346. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn miðvikudaginn 25. ágúst 2004 kl. 08:15 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagður var fram samningur Seltjarnarnesbæjar, Björgunarsveitarinnar Ársæls og Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi, dags. 9. júlí 2004 um eignarhluti í húsi sveitarinnar við Suðurströnd.
Fjárhags- og launanefnd staðfestir samninginn og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
2. Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, dags. 28.07. sl. um breytingar á skipuriti bæjarins ásamt starfslýsingum skólastjóra, fagráðgjafa grunnskóla, leikskólafulltrúa, framkvæmdastjóra fræðslusviðs og skólasálfræðings.
Fjárhags- og launanefnd samþykkir að vísa skipuritinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
3. Lagt fram minnisblað forstöðumanns bókasafns um merkingar á bókasafni.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2005.
4. Lagt fram bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, dags. 27.07.04 með tilkynningu um ágóðahlut 2004.
5. Lagður var fram ársreikningur Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir árið 2003.
6. Lögð fram ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis fyrir árið 2003.
7. Lagt fram erindi samstarfsnefndar Gay Pride, dags. 08.07.04 með ósk um styrk.
Fjárhags- og launanefnd sá sér ekki fært að verða við erindinu.
8. Lagt fram minnisblað leikskólafulltrúa, dags. 24.08.04 vegna umsóknar um námsleyfi leikskólakennara á Sólbrekku.
Erindið var samþykkt.
9. Lagt fram minnisblað leikskólafulltrúa, dags. 24.08.04 vegna umsóknar um stöðu verkefnisstjóra við Mánabrekku.
Tillaga leikskólafulltrúa varðandi verkefnisstjóra á leikskólum Seltjarnarnesbæjar samþykkt.
10. Lagður var fram ráðningarsamningur við skólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness, dags. 25.06.04.
Samningnum vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
11. Lagt var fram bréf, dags. 7. júní sl., þar sem sótt er um styrk vegna þátttöku í unglingabúðum í Frakklandi á vegum CISV sem eru samtök með Alþjóðlegar sumarbúðir unglinga.
Samþykkt 15.000 kr. styrkur.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 09:00
Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Inga Hersteinsdóttir (sign)
Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign)