Fara í efni

Bæjarstjórn

24. febrúar 2016

825. (1751.) Bæjarstjórnarfundur.

Miðvikudaginn 24. febrúar 2016 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS),  Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Ritari bæjarstjórnar Gunnar Lúðvíksson,  ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson  setti fund og stjórnaði.

  1.  Fundargerð 23. fundar Bæjarráðs.
    Fundargerðin sem er 9 tl. er samþykkt samhljóða.
    Til máls tóku: GAS, ÁH, MLÓ, ÁE
  2. Fundargerð 37. fundar Skipulags- og umferðanefndar.
    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðanefndar nr. 37 voru borin upp til staðfestingar:

    Mál.nr.
    2015110053
    Heiti máls: Vesturhverfi deiliskipulags breyting v/Miðbrautar 28 grenndarkynning 4 íbúðir.
    Málsaðili: Lantan ehf
    Lýsing:  Grenndarkynningu lauk 5. febrúar, 2016. Athugasemdir sem bárust lagðar fram ákvörðunar um andsvar eða viðbrögð.
    Afgreiðsla: Deiliskipulagsbreyting samþykkt og vísað til bæjarstjórnar sbr. 43. gr Skipulagslaga nr. 123-2010 til ákvörðunar um auglýsingu, skipulagsfulltrúa falið að svara aths. í samræmi við umræður á fundinum.
    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar með 7 atkvæðum.

    Mál.nr.
    2016020023
    Heiti máls: Miðbraut 34, umsókn um þakhækkun.
    Málsaðili: Ívar Ívarsson
    Lýsing:  Sótt um hækkun þaks með mænishæð 2,7m +2,5m yfir gólfkóta íbúðarhúss.
    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir deiliskipulagsbreytingu og vísað til bæjarstjórnar sbr. 43. gr Skipulagslaga nr. 123-2010 til ákvörðunar um auglýsingu.

    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags
    - og umferðarnefndar með 7 atkvæðum.
    Fundargerðin lögð fram.
  3. Fundargerð 1. fundar vinnuhóps um deiliskipulag – nýr miðbær á Seltjarnarnesi.
    Fundargerðin lögð fram.
  4.  Fundargerð 388. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: ÁE
  5. Fundargerð 399. fundar Fjölskyldunefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
  6. Fundargerð 262. fundar Umhverfisnefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: ÁE, MLÓ, ÁH
  7. Fundargerðir 236. og 237.  fundar stjórnar Strætó bs.
    Fundargerðirnar lagðar fram.
  8. Fundargerð 426. fundar stjórnar SSH.
    Fundargerðin lögð fram.
  9. Fundargerð 34. fundar Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins.
    Fundargerðin lögð fram.

    Tillögur og erindi:
  10. a)  Samþykkt um hænsnahald í Seltjarnarnesbæ – síðari umræða.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða samþykkt um hænsnahald á Seltjarnarnesi.
    Til máls tóku: ÁH

Fundi var slitið kl. 17:13

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?