Miðvikudaginn 12. nóvember 2014 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).
Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Magnússon, setti fund og stjórnaði.
- Fjárhagsáætlun 2015- 2018.
Lögð var fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2015-2018. Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór hann yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árin 2015-2018 og gerði grein fyrir helstu atriðum eins og þau voru kynnt á fundi bæjarráðs. Bæjarstjóri þakkaði að lokum starfsmönnum fyrir framlag þeirra við undirbúning áætlunarinnar.
Bæjarfulltrúar Neslista og Samfylkingar leggja til eftirfarandi breytingar á drögum að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2015:
1. Tekjur vegna leikskólagjalda verði 43.703.886 krónur í stað 48.522.516. Leikskólagjöld lækki um 4.800.000 umfram það sem gert er ráð fyrir í drögunum, þ.e. að gert sé ráð fyrir 15% lækkun stað 5,6% eins og áætlunin gerir ráð fyrir.
2. Gert sé ráð fyrir 10 milljóna króna kostnaði vegna úrbóta á hljóðvist
3. Gert sé ráð fyrir 2,5 milljóna króna kostnaði vegna bættrar aðstöðu hjólreiðafólks við stofnanir bæjarins, s.s. hjólastanda og hjólaskýla. Gert sé ráð fyrir, og eyrnamerkt, að af áætluðum kostnaði vegna framkvæmda við götur og gangstéttir sé varið 5 milljónum króna til framkvæmda við breikkun hjóla- og göngustíga.
4. Tryggt verði að ráðstöfun tómstundastyrkja sé hægt að nýta strax og viðkomandi hefur verið skráður í tómstund og að gert sé ráð fyrir kostnaði til þess að gera umsóknarferli auðveldara og sýnilegra.
5. Gert sé ráð fyrir 500 þúsund krónum til viðbótar í rekstur Skólaskjóls til endurnýjunar á áhöldum, búnaði og leikföngum.
6. Gert sé ráð fyrir 800 þúsund krónum vegna reksturs ungmennahússins Skeljarinnar svo starfsemin verði tryggð.
7. Rekstrarform félagsheimilisins verði endurskoðað og gert ráð fyrir viðbótarfjármagni til kaupa á skjávarpa og tilheyrandi tæknibúnaði.
8. Geta áhaldahúss til þess að mæta viðhaldsþörf og verkefnum vegna framkvæmda sem áætlaðar eru á vegum bæjarins verði greind, þ.e. metið hvort þörf sé á fjölgun starfsfólks til þess að sinna verkefnum.
Auk þess óskum við eftir að samhliða seinni umræðu og afgreiðslu áætlunarinnar liggi fyrir fyllri greinargerð um forsendur og helstu breytingar á rekstraliðum frá yfirstandandi ári og/eða fjárhagsáætlun ársins 2014.
Árni Einarsson, bæjarfulltrúi Neslista
Margrét Lind Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar
Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar
Samþykkt að vísa framkomnum breytingatillögum til bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2015-2018 til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 26. nóvember nk.
Til máls tóku: ÁH, ÁE - Fundargerð 4. fundar Bæjarráðs.
Árni Einarsson lagði fram eftirfarandi tillögur:
Eftirfarandi tillaga var lögð fram á fundi fjárhags- og launanefndar 27. mars 2014, rædd á fundi bæjaráðs þann 27. júní 2014 og þar vísað til skoðunar vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 en ekki verið afgreidd formlega. Hún er hér endurflutt:
Ég legg til að sölutekjum bæjarsjóðs vegna sölu lóðarinnar Hrólfsskálamel 1-7 verði varið til endurbóta á Íþróttamiðstöð Seltjarnarness í samræmi við tillögur sem settar eru fram í skýrslu undirbúningshóps um stækkun fimleikahúss á Seltjarnarnesi og lögð var fram á fundi bæjarstjórnar þann 25. september 2013.
Ég óska eftir að tillagan verði rædd á næsta fundi fjárhags- og launanefndar og þar m.a. tekin afstaða til áfanga- og tímasetningar framkvæmdarinnar hljóti tillagan stuðning.
Árni Einarsson, bæjarfulltrúi Neslista
Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að endurnýja lóðarsamning við Suðurströnd 10 til þriggja ára með skilyrði um óbreyttan rekstur frá því sem nú er og vísar í að yfir standi vinna við breytingar á núgildandi deiliskipulagi á því svæði sem lóðin stendur á.
Greinargerð: Um er að ræða jákvæða starfsemi sem fellur vel að starfsemi sundlaugar og íþróttamiðstöðvar og er einnig í góðu samræmi við lýðheilsuáherslur bæjarfélagsins. Ekki liggja fyrir haldbær rök fyrir synjun á fyrirliggjandi umsókn um þriggja ára rekstrarleyfi, s.s. samþykktar áætlanir um framkvæmdir eða nýtingu Seltjarnarnesbæjar á lóðinni á þeim næstu þremur árum sem rekstrarleyfið næði til.
Árni Einarsson, bæjarfulltrúi Neslista
Fundargerðin sem er 8 tl. er samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir, 1. tl. fundargerðar 4, viðauka 4 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 4.500.000. vegna afmælishátíðar bæjarins. Vísað er til 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
Viðauki 4 við 1.tl. fundargerðar, samþykktur samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir, 12. tl. fundargerðar 4, viðauka 5 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 2.500.000. vegna árshátíðar bæjarins. Vísað er til 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
Viðauki 5 við 1.tl. fundargerðar, samþykktur samhljóða.
