Miðvikudaginn 12. júní 2013 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (SSB).
Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Lárus B. Lárusson, setti fund og stjórnaði.
- Samþykkt um stjórn Seltjarnarneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar Bæjarmálasamþykkt, fyrri umræðu.
Til máls tóku: ÁE
Bæjarstjórn samþykkir að vísa bæjarmálasamþykktinni til síðari umræðu í bæjarstjórn 26. júní nk. - Fundargerð 475. fundar Fjárhags- og launanefndar.
Fundargerðin sem er 17 tl. er samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir, 2. tl. fundargerðar 471, viðauka 2 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 1.800.000. vegna standsetningar á ungmennahúsi. Vísað er til 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
Viðauki við 2.tl. fundargerðar, samþykktur samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir, 2. tl., viðauka 3 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 5.000.000. vegna íþróttafélagsins Gróttu. Vísað er til 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
Viðauki við 2.tl. fundargerðar, samþykktur samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir, 3. tl., viðauka 4 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 4.200.000. vegna hreystivallar við Valhúsaskóla. Vísað er til 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
Viðauki við 3.tl. fundargerðar, samþykktur samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir, 5. tl., viðauka 5 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 2.800.000. vegna smábátahafnar. Vísað er til 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
Viðauki við 5.tl. fundargerðar, samþykktur samhljóða.
Bæjarstjórn tekur undir bókun fjárhags- og launanefndar.
Til máls tóku: ÁE, ÁH, SSB, LBL - Fundargerðir 187. og 188. fundir Skipulags- og mannvirkjanefndar.
Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 187. og 188 voru borin upp til staðfestingar.
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar.
Mál.nr: 2013050052
Heiti máls: Hrólfsskálavör 8 stækkun glugga.
Málsaðili: Helgi Þorsteinsson
Lýsing: Sótt er um byggingarleyfi við húsið Hrólfsskálavör 8 vegna áforma um stækkun glugga, gerð svala og fleira.
Afgreiðsla: Samþykkt, samræmist byggingaskilmálum. Lokaúttekt áskilin.
Samþykkt samhljóða
Mál.nr. 2013060016
Heiti máls: Deiliskipulag Vestursvæðis.
Lýsing: Drög að lýsingu deiliskipulagsverkefnis fyrir Vestursvæði að Lindarbraut.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir drögin til íbúakynningar.
Samþykkt samhljóða
Mál.nr: 2013050050
Heiti máls: Hrólfsskálamelur 10-18 ýmsar breytingar á íbúðum.
Málsaðili: Tenór ehf.
Lýsing: Sótt um byggingarleyfi vegna áforma um ýmsar smávægilegar breytingar á íbúðum í húsinu að Hrólfsskálamel 10-18 frá fyrri samþykkt.
Afgreiðsla: Samþykkt. Lokaúttekt áskilin.
Samþykkt samhljóða
Mál.nr: 2013050042
Heiti máls: Smábátahöfn og sjóvarnir.
Málsaðili: Seltjarnarnesbær.
Bæjarverkfræðingur óskar framkvæmdaleyfi til að halda áfram gerð varnargarða við Smábátahöfn.
Afgreiðsla: Samþykk að veita framkvæmdaleyfi til að ljúka syðri garði samkvæmt teikningum Lofts Árnasonar frá 1988 og bæjarverkfræðingi falið að hafa eftirlit með framkvæmdum og úttekt á lokafrágangi.
Samþykkt með fjórum atkvæðum og einn sat hjá.
Bókun Samfylkingar vegna liðar nr. 1 um smábátahöfn og sjóvarnir.
Undirrituð fagnar því að fara eigi af stað með framkvæmdir við höfnina þannig að fleiri geti notað þessa aðstöðu en geri nokkrar athugasemdir varðandi verklag við beiðni um framkvæmdaleyfi. Þær teikningar sem lagðar eru til grundvallar vegna núverandi framkvæmdar eru frá árinu 1988 en núverandi hafnarmannvirki er nokkuð breytt frá þeim teikningum. Ekkert verkfræðilegt mat liggur fyrir um hvaða áhrif fyrri breytingar á höfn hafa á núverandi verk. Ég vek athygli á tveimur bókunum vegna málsins, hjá Skipulags- og mannvirkjanefnd, auk ábendinga í fundargerð Umhverfisnefndar um vöntun á kynningu á verkefninu. Hefði talið mun betra að fá verkfræðilega úttekt á verkinu og svo mat Siglingastofnunar á því, enda ætti það að falla undir sjóvarnir.
Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir
Mál.nr: 2012080003
Heiti máls: Deiliskipulag Vesturhverfis breytinga vegna Miðbrautar 34.
