðnings til tónlistarskóla frá og með upphafi skólaárs 2005-2006. Einnig lagt fram minnisblað skólaskrifstofu Seltjarnarness dags. 17.8.2005. Samþykkt stjórnar SSH frá 6. júní 2005 er samþykkt samhljóða fyrir skólaárið 2005-2006, en verður endurskoðað fyrir skólaárið 2006-2007 og foreldrum kynntar breyttar forsendur. Einungis verður greitt fyrir eitt nám pr. nemanda fyrir skólaárið 2005-2006.
- Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra dags. 16.08.2005, sbr. 8.tl. 355. fundar.
Samþykkt að verða við erindinu.
- Lögð var fram rekstrar og framkvæmdaráætlun Reykjanesfólkvangs fyrir árið 2005. Einnig lagður fram rekstrarreikningur ársins 2004.
- Lögð var fram ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) fyrir árið 2004.
- Lagt var fram bréf dags. 8.6.2005 frá Femínistafélagi Íslands o.fl. með ósk um styrk.
Fjárhags- og launanefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu.
- Lagt fram bréf dags. 6. júní 2005 frá Blindrafélaginu með ósk um styrk. Samþykkt 30.000 kr. styrkur.
- Lagt var fram bréf dags. 8.6.2005 frá Jenný Steinarsdóttur dönskukennara með ósk um ferðastyrk til nemenda í Valhúsaskóla.
Samþykktur var styrkur að fjárhæð 10.000 kr. á einstakling.
- Lagt var fram bréf dags. 8.6.2005 frá Sjálfsbjörg með ósk um styrk.
Fjárhags og launanefnd sér sér ekki fært um að verða við erindinu.
- Lagt fram bréf Vímulausrar æsku dags. 12. júlí 2005 með ósk um rekstrarstyrk.
Samþykkt að vísa erindinu til félagsmálaráðs.
- Lagt var fram bréf Önnu Benassí dags. 7. júlí 2005 um ósk um styrk vegna ólympíuleika í stærðfræði.
Samþykkt 60.000 kr. styrkur.
- Lagt fram bréf Íþróttasambands lögreglumanna dags. 25. júlí 2005 með ósk um styrk. Samþykkt 30.000 kr. styrkur.
- Fjárhags- og launanefnd samþykkir að fela launanefnd sveitarfélaga fullnaðarumboð til að semja við Sjúkraliðafélag Íslands.
- Lagt fram erindi æskulýðsfulltrúa dags. 16. ágúst 2005 með ósk um viðbótarstöðugildi. Bæjarstjóra falið að skoða erindið fyrir næsta fund nefndarinnar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 9:00
Bjarni Torfi Álfþórsson (sign) Ásgerður Halldórsdóttir (sign)
Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign)