Miðvikudaginn 8. júní 2016 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Magnús Rúnar Dalberg (MRD) og Hildigunnur Gunnarsdóttir (HG).
Ritari bæjarstjórnar Gunnar Lúðvíksson, ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.
- Fundargerð 33. fundar Bæjarráðs.
Fundargerðin sem er 6 tl. er samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir, 2. tl. fundargerðar 33, viðauka 2 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 65.986.000. vegna framkvæmda við gerð hjólastígs meðfram Norðurströnd að Gróttu. Vísað er til 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
Viðauki 2 við 2.tl. fundargerðar, samþykktur samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir, 4. tl. fundargerðar 33, viðauka 3 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 13.423.861. vegna breytingar sem hafa orðið á kjarasamningum frá gerð fjárhagsáætlunar.
Vísað er til 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð. Bæjarráð samþykkti einnig tekjuauka að upphæð kr. 14.000.000,- vegna aukningar á útsvarstekjum. Tekjur þessar skulu færðar á lið 00-010 0020 í þegar samþykktri áætlun fyrir árið 2016.
Viðauki 3 við 4.tl. fundargerðar, samþykktur samhljóða. -
Fundargerð 41. fundar Skipulags-og umferðanefndar, ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 266. fundar Umhverfisnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 2. fundar Öldungaráðs Seltjarnarness.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: GAS, ÁH, MÖG, HG, BTÁ
-
Fundargerð 7. fundar vinnuhóps um deiliskipulag.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 353. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: MÖG
-
Fundargerð 362. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 429. fundar stjórnar SSH.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerðir 244. og 245. fundar stjórnar STRÆTÓ bs.
Fundargerðirnar lagðar fram.
-
Fundargerð 839. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram.
Fundi var slitið kl.: 17:14