Málsaðili: Árný Davíðsdóttir.
Afgreiðsla: Nefndin hefur kynnt sér málavexti og hafnar áformum um hálfa efri hæð vegna grenndaráhrifa.
Samþykkt samhljóða
Til máls tóku: ÁH, SSB - Fundargerð 380. fundar Félagsmálaráðs.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 366. fundar Íþrótta- og tómstundaráðs.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 244. fundar Umhverfisnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: SSB, ÁE, ÁH, GM, SEJ.
Bókun Samfylkingar vegna liðar 4 um sjóvörn í Gróttu.
Undirrituð tekur undir með ákvörðun Umhverfisnefndar vegna flutnings grjóts í Gróttu. Ekki hafa verið lögð fram nein formleg gögn eða skriflegt viðbrögð Siglingastofnunar og Umhverfistofnunar varðandi uppbyggingu sjóvarnargarðs við Gróttu, né geymslu á grjóti á friðlýstu svæði. Ákvörðun um staðsetningu grjótsins svo og tímasetning framkvæmda á viðkvæmu varplandi ætti að skipta höfumáli þegar ákvörðun er tekin um framkvæmd, en upplýsingar um þá þætti vantar. Einnig vantar upp á verklýsingu, teikningar, magn og fleira sem telja mætti nauðsynlegt til grundvallar slíku verki og er skilyrði Umhverfisstofnunar fyrir því að leyfðar séu framkvæmdir á friðlýstu svæði. Tel ég mjög mikilvægt að fullt samráð um framkvæmdina sé haft við fagnefndina sem með málefni Gróttu fer, það er Umhverfisnefnd.
Þegar kemur að friðlýstu svæði á Seltjarnarnesi verður náttúran að njóta vafans og vinnubrögð að vera til fyrirmyndar. Því tel ég nauðsynlegt að fresta þessari framkvæmd.
Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir. - Fundargerð 107. fundar Veitustofnana.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: - Fundargerð 2. fundar Félagsheimilis Seltjarnarness.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 331. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 122. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 806. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 320. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 390. fundar stjórnar SSH.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: ÁE, ÁH - Fundargerð 35. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram. - Tillögur og erindi:
a) Lagt er til að bæjarstjórn samþykki að veita einfalda og hlutfallslega ábyrgð miðað við eignarhluti 31. desember 2012 í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs. vegna 254.000.000 kr. lántöku fyrirtækisins hjá Lánasjóði sveitarfélaga til 21 árs í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er einföld og hlutfallsleg ábyrgð þessi veitt skv. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og veitir borgarstjórn Lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar ofangreindri ábyrgð skv. heimils í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til byggingar á nýrri slökkvistöð við Skarhólabraut í Mosfellsbæ, sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að veita einfalda og hlutfallslega ábyrgð miðað við eignarhluti 31.12.2012 í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins vegna 254. mkr. lántöku.
Til máls tók: ÁH
b) Lagt fram bréf dagsett 05/06/13 frá SSH varðandi mótun nýs samstarfssamnings um rekstur og stjórnun Reykjanesfólkvangs.
Til máls tók: ÁH, ÁE
Bæjarstjórn vísar bréfinu ásamt tillögum að næstu skrefum um framtíð Reykjanesfólkvangs til umfjöllunar umhverfisnefndar.
c) Lögð fram svör við athugasemdum við deiliskipulag Bygggarðasvæðis skv. drögum sem samþykkt voru á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar.
Til máls tók: ÁH
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögur um svör frá skipulags- og mannvirkjanefnd vegna deiliskipulags Bygggarðasvæðis. Skipulagsstjóra falið að senda svörin til íbúa og afrit ásamt deiliskipulagstillögu til umsagnar Skipulagsstofnunar.
d) Lögð fram svör við athugasemdum við deiliskipulag Lambastaðahverfis skv. drögum sem samþykkt voru á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar.
Til máls tók: ÁH
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða smávægilega breytingu á deiliskipulagstillögum og tillögur um svör frá skipulags- og mannvirkjanefnd vegna deiliskipulags Lambastaðahverfis. Skipulagsstjóra falið að senda svörin til íbúa og afrit á ásamt deiliskipulagstillögu með smávægilegri breytingu til umsagnar Skipulagsstofnunar.
e) Kosning forseta bæjarstjórnar og 1. og 2. varaforseta til eins árs.
Tillaga um að Bjarni Torfi Álfþórsson sem forseta bæjarstjórnar, 1. varaforseti Guðmundur Magnússon og 2. varaforseti Sigrún Edda Jónsdóttir, samþykkt með 4 atkvæðum meirihlutans, tveir sátu hjá.
Fundi var slitið kl. 17:35