Fara í efni

Bæjarstjórn

28. október 2015
819.(1745.) Bæjarstjórnarfundur.

Miðvikudaginn 28. október 2015 kl. 17:11 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Ritari bæjarstjórnar Gunnar Lúðvíksson, ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.

  1. Fundargerð 18. fundar Bæjarráðs.

    Fundargerðin sem er 6 tl. er samþykkt samhljóða.

  2. Fundargerð 32. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Málsnúmer 2015040037 Hugmyndasamkeppni um Miðbæ á Seltjarnarnesi. Bæjarstjórn samþykkir tillögu að samkeppnislýsingu sem lögð hefur verið fram og kynnt í skipulags- og umferðarnefnd um rammaskipulag miðbjæjar Seltjarnarness á þremur miðsvæðum reitum á gatnamótum Suðurstrandar og Nesvegar ásamt nærliggjandi íbúðareit.

    Skipun dómnefndar: Dómnefnd starfar í umboði bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar. Sæti í dómnefnd eiga 2 fulltrúar bæjarstjórnar og einn óháður dómari.

    Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að samkepnnislýsingu og felur bæjarstjóra að tilnefna í dómnefnd eftir tilnefningu frá minni- og meirihluta.

    Samþykkt samhljóða.

    Til máls tóku: ÁE, GAS

  3. Fundargerð 116. fundar Veitustofnana.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku:

  4. Fundargerð 226. fundar stjórnar Strætó bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerð 355. fundar stjórnar SORPU bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerðir 420. og 421. fundargerðir stjórnar SSH.

    Fundargerð 421., liður 3:

    Bréf SSH um sameiginlega ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu, dags 16.10.2015. Lögð fram samþykkt stjórnar SSH um breytingu á útreikningi á kostnaði á akstri ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk ásamt breytingum á skipulagi.

    Bæjarstjórn felur fjölskyldusviði að leita leiða um að útfæra nauðsynlegar breytingar á núverandi framkvæmd og skipulagi þjónustunnar til að ná fram lækkun á aksturskostnaði.

    Samþykkt samhljóða.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

  7. Fundargerð 61. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

  8. Fundargerðir í stjórn Reykjanesfólkvangs.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

  9. Fundargerð í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

    Fundargerðin lögð fram.

Fundi var slitið kl: 17:18

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?