354. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 12. maí 2005 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
- Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fjárhags- og stjórnsýslusviðs, dags. 9. maí 2005, þar sem þess er farið á leit við nefndina að gjaldskrá fyrir hundahald á Seltjarnarnesi verði hækkað.
Tillaga að nýrri gjaldskrá samþykkt samhljóða.
- Lagt var fram minnisblað grunnskólafulltrúa, dags. 2. maí 2005, þar sem óskað er eftir heimild til viðbótargreiðslna til tónlistarskóla í Reykjavík í kjölfar kjarasamnings tónlistarskólakennara.
Samþykkt samhljóða og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
- Lagt var fram minnisblað grunnskólafulltrúa, dags. 24. apríl 2005, með ósk skólanefndar um viðbótarstundir til kennslu í 9. bekk skólaárið 2005-2006. Áætlaður viðbótarkostnaður á árinu 2005 er 1.100.000 kr.
Samþykkt og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
- Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra félagsþjónustu, dags. 10. maí 2005, með ósk um hækkun fjárveitingar vegna launakostnaðar stuðningsfulltrúa á leikjanámskeiðum, samtals 1.300.000 kr.
Samþykkt og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
- Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra félagsþjónustu dags. 4. maí 2005, með umsögn um beiðni um lækkun á fasteignagjöldum 2005.
Samþykkt að fela bæjarstjóra að afgreiða málið til samræmis við tillögu félagsmálastjóra.
- Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, dags. 11. maí 2005 með tillögu um aðgengisnotkun á vef Seltjarnarnesbæjar.
Samþykkt samhljóða.
- Lagður var fram samningur dags. 20. apríl 2005 milli Seltjarnarnesbæjar og TM-Skyggnis um rekstur tölvukerfa bæjarins.
Samþykkt, Sunneva sat hjá.
Bjarni Torfi Álfþórsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
- Lagt fram bréf Gunnars Guðmundssonar, lungnalæknis, dags. 3. maí 2005, með ósk um ferðastyrk fyrir foreldri alvarlega veiks barns.
Bæjarstjóra falið að afgreiða málið í samræmi við umræður á fundinum.
- Lagt fram bréf frá Baldri Sigurðssyni, dósent við Kennaraháskóla Íslands, dags. 20 apríl 2005, með ósk um styrk til Stóru upplestrarkeppninnar.
Erindinu vísað til skólanefndar.
- Lagður var fram ársreikningur SHS-fasteigna ehf. (fasteigna Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.) fyrir árið 2004.
- Lagður var fram ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis fyrir árið 2004.
- Lagður var fram ársreikningur Almannavarna höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2004.
- Lagður var fram ársreikningur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. fyrir árið 2004.
- Bæjarstjóri gerði grein fyrir drögum að þjónustusamningi um rekstur grenndargáma fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og samkomulagi um skiptingu kostnaðar milli þeirra. Bæjartæknifræðingi falið að skrifa undir samningana fyrir hönd bæjarins.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:50