Fara í efni

Bæjarstjórn

602. fundur 22. september 2004
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Einarsson og Inga Hersteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð síðasta fundar staðfest.    

1.           Lögð var fram tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2004. Bæjarstjórinn, Jónmundur Guðmarsson, gerði grein fyrir áætluninni. Skatttekjur hækka um 59.000.000.- og rekstrargjöld aðalsjóðs og B hluta fyrirtækja um 50.111.042.-  Hagnaður aðalsjóðs verður kr. 180.942.799 en hagnaður samstæðu A og B hluta kr. 106.427.532.-

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fjárhagsáætlunin var samþykkt með 4 atkvæðum en fulltrúar Neslistans sátu hjá.

 

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun: 

Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn Seltjarnarness sitja hjá við afgreiðslu á endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2004 og leggja fram eftirfarandi bókun:

“Fulltrúar Neslista í bæjarstjórn gerðu athugasemd við fjármálastjórn bæjarins með bókun þegar fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar var samþykkt í lok árs 2003 og bentu á hve lítið svigrúm væri til eignabreytinga. Í endurskoðaðri fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að rekstur málaflokka heimti 91.72% af tekjum bæjarins. Skilgreind hættumörk félagsmálaráðuneytisins eru 85%.

Það vekur athygli að laun hafa verið gróflega vanáætluð á fræðslusviði eins og fulltrúar minnihluta bentu á í umræðum, bæði í skólanefnd og bæjarstjórn. Gera má ráð fyrir að rekstrarkostnaður muni enn hækka á fræðslusviði því samningar hafa verið lausir í marga mánuði hjá grunnskólakennurum og nú hjá leikskóla- og tónlistarkennurum.”

Árni Einarsson  Sunneva Hafsteinsdóttir  Guðrún Helga Brynleifsdóttir

       (sign)                         (sign)                              (sign)

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

Endurskoðuð fjárhagsáætlun bæjarins ber með sér að fjárhagsstaða Seltjarnarnesbæjar er sterk, skuldir lágar, álögum á bæjarbúa haldið í lágmarki en þjónustustig með því besta sem þekkist. Rekstrargjöld bæjarins eru 91.72% af skatttekjum og hagnaður Aðalsjóðs og stofnana 13.2% eða rúmlega 180 mkr. Því er ljóst að Seltjarnarnesbær er meðal best reknu sveitarfélaga landsins og minnihlutinn þarf því ekki að kvíða heimsóknum eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga nú frekar en áður.

Jónmundur Guðmarsson             Inga Hersteinsdóttir

            (sign)                                        (sign)

Ásgerður Halldórsdóttir               Bjarni Torfi Álfþórsson

            (sign)                                        (sign)

 

2.           Lögð var fram fundargerð 347. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 9. september 2004 og var hún í 6 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3.           Lögð var fram fundargerð 48. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett  16. september 2004 og var hún í 9 liðum.

Til máls tóku: Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson.

Varðandi 7. lið fundargerðarinnar um nýtt leiðarkerfi Strætó bs. samþykkir bæjarstjórn Seltjarnarness samhljóða fyrir sitt leyti nýtt leiðarkerfi þ.e. akstursleiðir strætó á Seltjarnarnesi, en vill leggja áherslu á mikilvægi þess að þjónustan skerðist ekki með fækkun stoppistöðva.

Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 149. (44.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 13. september 2004 og var hún í 5 liðum um málefni grunnskóla.

Til máls tóku: Bjarni Torfi Álfþórsson, Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Árni Einarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

 

Fulltrúar NESLISTANS í bæjarstjórn Seltjarnarness leggja fram eftirfarandi bókun vegna álits félagsmálaráðuneytis.

Í svari félagsmálaráðuneytis við beiðni Neslistans á því hvort málsmeðferð meirihlutans við ákvörðun um sameiningu grunnskólanna væri í samræmi við góða stjórnsýsluhætti kemur hvergi fram að svo sé. Það er hins vegar álit ráðuneytisins að málsmeðferðin standist lög.

Eftir stendur að í aðdraganda ákvörðunarinnar var ekki leitað umsagnar og álits fagnefndar bæjarfélagsins í skólamálum þó svo að yfirlýstur tilgangur með sameiningunni væru faglegar umbætur, en ekki rekstrarlegar. Fulltrúum foreldra var heldur ekki gefinn kostur á að tjá sig um málið, né kennurum og öðru starfsfólki skólanna.

Bæjarfulltrúar Neslistans líta svo á að ákvarðanir sem snúa að faglegum hliðum skólamála og fyrirkomulagi skólastarfs beri að kynna og ræða á vettvangi skólanefndar með aðkomu fulltrúa foreldra og starfsmanna skólanna. Það er misráðið að binda ákvarðanir sem þessar eingöngu við pólitískar forsendur og aðkomu stjórnmálamanna.

Árni Einarsson  Sunneva Hafsteinsdóttir  Guðrún Helga Brynleifsdóttir

        (sign)                        (sign)                              (sign)

 

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

Meirihlutinn undrast hví minnihlutinn tekur ekki mark á áliti félagsmálaráðuneytisins sem hann sjálfur leitaði eftir. Ljóst er að minnihlutinn hafði rangt fyrir sér í öllum meginatriðum í álitaefnum þeim sem leitað var til ráðuneytis með og ætti því að sjá sóma sinn í að viðurkenna það án undansláttar og vífilengja. Enginn þarf að fara í grafgötur með niðurstöðu máls og hvetur meirihlutinn bæjarbúa til að kynna sér málavexti til hlítar á vef bæjarins.

Jónmundur Guðmarsson             Inga Hersteinsdóttir 

(sign)                                        (sign)

Bjarni Torfi Álfþórsson               Ásgerður Halldórsdóttir 

(sign)                                        (sign)

 

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð 286. (25.) fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 7. september 2004 og var hún í 8 liðum.

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6.           Lögð var fram fundargerð 57. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 9. september 2004 og var hún í 1 lið.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7.           Lögð var fram fundargerð 3. (57.) fundar Starfskjaranefndar Seltjarnarness dagsett 27. ágúst 2004 og var hún í 2 liðum.

Til máls tók: Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8.           Lögð var fram fundargerð 42. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. dagsett 3. september 2004 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.           Lögð var fram fundargerð 270. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) dagsett 6. september 2004 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10.      Lögð var fram fundargerð 271. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) dagsett 13. september 2004 og var hún í 2 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

11.      Lögð var fram fundargerð 195. fundar Launanefndar sveitarfélaga dagsett 15. september 2004 og var hún í 9 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

12.      Tillögur og erindi:

a)     Lagt var fram minnisblað Rafhönnunar hf. varðandi bandbreitt fjarskiptanet um Seltjarnarnes.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Árni Einarsson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna og að auglýsa bandreitt fjarskiptanet/upplýsinganet á grundvelli minnisblaðsins og bæjarstjóra falið að annast málið.

b)    Lagt var fram bréf frá SSH dagsett 8. september 2004 þar sem komið er á framfæri samþykkt stjórnar SSH á fundi þann 6. september 2004 á samkomulagi vegna greiðslu fyrir tónlistarnám.

Til máls tóku:  Jónmundur Guðmarsson og Árni Einarsson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framkomnar tillögur SSH.

c)     Bæjarstjóri kynnti bréf borgarstjórans í Reykjavík og bæjarstjórans á Seltjarnarnesi til heilbrigðisráðherra dagsett 20. september 2004 varðandi fyrirhugað hjúkrunarheimili í vesturbæ Reykjavíkur.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

           

 

Fundi var slitið kl. 18:25  

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?