Fara í efni

Bæjarstjórn

11. september 2013

Miðvikudaginn 11. september 2013 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (SSB).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson, setti fund og stjórnaði.

  1. Fundargerð 5. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
    Fundargerðin lögð fram.

  2. Fundargerðir 391. og 392. fundar stjórnar SSH.
    Fundargerðirnar lagðar fram.

  3. Fundargerð 322. fundar stjórnar SORPU bs.
    Fundargerðin lögð fram.

  4. Fundargerð 11. fundar undirbúningshóps um stækkun fimleikahúss.
    Fundargerðin lögð fram.

  5. Tillögur og erindi:

    1. 2. tl. úr fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 23. júlí sl. tekinn fyrir.

      Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis v/Unnarbrautar 20 til stækkunar á byggingarreit um ca. 25 fm.

      Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingu og sendir deiliskipulagstillöguna í auglýsingu samkvæmt 1. málsgrein 43.greinar Skipulagslaga nr.123/2010.

      Samþykkt samhljóða

    2. Samþykkt um stjórn bæjarfélags Seltjarnarnesbæjar lögð fram.

      Bæjarstjórn staðfestir að nýju bæjarmálasamþykkt, þar sem tekið hefur verið tillit til ábendinga ráðuneytisins.

      Samþykkt samhljóða

      Til máls tóku: ÁH, ÁE

    3. Málefni Hjúkrunarheimilis Seltjarnarness.

      Bæjarstjórn samþykkir einróma nýtt staðarval á lóð fyrir hjúkrunarheimili. Staðsetning hefur verið valin lóð við Safnatröð, lóðin afmarkast af Sefgörðum til norðvesturs, raðhúsalóðum við Nesbala til vesturs og lyfjafræði- og lækningaminjasöfnum til suðurs og austurs. Nákvæm lóðarmörk liggja ekki fyrir, en gert er ráð fyrir að á þessu svæði megi afmarka allt að 10.000 m2 lóð fyrir byggingu á nýju hjúkrunarheimili við norðurtún Nes II á móts við Lækningaminjasafnið. Stefnt er að taka það í notkun á árinu 2015. Heimilið gerir ráð fyrir 30 íbúðum í nýju hjúkrunarheimili við bestu aðstæður sem völ er á.

      Seltjarnarnesbær annast hönnun og byggingu heimilisins í samráði við Framkvæmdasýslu ríkisins og Velferðarráðuneytið. Björn Guðbrandsson arkitekt frá Arkís ehf. er arkitekt hússins en stofan hefur kynnt sér sérstaklega Eden – hugmyndafræðina.

      Bæjarstjóra falið að undirbúa verkefnið og ræða við þá aðila sem málið varða.

      Til máls tóku: ÁH, ÁE, SSB, SEJ, LBL, GM, BTÁ

      Bókun v liðar 5.c

      Sú niðurstaða sem nú liggur fyrir um staðsetningu fyrirhugaðs hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi við Sefgarða, þ.e. á milli Sefgarða og lyfjafræðisafns, byggist á því að aðrir staðsetningarkostir hafa ekki reynst mögulegir eða eru lakari. Fyrir liggur nú að meta endanlega hvort byggingin rúmast, svo vel sé, innan skipulags svæðisins eða hvort aðrir annmarkar séu til staðar.

      Staðsetning við Sefgarða er mun lengra frá miðju bæjarins en fyrri hugmynd um starfsemi hjúkrunarheimilisins byggðist á, þar sem m.a. var horft til annarrar þjónustu í bænum, en á móti kunna að koma aðrir kostir, s.s. möguleiki á að reisa heimilið að mestu á einni hæð. Þó er ljóst að vinna þarf nýja tillögu að hjúkrunarheimili fyrir þessa lóð, þar sem hún er mjög ólík lóðinni við Seltjarnarneskirkju sem fyrirliggjandi teikning að hjúkrunarheimili miðaðist við.

      Árni Einarsson

    4. Bæjarfulltrúi Neslista

    5. Málefni Ungmennaráðs Seltjarnarness.

      Vísað til fjárhags og launanefndar.

    Fundi var slitið kl. 17:26

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?