Fara í efni

Bæjarstjórn

09. nóvember 2016

Miðvikudaginn 9. nóvember 2016 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.

  1. Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2017 – fyrri umræða - lögð fram.

  2. 3ja ára langtímaáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2018-2020 – fyrri umræða – lögð fram.
    Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri fylgdi úr hlaði frumvarpi að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2017 og langtímaáætlun árin 2018-2020.

    Bæjarstjóri lagði til að frumvarpinu verði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 23. nóvember 2016 og til frekari vinnslu í bæjarráði.
    Samþykkt samhljóða.
    Til máls tóku: ÁH, ÁE, GAS, MLÓ

  3. Fundargerð 39. fundar Bæjarráðs.

    Fundargerðin sem er 2 tl. er samþykkt samhljóða.

  4. 278. fundur Skólanefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: GAS, SEJ

  5. 253. fundur stjórnar Strætó bs.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: GAS, SEJ

  6. 156. og 157. fundur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

  7. 434. og 435. fundur stjórnar SSH.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

    Til máls tóku: ÁE,

  8. 843. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

    Fundargerðin lögð fram.

  9. 69. og 70. fundur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

  10. Tillögur og erindi:


  1. Deiliskipulag vestursvæða.
    Mál.nr. 2013060016
    Heiti máls: Vestursvæði deiliskipulagstillaga.
    Lýsing: Uppfærð gögn lögð fram eftir athugasemdir
    Afgreiðsla: Samþykkt að senda til bæjarstjórnar til staðfestingar, sbr lög nr. 123/2010, með fyrirvara um afgreiðslu Skipulagstofnunar á tillögu að aðalskipulagi.
    Fulltrúar minnihlutans sátu hjá.
    Tillaga að nýju deiliskipulagi Vestursvæða sem nú liggur fyrir er í samræmi við tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi með gildistíma 2015-2033, sem auglýst var laugardaginn 5. nóvember í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Tillaga að nýju deiliskipulagi Vestursvæða er nú samþykkt til auglýsingar skv. 41. gr. sömu laga skipulaglaga, með fyrirvara um staðfestingu hins endurskoðaða aðalskipulags, enda verði fyrst leiðréttar misvísandi tilvísanir í núgildandi aðalskipulag.
    Í auglýsingu deiliskipulagstillögunnar mun koma fram að nýlega hafi verið auglýst endurskoðað aðalskipulag 2015-2033. Auglýsingin mun gera grein fyrir tímafrestum og málsmeðferð í samræmi við ákvæði skipulagsreglugerðar þar um.
    Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkir bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar afgreiðsla deiliskipulags vestursvæða. Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslögin mæla fyrir um. Bæjarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum og 2 á móti.
    Til máls tóku: ÁE, GAS, MÖG, MLÓ. ÁH, BTÁ

    Bókun vegna deiluskipulags Vestursvæða
    Bæjarfulltrúar Samfylkingar Seltirninga hafna nýju deiluskipulagi fyrir Vestursvæðin þar sem stækka á athafnasvæði áhaldahúss til vesturs með því að skipuleggja nýtt „efnistöku- og efnislosunarsvæði“. Rökin sem liggja fyrir stækkun reitarins eru þau að nú þegar sé búið að raska þessum reit en sú röskun er skýrt brot á gildandi skipulagi svæðisins. Það eru ekki góð vinnubrögð af hálfu bæjarins að byrja á framkvæmdum og haugsetningum sem brýtur á gildandi skipulagi og skipuleggja svo reiti í kringum framkvæmdirnar á forsendum þess að framkvæmdir séu hafnar. Ef þessi vinnubrögð væru almennt viðhöfð í skipulagsmálum þá gætum við allt eins sleppt því að notast við skipulög.
    Það er einnig mjög mikilvægt að lesa nýtt aðalskipulag samhliða þessum hugmyndum um stækkun athafnasvæðis þar sem í nýja aðalskipulaginu er víða lagður sami skilningur í orðið athafnasvæði og áhaldahús en það er algjör U beygja frá fyrri skipulögum og skilningi sveitarfélagsins á athafnasvæði áhaldahúss. Í nýju aðalskipulagi er farið yfir þrjá kosti varðandi byggingu nýs áhaldahúss og tekin er ákvörðun um að fara blandaða leið þess að byggja nýtt „áhaldahús á svæði suðvestan við Ráðagerði, þar sem jarðefni hafa verið geymd“ og að byggja nýtt áhaldahús á svæði sem skilgreint er sem athafnasvæði áhaldahúss í gildandi deiluskipulagi. Þannig má segja að með því að samþykkja þessa stækkun á athafnasvæði áhaldahúss sé verið að leggja grunn að því að reist verði áhaldahús á þessum viðkvæma stað sem Vestursvæðin eru.
    Það er einnig ámælisvert að búið sé að breyta textanum í aðalskipulaginu sem auglýst er á netinu frá þeim texta sem bæjarfulltrúar meirihlutans samþykktu til auglýsingar á 835. fundi bæjarstjórnar. Á blaðsíðu 93 í aðalskipulaginu sem liggur fyrir á netinu er búið að taka út hluta af stefnunni um athafnasvæði áhaldahúss. Í prentuðum gögnum stendur:
    „Athafnasvæði fyrir áhaldahús (Valinn kostur A)“ En á netinu stendur aðeins:
    „Athafnasvæði fyrir áhaldahús“
    Í prentuðum og samþykktum gögnum sem tekin voru fyrir á bæjarstjórnarfundi er því mun skýrara að búið er að ákveða að fara vissa leið sem er að byggja áhaldahús á þeim reit sem er titlaður í deiluskipulagstillögunni sem „efnistöku- og efnislosunarsvæði“.
    Guðmundur Ari Sigurjónsson – Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
    Margrét Lind Ólafsdóttir – Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga

    Bókun bæjarstjóra:
    Bæjarstjórn vill upplýsa að á sínum tíma var samþykkt efnislosun allt að 20m3. Efnið er að mestu leyti þar enn, þ.e.a.s. sjávarmöl frá Hrólfsskálamel og stórgrýti frá Þverholti.

    Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri

Fundi var slitið kl.: 17:39

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?