Fara í efni

Bæjarstjórn

604. fundur 20. október 2004

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Einarsson og Inga Hersteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð síðasta fundar staðfest.

1.           Lögð var fram fundargerð 287.(26.) fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 5. október 2004 og var hún í 6 liðum.

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

2.           Lögð var fram fundargerð 171. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett  17. október 2004 og var hún í 8 liðum.

Til máls tóku: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3.           Lögð var fram fundargerð 50. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 8. október 2004 og var hún í 4 liðum.

Til máls tóku: Inga Hersteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

Lagt var fram bréf frá Tómasi Má Sigurðssyni  fulltrúa í Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness þar sem hann biður um lausn frá setu í nefndinni, vegna flutnings úr sveitarfélaginu.

Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðni Tómasar og þakkar honum fyrir vel unnin störf.

Aðalmaður í Skipulags- og mannvirkjanefnd er kjörinn Þórður Búason, Sólbraut 16 og til vara Gunnar Lúðvíksson, Bollagörðum 119.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 58. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 14. október 2004 og var hún í 3 liðum.

Til máls tóku:  Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Bæjarstjórn tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bókun Arnþórs Helgasonar  varðandi aðgengi fatlaðra að upplýsingum. Verða reglur um aðgengi fatlaðra að upplýsingum felldar inn erindisbréf nefnda bæjarins sem nú eru í endurskoðun.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð 150. (45.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 11. október 2004 og  var þetta vinnufundur í 1 lið.

Til máls tóku: Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson, Inga Hersteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Rætt um stöðu verkfalls kennara og viðræðna við sveitarfélögin. Bæjarstjórn  lýsir yfir þungum áhyggjum að ekki hafi enn tekist  að ná samningum og hvetur aðila til að leita allra leiða til lausnar deilunni hið fyrsta.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6.           Lögð var fram fundargerð undirnefndar um jafnréttismál, dagsett 29. september 2004 og var hún í 2 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7.           Lögð var fram fundargerð undirnefndar um jafnréttismál, dagsett 6. október 2004 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8.           Lögð var fram fundargerð 273. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) dagsett 11. október 2004 og var hún í 6 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.           Lögð var fram fundargerð 206. fundar stjórnar  SORPU bs. dagsett 29. september 2004 og var hún í 6 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10.      Tillögur og erindi:

a)     Lögð voru fram svör við fyrirspurnum sem Bæjarstjórn Seltjarnarness fól jafnréttisnefnd að afla upplýsinga um á 589. fundi sínum þann 10. mars 2004.

Til máls tóku: Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

 

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

“Bæjarfulltrúar Neslistans lýsa yfir ánægju með að nú liggur fyrir að beiðni Neslistans samantekt undirnefndar Félagsmálaráðs á stöðu jafnréttismála hjá Seltjarnarnesbæ. Hún er vel unnin, lýsandi og mikilvægt leiðarljós við stefnumörkun bæjarins í þessum málaflokki.

Samantektin leiðir hið ánægjulega í ljós að á pólitíska sviðinu gætir mikils jafnræðis kynjanna. Samantektin leiðir hins vegar einnig í ljós að bæta þarf úr ójöfnum hlut kynjanna í stöðum sviðsstjóra og deildarstjóra í grunnskólunum við starfsmannaráðningar í framtíðinni. Auk þess þarf að stefna markvisst að jafnari hlut kynjanna í grunn- og leikskólum og á bókasafni.

Í jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar segir að “stefnt skuli að svipuðu hlutfalli karla og kvenna á vinnustöðum bæjarins” og að “á vinnustöðum þar sem annað hvort kynjanna er í miklum minnihluta skal leitast við að rétta hlut þess sem halloka fer við nýráðningar”. Þetta eru markmið sem kappkosta ber að ná sem fyrst.

        Árni Einarsson  Sunneva Hafsteinsdóttir  Guðrún Helga Brynleifsdóttir

               (sign)                     (sign)                                  (sign)

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

Meirihluti Sjálfstæðisflokks tekur undir þakkir minnihlutans til Jafnréttisnefndar Félagsmálaráðs fyrir vel unna greiningu um jafnréttismál bæjarins. Greinargerðin ber með sér að staða jafnréttismála er að mörgu leyti í ásættanlegu horfi en markmiðið hlýtur ávallt að vera að fullt jafnræði og jafnrétti kynjanna sé til staðar.

Jónmundur Guðmarsson        Inga Hersteinsdóttir

                (sign)                              (sign)

Bjarni Torfi Álfþórsson Ásgerður Halldórsdóttir

 

b)    Lagt var fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dagsett 12. október 2004 varðandi hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.   

 

c)     Lagt var fram bréf frá Nefnd um sameiningu sveitarfélaga vegna tillögu sameininganefndar um breytingar á sveitarfélagaskipan ásamt sameiginlegri viljayfirlýsingu félagsmálaráðherra, fjármálaráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna átaks um eflingu sveitarstjórnarstigsins, dagsett 17. september 2004. Einnig lagðar fram tillögur og greinargerð verkefnisstjórnar um eflingu sveitarstjórnarstigsins varðandi breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson.

         

Fundi var slitið kl. 18:18  

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?