Fara í efni

Bæjarstjórn

26. febrúar 2014

Miðvikudaginn 26. febrúar 2014 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson, setti fund og stjórnaði.

  1. Fundargerð 487. fundar Fjárhags- og launanefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  2. Fundargerð 6. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

    Bæjarstjórn staðfestir lið nr. 2 í fundargerð, samhljóða.

  3. Fundargerð 129. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  4. Fundargerð 42. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

  5. Tillögur og erindi:
    a) Deiliskipulag Melshúsatúns, forsendur og lýsing við gerð deiliskipulags.
    Lögð var fram lýsing á deiliskipulagi Melshúsatúns, þ.e. Selbraut, Sólbraut, Sæbraut, Hrólfsskálavör og Steinavör, unnin af Kanon arkitektum.
    Bæjarstjórn samþykkir lýsinguna og að hún verði kynnt almenningi og hagsmunaaðilum á almennum íbúafundi fyrir íbúa bæjarfélagsins í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fimmtudaginn 27. febrúar kl. 17:30.
    Samþykkt samhljóða.

Fundi var slitið kl. 17:04

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?