Miðvikudaginn 24. júní 2015 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Eva Margrét Kristinsdóttir (EMK) og Árni Einarsson (ÁE).
Ritari bæjarstjórnar Gunnar Lúðvíksson, ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir setti fund og stjórnaði.
- Fundargerð 29. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerð 30. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 30 voru borin upp til staðfestingar.
Mál.nr. 2014060035
Heiti máls: Aðalskipulag Seltjarnarness 2015-2033.
Lýsing: Unnið áfram með aðalskipulagstillögu ásamt ALTA aðalskipulags ráðgjafa. Árni Geirsson kemur til fundar.
Afgreiðsla: Lokatillaga að Aðalskipulagi Seltjarnarness 2015 -2033 samþykkt og vísað til umhverfisnefndar eftir ábendingu og Bæjarstjórnar til afgreiðslu, ákvörðunar um sendingu til Skipulagsstofnunar til athugunar sbr. 30. grein Skipulagslaga nr. 123/2010 og ákvörðunar um auglýsingu með áberandi hætti og í Lögbirtingarblaðinu sbr. 31. grein , Stefán Bergmann og Brynjúlfur Halldórsson greiddu ekki atkvæði.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að tillaga að drögum um aðalskipulag Seltjarnarness 2015-2033 sem ráðgjafafyrirtækið Alta ehf. hefur unnið í samráði við skipulagsnefnd verði vísað til umhverfisnefndar til umsagnar, ásamt þeim athugasemdum sem bárust nefndinni við efni lýsingarinnar og forkynningu á tillögu.
Afgreiðsla: .. Mál.nr. 2013060023
Heiti máls: Deiliskipulag Bollagarðar, Hofgarðar.
Lýsing: Deiliskipulagstillaga, breytingar eftir kynningu, en 8 athugasemdir bárust, ásamt umsögn lögmanns til að svara athugasemdum og lýsa breytingum.
Afgreiðsla: Deiliskipulag ásamt svörum við athugasemdum samþykkt samkvæmt 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar, sem samkvæmt 42. gr. sendir gögn til umfjöllunar Skipulagsstofnunar áður en auglýsing birtist í Stjórnartíðindum.
Bæjarstjórn samþykkir með fimm atkvæðum og tveir sátu hjá tillögur um svör frá skipulags- og umferðanefnd vegna deiliskipulags Bollagarða og Hofgarða. Skipulagsstjóra falið að senda svörin til íbúa með niðurstöðu sveitarstjórnar og afrit ásamt deiliskipulagstillögu til umsagnar Skipulagsstofnunar.
Mál.nr. 2013100050
Heiti máls: Deiliskipulag Strandir
Lýsing: Deiliskipulagstillaga, breytingar eftir kynningu, en 3 athugasemdir bárust, ásamt umsögn lögmanns til að svara athugasemdum og lýsa breytingum.
Afgreiðsla: Deiliskipulag ásamt svörum við athugasemdum samþykkt samkvæmt 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar, sem samkvæmt 42. gr. sendir gögn til umfjöllunar Skipulagsstofnunar áður en auglýsing birtist í Stjórnartíðindum.
Bæjarstjórn samþykkir með fimm atkvæðum og tveir sátu hjá tillögur um svör frá skipulags- og umferðanefnd vegna deiliskipulags Stranda. Skipulagsstjóra falið að senda svörin til íbúa með niðurstöðu sveitarstjórnar og afrit ásamt deiliskipulagstillögu til umsagnar Skipulagsstofnunar.
Mál.nr. 2013120072
Heiti máls: Deiliskipulag Melshúsatún, Hrólfsskálavör og Steinavör.
Lýsing: Deiliskipulagstillaga, breytingar eftir kynningu, en 4 athugasemdir bárust ásamt umsögn lögmanns til að svara athugasemdum og lýsa breytingum.
Afgreiðsla: Deiliskipulag ásamt svörum við athugasemdum samþykkt samkvæmt 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar, sem samkvæmt 42. gr. sendir gögn til umfjöllunar Skipulagsstofnunar áður en auglýsing birtist í Stjórnartíðindum.
Bæjarstjórn samþykkir með 4 atkvæðum, þrír sátu hjá, tillögur um svör frá skipulags- og umferðanefnd vegna deiliskipulags Melshúsatún, Hrólfsskálavör og Steinavör. Skipulagsstjóra falið að senda svörin til íbúa með niðurstöðu sveitarstjórnar og afrit ásamt deiliskipulagstillögu til umsagnar Skipulagsstofnunar.
Bókun SEJ:
Undirrituð situr hjá við afgreiðslu liðar nr. 4, málsnr. 2013120072, í fundargerð skipulags- og umferðarnefndar nr. 30, dags 16.júní 2015, deiliskipulag Melshúsatún, Hrólfsskálavör og Steinavör. Ástæða hjásetu er ekki að sú að ég sé ósammála deiliskipulaginu en ég geri athugasemdir við vinnubrögð þar sem nú þegar eru framkvæmdir hafnar við göngustíg samkvæmt eldra skipulagi á meðan nýtt deiliskipulag sem getið er um í fundargerð er i vinnslu. Við þennan stíg eru gerðar athugasemdir við í nýju deiliskipulagi sem ekki hefur verið svarað og þykir mér þau vinnubrögð ekki góð að farið sé af stað í framkvæmdir þegar fyrir liggur að nýtt deiliskipulag svæðisins er í vinnslu. Ég tel rétt að beðið hefði verið með framkvæmdir þar til nýtt deiliskipulag lægi fyrir og athugasemdum hefði verið svarað eins og ber að gera.
Til máls tóku: ÁH, ÁE, SEJ, GAS - Fundargerð 351. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerðir 220. og 221. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðirnar lagðar fram.
Til máls tóku: GAS, SEJ - Fundargerð 147. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram. - Tillögur og erindi:
a) Orlof bæjarstjórnar. Bæjarstjóri leggur til að gefið verði frí í júlí fyrir sumarfrí bæjarfulltrúa. Samþykkt samhljóða.
Fundi var slitið kl. 17:18