355. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn föstudaginn 10. júní 2005 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
- Lagður var fram rammi að fjárhagsáætlun fyrir árið 2006, forsendur, rammafjárhæð málaflokka ásamt rekstraryfirliti 2006.
Bæjarstjóra falið að kynna framkvæmdastjórum sviða rammann.
- Lagt var fram bréf dags. 7. júní 2005 frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. vegna kostnaðaráætlunar og tilboða við framkvæmdir við Sundlaug Seltjarnarness. Einnig lögð fram drög að verksamningi við ÍSTAK um viðbætur og breytingar við Sundlaug Seltjarnarness. Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn við verktakann sbr. minnisblað frá VST og koma með tillögur um fjármögnunarleiðir.
- Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 11. maí 2005 ásamt yfirliti yfir áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir árið 2005.
- Lagt var fram minnisblað grunnskólafulltrúa, dags. 2. júní 2005, með ósk um 40% viðbótarstöðugildi stuðningsfulltrúa í Skólaskjóli vegna fatlaðs nemanda.
Samþykkt samhljóða og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
- Lagt fram bréf grunnskólafulltrúa, dags. 11. maí 2005 með ósk um að Skólaskjól II verði rekið með sama hætti á árinu 2006 og verið hefur sl. skólaár þ.e. sem tilraunaverkefni.
Samþykkt og félagsmálastjóra falið að óska eftir þátttöku félagsmálaráðuneytis í kostnaði við verkefnið.
- Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fjárhags- og stjórnsýslusviðs, dags. 2. júní 2005 vegna lögfræðikostnaðar bæjarins í þjóðlendumálinu.
Samþykkt og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
- Lögð fram stefna Ræktarinnar hf. gegn Hrólfsskálamel ehf. og Seltjarnarneskaupstað, dags. 20. maí 2005.
Bæjarlögmanni falið að vinna að málinu.
- Lagt fram bréf dags. 14. maí 2005 með ósk um lækkun á útsvari.
Erindinu vísað til félagsmálaráðs.
- Lagt fram bréf dags. 6. maí 2005 frá Eignahaldsfélagi Brunabótafélags Íslands með upplýsingum um ágóðahlut bæjarins fyrir árið 2005.
- Lagt fram bréf samtakanna Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs, dags. 13. maí 2005, með ósk um styrk við verkefnið.
Erindinu vísað til Umhverfisnefndar.
- Lagt fram bréf frá Félagi áhugafólks og aðstandenda Alzheimers sjúklinga og annarra minnissjúkra, dags. 1. júní 2005, með ósk um styrk.
Samþykkt að styrkja um 30.000.- kr.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:55
Inga Hersteinsdóttir (sign) Ásgerður Halldórsdóttir (sign)
Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign)