Fara í efni

Bæjarstjórn

30. október 2013

Miðvikudaginn 30. október   2013 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson, setti fund og stjórnaði.

  1. Lögð var fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2014-2017.
    Drög að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2014-2017 eru send til bæjarstjórnar frá Fjárhags- og launanefnd sem fjallaði um drögin á 481. fundi sínum þann 28. október sl.

    Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór hann yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árin 2014-2017 og gerði grein fyrir helstu atriðum eins og þau voru kynnt á fundi fjárhags- og launanefndar.  Bæjarstjóri þakkaði að lokum starfsmönnum fyrir framlag þeirra við undirbúning áætlunarinnar.
    Til máls tóku: ÁH, ÁE, MLÓ

    Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2014-2017 til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 13. nóvember nk.

    Tillaga vegna fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2014

    Undanfarin ár hefur Seltjarnarnesbær þurft að gæta aðhalds í rekstri bæjarins og hagrætt til hins ýtrasta. Aðgæsla hefur verið á öllum sviðum en jafnframt reynt að verja grunnþjónustuna. Það er jákvætt hversu vel hefur tekist til, enda hafa allar stofnanir og starfsfólk bæjarins lagt sitt lóð á vogarskálarnar.
    Hins vegar er það svo að hagræðingar og sparnaðar til lengri tíma hefur áhrif á innviði bæjarins og uppsöfnuð þörf gerir vart við sig fyrir ýmsar  úrlausnir og úrbætur sem tengjast þróun starfs, betri starfsaðstöðu og þessi uppsafnaða þörf getur einnig valdið þreytu í starfi og stöðvað frekari þróun.
    Þess vegna legg ég fram tillögu að hugmynd sem ég óska eftir að tekin verði fyrir á milli umræðna um fjárhagsáætlun. Hún gengur út á það að búið verði til svigrúm til að stofna uppbyggingasjóð bæjarins sem stofnanir bæjarins geta sótt í með sérstakar úrbætur en ekki til venjubundins reksturs. Markmið sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu innviða bæjarins. Með því að stofna sjóð sem þennan er einnig hægt að minnka það aukafjármagn til muna sem nú er veitt í hin ýmsu verkefni. Lagt er til að fjármögnunin komi frá nýlegri sölu lóðarinnar á Hrólfskálamel en fleiri leiðir mætti skoða.
    Margrét Lind Ólafsdóttir
  2. Fundargerð 481. fundar Fjárhags- og launanefndar.
    3.tl. bréf SSH varðandi tillögu að eigendasamkomulagi aðildarsveitarfélaga

    Sorpu bs. um framtíðarlausnir vegna meðhöndlunar úrgangs, dags. 21.10.2013. 
    Lögð fram tillaga að eigendasamkomulagi Sorpu bs. um framtíðarlausnir vegna meðhöndlunar úrgangs sem m.a. byggir á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009/2020 og skiptist í tvo meginkafla. a) Aðgerðir vegna starfsemi SORPU bs. í Álfsnesi, þ.e. uppbyggingu gas- og jarðgerðarstöðvar, aðgerða og tímasetninga við lokun á Gými, móttöku og förgun á lyktarsterkum úrgangi og aðgerðar- og tímaviðmiðum vegna lokunar urðunarstaðar í Álfsnesi. b) Mótun framtíðarstefnu og mögulegs samstarfs sorpsamlaga sem standa að svæðisáætlun um meðhöndlun og förgun úrgangs 2009/2020 um markvissar aðgerðir á grundvelli megintillagna í svæðisáætluninni.

    F&L samþykkir eigendasamkomulagið fyrir sitt leyti en gerir fyrirvara um endanlegan kostnað en í samkomulaginu er gengið út frá því að hann verði  um 2 milljarðar króna. F&L samþykkir tillöguna með ofangreindum fyrirvara og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eigendasamkomulagið  en gerir fyrirvara um endanlegan kostnað en í samkomulaginu er gengið út frá því að hann verði um 2 milljarðar króna.

    5.tl. Drög að samkomulagi varðandi tilraunaverkefni um sameiginlegar 
    bakvaktir í barnaverndarmálum.  F&L vísar samningnum til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða drög að samkomulagi um að vinna saman að 
    tilraunaverkefni um sameiginlegar bakvaktir í barnaverndarmálum með sveitarfélögum innan SSH.

    8.tl. Bréf SSH varðandi nýjan samstarfssamning um rekstur Skíðasvæða 
    höfuðborgarsvæðisins, dags. 09.10.2013. 
    Stjórn SSH leggur til við samstarfs sveitarfélögin varðandi rekstur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins að rekstur skíðasvæðisins í Bláfjöllum verði með svipuðu sniði á árinu 2013 og að Skálafell verði opið um helgar. Kostnaðarskipting milli sveitarfélaga vegna reksturs taki mið af íbúafjölda í sveitarfélögunum 1. desember 2012. Nýr samningur taki gildi frá og með 1. janúar 2014. F&L samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja samstarfssamning um  reksturs skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða nýjan samstarfssamning um rekstur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

    9.tl. Bréf Sorpu dags. 02.10.2013 varðandi samning við Endurvinnsluna 
    hf. um móttöku á skilagjaldsskyldum umbúðum.
    Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sorpu bs. dags. 2.10.2013 um heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 160 mkr. til 11 ára. F&L samþykkir hér með að veita Sorpu bs., sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda og hlutfallslega ábyrgð miðað við eignarhluti 31. desember 2012 í Sorpu bs. vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð  160 mkr. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga.  Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum.  Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við endurvinnslustöðvar Sorpu bs., sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. F&L samþykkir fyrir sitt leyti heimild til lántöku og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

    ,,Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir hér með að veita Sorpu bs. sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda og hlutfallslega ábyrgð miðað við eignarhluti 31. desember 2012 í Sorpu bs. vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 160.000.000 kr. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 1. mr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórn lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýts af vanskilum. Er lánið tekið til að framkvæma framkvæmdir við endurvinnslustöðvar Sorpu bs. sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
    Bæjarstjórn skuldbindur hér með sveitarfélagið sem einn af eigendum Sorpu bs. til að selja ekki félagið að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að Seltjarnarnesbær selji eignarhlut í Sorpu bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Seltjarnarnesbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
    Bæjarstjórn samþykkir að veita Ásgerði Halldórsdóttur, kt. 060656-5929, fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Seltjarnarnesbæjar veitingu ofangreindrar veðtryggingar og til þess að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessarar.“

    Fundargerðin sem er 16 tl. er samþykkt að öðru leyti samhljóða.
    Til máls tóku: ÁE, ÁE, GM, SEJ,
  3. Fundargerð 2. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 2 voru borin upp til staðfestingar:
    Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar.

    1. Mál.nr:  2013090077
    Heiti máls: Umferðaljós og hljóðmerki, hindranir í leið gangandi vegfaranda.
    Málsaðili: Arnþór Helgason
    Lýsing:  Erindi um umferðaljós, hljóðmerki og hindranir í leið gangandi vegfarenda.
    Afgreiðsla:   Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til bæjarstjórnar.
    Samþykkt samhljóða.

    2. Mál.nr:
    2013100044
    Heiti máls: Hrólfsskálamelur deiliskipulagsbreyting vegna hliðrunar
    Málsaðili: Tenór ehf
    Lýsing: Hrólfsskálamelur, Suðurströnd breyting á deiliskipulagi vegna hliðrunar á húsinu Hrólfsskálamelur 10-18
    Afgreiðsla:   Samþykkt að vísa til bæjarstjórnar um auglýsingu að leiðréttum uppdrætti.
    Samþykkt samhljóða.

    3. Mál.nr: 
    2013010037
    Heiti máls: Erindisbréf Skipulags- og umferðarnefndar
    Lýsing:  Erindisbréf til umfjöllunar eftir að ný samþykkt um afgreiðslur mála hjá Seltjarnarnesbæ birtist í stjórnartíðindum.
    Afgreiðsla:   Samþykkt en skipulagsstjóra falið að breyta orða nokkrar breytingar og bæta inn vísun til Hafnarlaga á viðeigandi stað.

    Erindisbréf fyrir skipulags- og umferðarnefnd Seltjarnarness samþykkt samhljóða með áorðum breytingum sem fram komu á fundi nefndarinnar.
  4. Fundargerð 258. fundar Skólanefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
    Samþykkt samhljóða að vísa skýrslu skv. lið 5 til F&L.
    Til máls tóku: SEJ, ÁH
  5. Fundargerð 368. fundar Íþrótta- og tómstundaráðs.
    Fundargerðin lögð fram.
    Til mál tóku: LBL, ÁE, MLÓ
  6. Fundargerð 108. fundar Veitustofnunar.
    5.tl. Hækkun á gjaldskrá, Bæjarstjórn staðfestir hækkun sem fram kemur á fundi Veitustofnunar, samþykkt samhljóða.

    Breytingar eru gerðar á eftirfarandi liðum 3. gr. í kafla II.
    Vatnsgjald fyrir hvern rúmmetra til húshitunar kr. 71,00
    Vatnsgjald fyrir hvern rúmmetra til snjóbræðslu kr. 71,00
    Vatnsgjald fyrir hvern rúmmetra til iðnaðar kr. 71,00
    Verð fastagjalds pr. dag kr.18,08

    Breytingar í 5. gr. kafla III eru eftirfarandi:
    Fast gjald á heimæð fyrir hús allt að 300 m³ að stærð kr. 178.500,00 í kr.
    Umframgjald fyrir hús að stærð 300-1.000 m³ kr. 215 pr. m³.
    Umframgjald fyrir hús að stærð yfir 1.000 m³ kr. 144 pr. m³.
    1 rennslismælir á grind kr. 53.160,00.

    Fundargerðin lögð fram.
  7. Fundargerð 3. fundar Félagsheimilis Seltjarnarness.
    Fundargerðin lögð fram.
  8. Fundur í stjórn Reykjanesfólkvangs.
    Fundargerðin lögð fram.
  9. Fundargerðir 325. og 326. fundar stjórnar SORPU bs.
    Fundargerðirnar lagðar fram.
  10. Fundargerðir 393. og 394. fundar stjórnar SSH.
    Fundargerðirnar lagðar fram.
  11. Fundargerð 125. fundar Slökkviliðs höfuðb.svæðisins bs.
    Fundargerðin lögð fram.
  12. Fundargerð 38. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
    Fundargerðin lögð fram.
  13. Tillögur og erindi:
    A)                Sandskeið.
    Þann 5. maí 1938 veitti hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps Svifflugfélaginu leyfi til að reisa flugskýli á Sandskeiðinu í afrétt hreppsins og jafna helstu ójöfnur þar.
    Nú biður Svifflugfélagið um heimild til að flytja þrjár lausar kennslustofur á Sandskeið.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðið leyfi.

    B)               
    Lögð var fram breyting á viðauka  nr. 2, í bæjarmálasamþykkt undir 1. gr. þar sem bætt hefur verið við. Skipulagsstjóri vinnur og afgreiðir öll mál er falla undir lög um mannvirki nr. 106/2010.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á viðauka nr. 2.

    C)               
    Deiliskipulag Strandahverfis, forsendur og lýsing við gerð deiliskipulags.
    Lögð var fram lýsing á deiliskipulagi Strandahverfis unnin af Ask arkitektum.
    Bæjarstjórn samþykkir lýsinguna og að hún verði kynnt á almenningi og hagsmunaaðilum á almennum íbúafundi fyrir íbúa bæjarfélagsins í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fimmtudaginn 31. október kl. 17:30.
    Samþykkt samhljóða.

Fundi var slitið kl. 17:30

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?