Miðvikudaginn 27. maí 2015 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).
Ritari bæjarstjórnar Gunnar Lúðvíksson, ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.
- Fundargerð 26. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 26 voru borin upp til staðfestingar:
Mál.nr. 2015040037
Heiti máls: Deiliskipulag Miðbæjar Seltjarnarness.
Lýsing: Undirbúningur hugmyndasamkeppni og deiliskipulagsvinnu fyrir Miðbæ. Stefán Gunnar Thors umhverfishagfræðingur frá VSÓ kynnir umsókn til Nordic Built til að styrkja nálgun verkefnis.
Afgreiðsla: .Skipulags- og umferðanefnd samþykkir drög að umsókn til Nordic Built og vísar til staðfestingarbæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar. - Fundargerð 381. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 393. fundar Fjölskyldunefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Samþykkt að vísa lið 8b til bæjarráðs
Til máls tóku: ÁE, MLÓ - Fundargerð 9. Eigendafundar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerðir 218. og 219. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðirnar lagðar fram. - Fundargerð 345. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 146. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 415. fundar stjórnar SSH.
Fundargerðin lög fram.
Fundi var slitið kl. 17:06