Miðvikudaginn 25. mars 2015 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Eva Margrét Kristinsdóttir (EMK), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).
Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.
- Fundargerð 21. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 21 voru borin upp til staðfestingar:
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi lið í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar.
Mál.nr. 2015010049
Heiti máls: Sefgarðar 3 og 3A ósk um niðurrif
Málsaðili: Nesgarðar þróunarfélag ehf
Lýsing: Bréf þar sem óskað er niðurrifs á fasteignunum nr. 2088863 og 2229328 sem nefnast Sefgarðar 3 og 3A frestað á síðasta fundi.
Afgreiðsla: Samþykkt að uppfylltum skilyrðum, samræmist ákvæðum Mannvirkjalaga
Samþykkt samhljóða
Fundargerð 22. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Fundargerðin lög fram. - Fundargerð 267. fundar Skólanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: SEJ - Fundargerð 122. fundar Menningarnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: MLÓ, BTÁ, ÁE, ÁH, - Fundargerð 343. fundar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerðir 412. og 413. fundar stjórnar SSH.
Fundargerðirnar lagðar fram. - Fundargerð 55. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 214. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð sameiginlegs fundar eigenda og stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
Fundi var slitið kl. 17:09