348. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 28. október 2004 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2005. Bæjarstjóri gerði grein fyrir forsendum áætlunarinnar og helstu stærðum.
Ákveðið var að boða forstöðumenn og formenn nefnda til fundar við fjárhags- og launanefnd 10. nóv. nk.
2. Lagt var fram bréf VST, dags. 14.10.04 ásamt drögum að samningi um verkfræðikönnun á Sundlaug Seltjarnarness og drögum að samningi um verkefnisstjórn.
Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi um verkfræðihönnun og útboðsgögn v/Sundlaug Seltjarnarness.
3. Lagður var fram samningur Seltjarnarnesbæjar og Íslandsbanka, dags. 30/09/04 um innheimtuþjónustu.
Samningurinn var samþykktur.
4. Lagt var fram bréf Sinfóníuhljómsveitar Íslands, dags. 29/09/04 ásamt ársreikningi 2003 og rekstraráætlun 2005.
Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri tilnefndur áheyrnarfulltrúi í stjórn Sinfóníunnar.
5. Lögð var fram greinargerð bæjarlögmanns, dags. 06/10/04 vegna álagningar lóðarleigu á lóð Borgarplasts hf., Sefgörðum 1.
Bæjarstjóra falið að endurskoða samning um lóðarleigu við Borgarplast m.t.t. álits bæjarlögmanns.
6. Lagt var fram minnisblað framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs dags. 19/10/04 vegna starfs iðjuþjálfa.
Samþykkt.
7. Lagt var fram minnisblað bæjartæknifræðings, dags. 19/10/04 um skipulag og breytingar á mannahaldi við Áhaldahús Seltjarnarnesbæjar.
8. Lögð fram drög Skólaskrifstofu Seltjarnarnesbæjar að reglum um styrki/afslátt á vinnuskyldu til starfsmanna í skólum bæjarins.
Athugasemdir voru gerðar við drögin, reglurnar verði lagðar fram á næsta fundi að teknu tilliti til athugasemdanna.
9. Lagt var fram bréf Samgönguráðuneytis, dags. 13/09/04 vegna breytinga á reglugerð um akstur leigubifreiða.
10. Lagt var fram bréf dags. 30/09/04 með fyrirspurn um kaup á sal á 1. hæð við Eiðismýri 30. Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu.
11. Lagt var fram bréf Femínistafélags Íslands, dags. 12/10/04 með ósk um styrk vegna femínistaviku.
Erindinu vísað til félagsmálaráðs.
12. Lagt fram bréf LAUF, dags. 06/10/04 með ósk um útgáfustyrk.
Samþykkt að styrkja um 15.000.- kr.
13. Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun SHS fyrir árið 2005.
14. Lögð var fram þriggja ára áætlun SHS fyrir árin 2006-2008.
15. Lagður var fram ársreikningur SHS fasteigna ehf. árið 2003.
16. Lagðar voru fram drög að starfslýsingum starfsmanna í eldhúsi leikskóla.
Samþykkt.
Óskað er eftir starfslýsingum fyrir starfsmenn í mötuneytum grunnskóla.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:15
Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Inga Hersteinsdóttir (sign)
Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign)