Miðvikudaginn 26. júní 2013 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (SSB).
Ritari bæjarstjórnar, Ásgerður Halldórsdóttir ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson, setti fund og stjórnaði.
Vegna tæknilegra örðugleika var ekki hægt að senda fundinn út beint.
-
Samþykkt um stjórn Seltjarnarnesbæjar og fundarsköp Seltjarnarnesbæjar lögð fram til síðari umræðu.
Til máls tóku: ÁE, GM SEJ, SSB, ÁH og BTÁ.
Bæjarstjórn samþykkir samþykkt um stjórn Seltjarnarnesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar.
Bæjarstjórn samþykktir einnig breytingu á heiti sveitarfélagsins sem nú er Seltjarnarneskaupstaður í Seltjarnarnesbæ og fá staðfestingu ráðuneytisins samkv. 5. gr. sveitarstjórnarlaga.
-
Fundargerð 476. fundar Fjárhags- og launanefndar.
Fundargerðin sem er 7 tl. er samþykkt samhljóða.
Fundargerð 477. fundar Fjárhags- og launanefndar.
Fundargerðin sem er 6 tl. er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: SEJ
-
Fundargerð 25. fundar Jafnréttisnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku:
-
Aðalfundur Félagsheimilis Seltjarnarness.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku:
-
Fundargerð 4. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
Fundargerðin lögð fram.
-
Tillögur og erindi:
-
Bréf SSH dags. 5. júní 2013 varðandi svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, verkefnislýsing skipulagsgerðar og umhverfismats. Bæjarstjórn vísar bréfinu ásamt verkefnislýsingu svæðisskipulagstillögu til umfjöllunar skipulagsnefndar.
Til máls tóku: ÁH .
-
Lagt fram samþykkt frumvarp Skipulagsskrár Eirar, dags. 12. júní 2013.
-
Breyttur skipulagsuppdráttur v/deiliskipulags Hrólfsskálamels/Suðurstrandar v/athugasamda Skipulagsstofnunar lagt fram.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða breyttan skipulagsuppdrátt vegna deiliskipulags Hrólfsskálamels/Suðurstrandar vegna athugasemda Skipulagsstofnunar.
Til máls tóku: BTÁ.
-
Deiliskipulag Bollagarðar/Hofgarða, forsendur og lýsing við gerð deiliskipulags. Lögð fram lýsing á deiliskipulagi Bollagörðum/Hofgörðum unnin af Batterý arkitektum. Bæjarstjórn samþykkir lýsinguna og að hún verði kynnt almenningi og hagsmunaaðilum á almennum íbúafundi fyrir íbúa bæjarfélagsins í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fimmtudaginn 27. júní kl. 17:30. Til máls tóku: ÁH. Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: BTÁ.e.Tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar.
Með vísan til 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykkir bæjarstjórn að fella niður reglulegan fund í sumarleyfi bæjarstjórnar 10. júlí nk. Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: BTÁ.
Fundi var slitið kl. 17:25