Miðvikudaginn 12. mars 2014 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).
Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.
- Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson, setti fund og stjórnaði.Fundargerð 488. fundar Fjárhags- og launanefndar.
Fjárhags- og launanefnd leggur til við bæjarstjórn að Gísli Hermannsson verði ráðinn sviðstjóri umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu Fjárhags- og launanefndar um að Gísli Hermannsson verkfræðingur, verði ráðinn í starf sviðstjóra umhverfissviðs. Bæjarstjórn býður nýjan sviðstjóra velkominn til starf. - Fundargerð 489. fundar Fjárhags- og launanefndar.
Töluliður nr. 1 málsnúmer 2013100048 Lóð Hrólfsskálamelur 1-7.
Bæjarstjóri kynnti tilboð sem borist hafa í lóð bæjarins, Hrólfsskálamel 1-7.
F&L samþykkir að taka tilboði B og felur bæjarstjóra að ganga til samninga við tilboðsgjafa með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar 12. mars nk. Einnig er bæjarstjóra falið að ganga til samninga um sölu á bílastæðum sem tilheyra Hrólfsskálamel 1-7 í samræmi við umræður á fundinum.
Fjárhags- og launanefnd leggur til við bæjarstjórn að kauptilboð B frá Novus fasteignafélagi slhf. kt. 650613-1200, í byggingarréttinn að Hrólfsskálamel 1-7 að fjárhæð kr. 327.500.000.-, þrjúhundruðtuttuguogsjömilljónirogfimmhundruðþúsundkrónur verði samþykkt. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka kauptilboðinu í lóðina Hrólfsskálamelur 1-7 frá Novus fasteignafélagi slhf. kt. 650613-1200.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum samkomulag um kostnaðarskiptingu við Tenor ehf. vegna verklegra framkvæmda við byggingu bílageymslu vegna lóðarinnar Hrólfsskálamels 1-7, sem þegar hafa átt sér stað.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum verksamning um byggingu bílageymslu á lóðinni Hrólfsskálamelur 1-7, á milli Seltjarnarnesbæjar kt. 560269-2429, og Tenors ehf., kt. 461089-1359 annars vegar og GG-verk ehf., kt. 660606-1570, hins vegar.
Aðrir liðir fundargerðinnar sem eru 2-11 tl. eru samþykktir samhljóða. - Fundargerð 260. fundar Skólanefndar.
- Fundargerð 384. fundar Fjölskyldunefndar.
- Fundargerð 336. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðb.svæðisins.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 332. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerðir 191., 192. og 193. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðirnar lagðar fram. - Fundargerð 813. fundar stjórnar sambands ísl. sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram.
Fundi var slitið kl. 17:07