Fara í efni

Bæjarstjórn

26. júní 2013

Miðvikudaginn 26. júní 2013 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (SSB).

Ritari bæjarstjórnar, Ásgerður Halldórsdóttir ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson, setti fund og stjórnaði.

Vegna tæknilegra örðugleika var ekki hægt að senda fundinn út beint.

  1. Samþykkt um stjórn Seltjarnarnesbæjar og fundarsköp Seltjarnarnesbæjar lögð fram til síðari umræðu.

    Til máls tóku: ÁE, GM SEJ, SSB, ÁH og BTÁ.

    Bæjarstjórn samþykkir samþykkt um stjórn Seltjarnarnesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar.

    Bæjarstjórn samþykktir einnig breytingu á heiti sveitarfélagsins sem nú er Seltjarnarneskaupstaður í Seltjarnarnesbæ og fá staðfestingu ráðuneytisins samkv. 5. gr. sveitarstjórnarlaga.

  2. Fundargerð 476. fundar Fjárhags- og launanefndar.

    Fundargerðin sem er 7 tl. er samþykkt samhljóða.

    Fundargerð 477. fundar Fjárhags- og launanefndar.

    Fundargerðin sem er 6 tl. er samþykkt samhljóða.

    Til máls tóku: SEJ

  3. Fundargerð 25. fundar Jafnréttisnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku:

  4. Aðalfundur Félagsheimilis Seltjarnarness.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku:

  5. Fundargerð 4. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.

    Fundargerðin lögð fram.

  6. Tillögur og erindi:

  1. Bréf SSH dags. 5. júní 2013 varðandi svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, verkefnislýsing skipulagsgerðar og umhverfismats. Bæjarstjórn vísar bréfinu ásamt verkefnislýsingu svæðisskipulagstillögu til umfjöllunar skipulagsnefndar.

    Til máls tóku: ÁH .

  2. Lagt fram samþykkt frumvarp Skipulagsskrár Eirar, dags. 12. júní 2013.

  3. Breyttur skipulagsuppdráttur v/deiliskipulags Hrólfsskálamels/Suðurstrandar v/athugasamda Skipulagsstofnunar lagt fram.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða breyttan skipulagsuppdrátt vegna deiliskipulags Hrólfsskálamels/Suðurstrandar vegna athugasemda Skipulagsstofnunar.

    Til máls tóku: BTÁ.

  4. Deiliskipulag Bollagarðar/Hofgarða, forsendur og lýsing við gerð deiliskipulags. Lögð fram lýsing á deiliskipulagi Bollagörðum/Hofgörðum unnin af Batterý arkitektum. Bæjarstjórn samþykkir lýsinguna og að hún verði kynnt almenningi og hagsmunaaðilum á almennum íbúafundi fyrir íbúa bæjarfélagsins í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fimmtudaginn 27. júní kl. 17:30. Til máls tóku: ÁH. Samþykkt samhljóða.
    Til máls tóku: BTÁ.

    e.Tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar.
    Með vísan til 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykkir bæjarstjórn að fella niður reglulegan fund í sumarleyfi bæjarstjórnar 10. júlí nk. Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: BTÁ.

Fundi var slitið kl. 17:25

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?