Fara í efni

Bæjarstjórn

15. apríl 2014

Þriðjudaginn 15. apríl 2014 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

 

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson, setti fund og stjórnaði.

  1. Lagður var fram ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2013, fyrri umræða.
    Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri fylgdi úr hlaði ársreikningi Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2013.
    Auðunn Guðjónsson endurskoðandi KPMG gerði grein fyrir helstu niðurstöum reikningsins, lykiltölum og endurskoðunarskýrslu.
    Bæjarstjóri lagði til að vísa ársreikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn og færði starfsmönnum bæjarins þakkir fyrir þeirra hlut í mun betri afkomu bæjarins en áætlanir gerðu ráð fyrir.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi Seltjarnarnesbæjar 2013 til annarrar og síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar, sem er 30. apríl 2014.
    Til máls tóku: ÁH, ÁE
  2. Fundargerð 490. fundar Fjárhags- og launanefndar.
    Fundargerðin sem er 11 tl. er samþykkt samhljóða.
  3. Fundargerð 491. fundar Fjárhags- og launanefndar.
    Fundargerðin sem er 1 tl. er samþykkt samhljóða.
  4. Fundargerð 8. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 8 voru borin upp til staðfestingar:
    Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar.

    Mál.nr.
    2013050030
    Heiti máls: Deiliskipulag Kolbeinsstaðamýri
    Lýsing:  Deiliskipulagstilllögur vegna Kolbeinsstaðamýri lagðar fram að fengnum ábendingum nefndarinnar og breytingum sem unnar hafa verið í framhaldi.
    Afgreiðsla:  Samþykkt með 3 atkvæðum, en Stefán Bergmann sat hjá, að gerðum ákveðnum breytingum og vísað til Bæjarstjórnar til ákvörðunar um auglýsingu tillögu um deiliskipulag .
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í Lögbirtingablaði og dagblaði sem er gefið út á landsvísu. Auglýsingartími skal vera a.m.k. 6 vikur. 
    Til máls tóku: MLÓ, ÁE, BTÁ, ÁH, SEJ

    Málsnúmer 2013060013
    .
    Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis 2014-2040. Hrafnkell Proppé kynnti drögin sem nú eru á vinnslustigi fyrir nefndinni.
    Bæjarstjóri lýsti yfir ánægju sinni með að litið er á höfuðborgarsvæðið sem eitt búsetusvæði með sameiginleg grunnkerfi þar sem gert er ráð fyrir í núverandi vinnslustigi nýtt hágæðakerfi almenningssamgangna þar sem kjarnar allra sveitarfélaganna eru tengdir saman með samgöngu- og þróunarási.
    Til máls tóku: ÁH, ÁE, BTÁ
  5. Fundargerð 372. fundar Íþrótta- og tómstundaráðs.
    Fundargerðin lögð fram.
  6. Fundargerð 110. fundar Veitustofnana.
    Fundargerðin lögð fram.
  7. Fundargerð 1. fundar stjórnar Eigendafélags Félagsheimilis Seltjarnarness.
    Fundargerðin lögð fram.
  8. Fundargerð 194. fundar stjórnar Strætó bs.
    Fundargerðin lögð fram.
  9. Fundargerð 333. fundar stjórnar SORPU bs.
    Fundargerðin lögð fram.
  10. Fundargerð 814. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
    Fundargerðin lögð fram.
  11. Fundargerð 44. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðb.svæðisins.
    Fundargerðin lögð fram.
  12.  a)   Lögð var fram umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis NK veitinga slf.
    Bæjarstjórn Seltjarnarness gerir ekki athugasemd við útgáfu á leyfinu.
    Samþykkt samhljóða.

    b)     Lögð var fram samþykkt um kattahald á Seltjarnarnesi.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða samþykkt um kattahald á Seltjarnarnesi sem tekur gildi 1. janúar 2015.

    c)     Lögð var fram Umhverfisstefna Seltjarnarnesbæjar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða endurskoðaða Umhverfisstefnu Seltjarnarnesbæjar sem tekur gildi 1. júlí 2014.
    Til máls tóku: ÁH, ÁE, GM, MLÓ, SEJ.


Fundi var slitið kl. 18:02

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?