Til máls tóku: ÁE, MLÓ
Fundargerð 5. fundar Bæjarráðs.
Fundargerðin sem er 2 tl. er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: ÁE
Fundargerð 6. fundar Bæjarráðs.
Fundargerðin sem er 6 tl. er samþykkt samhljóða. -
Fundargerð 377. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: ÁE
-
Fundargerð 387. fundar Fjölskyldunefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Tekin fyrir 4.tl. í fundargerð: Farið yfir tillögur að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð hjá Seltjarnarnesbæ. Tillögur samþykktar og vísað til bæjarstjórnar.
Afgreiðsla 4. töluliðar frestað til næsta fundar.
Til máls tóku: ÁE
-
Fundargerð 118. fundar Menningarnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: ÁE, SEJ
-
Fundargerð 13. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 13 voru borin upp til staðfestingar.
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar.
Töluliður nr. 1 í fundargerð mál nr. 2013050030 Deiliskipulag Kolbeinsstaðamýri.
Samþykkt að vísa deiliskipulagstillögu til umsagnar Skipulagsstofnunar samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt greinargerð um svör við athugasemdum.
Samfylkingin leggur fram eftirfarandi tillögu:
Tillaga um frestun á samþykki á deiliskipulagi fyrir Kolbeinsstaðamýri
Við undirrituð leggjum til að samþykkt deiliskipulags fyrir Kolbeinsstaðamýri verði frestað þangað til að nýtt aðalskipulag liggur fyrir.
Samþykkt var á síðasta fundi skipulags- og umferðanefndar að ráðgjafi Alta myndi skoða öll byggingarsvæði og óbyggð svæði með möguleika á þéttingu byggðar að leiðarljósi fyrir nýtt aðalskipulag.
Deiluskipulagið sem nú liggur fyrir byggir á gamla aðalskipulaginu sem brátt verður fellt úr gildi. Nú stendur yfir opið og lýðræðislegt ferli við gerð nýs aðalskipulags og eru allskyns hugmyndir og tillögur á lofti. Ef ráðast þarf í endurskoðun á deiluskipulaginu eftir samþykkt nýs aðalskipulags kallar það á tvíverknað í vinnu og aukin kostnað fyrir Seltjarnarnesbæ.
Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar
Margrét Lind Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar
Tillaga um frestun borin til samþykktar
Hafnað með 4 atkvæðum og 3 á móti.
Borið upp til samþykktar, samþykkt með 4 atkvæðum og 3 sitja hjá.
Til máls tóku: GAS, ÁE, BTÁ
Töluliður nr. 4 í fundargerð mál nr. 2013060023 Deiliskipulag Bollagarðar/Hofgarðar.
Lagt fram og vísað til næsta bæjarstjórnarfundar 26. nóvember nk. til afgreiðslu.
Til máls tóku: ÁH
Töluliður nr. 6 í fundargerð mál nr. 2014100051 Nesbali syðri hraðahindrun.
Samþykkt að flytja hraðahindrun í samræmi við tillögur nr. 4 í skýrslu.
Borið upp til samþykktar, samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: ÁH
Fundargerð 14. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Fundargerðin lögð fram. -
Fundargerð 113. fundar Veitustofnana.
Fundargerðin lögð fram.
Staðfesta þarf eftirfarandi lið nr. 1 í fundargerð:
Fráveitugjald
Af öllum fasteignum í Seltjarnarneskaupstað, sem liggja við vegi eða opin svæði, þar sem holræsalagnir liggja, skal greiða árlegt fráveitugjald til bæjarsjóðs Seltjarnarneskaupstaðar. Frá 1. desember 2014 hækkar fráveitugjaldið í 0,14% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.
Vatnsgjald
Vatnsgjald af íbúðarhúsnæði lækkar í 0,10 hundraðshlutar af fasteignamati lóðar og vatnsgjald af atvinnuhúsnæði lækkar í 0,10 hundraðshlutar af fasteignamati lóðar frá 1. desember 2014.
Heitt vatn
Eftirfarandi gjaldskrá hitaveitu frá 1. desember 2014.
Gjaldskrá Hitaveitu Seltjarnarness frá 1. desember 2014
Verð í krónum pr. tonn
Heitt vatn til húshitunar Kr. 76,00,-
Heitt vatn til snjóbræðslu Kr. 76,00,-
Heitt vatn til iðnaðar Kr. 76,00,-
Fastagjald Kr. 19,00,-
Grunngjald til viðbótar á grunngjald
Gjald á heimæð fyrir hús allt að 300m³ að stærð kr. 187.500,-
Gjald á heimæð fyrir hús 300m³ til 1000m³ að stærð kr. 226,- p. m³
Gjald á heimæð fyrir hús 1000m³ og yfir að stærð kr. 151,- p. m³
Einn rennslismælir á grind kr. 55.820,-
Gjaldskrárbreytingar, frá-, vatns- og hitaveitu bornar upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: ÁE, -
Fundargerð 12. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 821. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 140. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 343. fundar stjórnar Sorpu bs.
Fundargerðin lögð fram. -
a)Lögð fram tillaga Guðmundar Ara Sigurjónssonar, Samfylkingu, um að laun bæjarfulltrúa verði endurskoðuð út frá störfum í nefndum.
Forseti leggur til að tillaga GAS vísað til bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: ÁE
Fundi var slitið kl. 17:53