Fara í efni

Bæjarstjórn

13. mars 2013

Miðvikudaginn 13. mars 2013 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (SSB).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Lárus B. Lárusson, setti fund og stjórnaði.

  1. Fundargerð 469. fundar Fjárhags- og launanefndar.
    Fundargerðin sem er 12tl. er lögð fram.

    Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar lagði fram eftirfarandi bókun:
    Undirrituð vill gera eftirfarandi athugasemdir við vinnulag og ferli ákvarðana varðandi endurgerð fótboltavallar á Valhúsahæð.
    Ekki er ljóst hver tók ákvörðun og hvenær um að farið yrði í þessa framkvæmd. Þegar undirrituð bað um skýringar var vísað í skýrslu VSÓ frá árinu 2009 þar sem sett er upp hvernig hægt væri að fara í slíka framkvæmd og hvað það myndi kosta. Þessari framkvæmd var frestað vegna kostnaðar á grundvelli skýrslunnar Ekki er hægt að nota þessa skýrslu til viðmiðunar, til dæmis vegna breytinga á verðlagi, breyttra aðstæðna og breytinga á framkvæmdinni eins og fram kom í máli bæjarverkfræðings og garðyrkjustjóra á fundi F&L þann 1. mars síðastliðinn.
    Ákvörðun um að fara af stað með þetta verkefni hefur ekki verið tekin á vettvangi bæjarstjórnar né hefur þetta mál verið tekið til umfjöllunar á vettvangi fagnefnda, það er ÍTS sem hefur yfirumsjón með íþróttamannvirkjum bæjarins og Skipulags- og mannvirkjanefndar sem gefur út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd af þessari stærðargráðu. Þetta var ekki á dagskrá Fjárhags- og launanefndar fyrr en undirrituð bað um að fá upplýsingar um málið á þeim vettvangi.
    Í grein 13. í Skipulagslögum frá árinu 2010 er skýrt kveðið á um að framkvæmdaleyfi skuli afla vegna meiriháttar framkvæmda.
    Ennfremur er ekki búið að vinna deiliskipulag fyrir þetta svæði, ekkert í skipulagi gerir ráð fyrir fótboltavelli Gróttu á þessum stað og er þetta í andstöðu við stefnumarkandi ákvæði aðalskipulags Seltjarnarness 2006- 2024 varðandi opið svæði á Valhúsahæð.
    Ekki hefur verið unnin fjárhagsáætlun fyrir þessa framkvæmd, né hefur verið lagt til að bæta við fjármagni í fjárhagsáætlun. Það er spurning af hvaða verkefnum fjármunir í þessa framkvæmd eiga að fara.
    Ég tel að allt þetta mál einkennist af vondum vinnubrögðum og stjórnsýslu hjá stjórnendum Seltjarnarnesbæjar.
    Sigurþóra Bergsdóttir

    Til máls tóku: SSB, ÁH, LBL, ÁE, GM, SEJ
  2. Fundargerð 314. fundar stjórnar SORPU bs.
    Fundargerðin lögð fram.
  3. Fundargerð 804. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
    Fundargerðin lögð fram.

    Fundi var slitið kl. 17:16
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?