Fara í efni

Bæjarstjórn

586. fundur 21. janúar 2004

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Stefán Bergmann, Bjarni Torfi Álfþórsson og Inga Hersteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Í fundargerð síðasta fundar var mæting fundarmanna ranglega skráð, Ingimar Sigurðsson sat fund í stað Ingu Hersteinsdóttur.

Fundargerð síðasta fundar staðfest.

1.         Lögð var fram fundargerð 294. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsettur 16. desember 2003 og var hún í 7 liðum, ásamt reglum fyrir ferðaþjónustu fatlaðra á Seltjarnarnesi og greinargerð framkvæmdastjóra félagssviðs Seltjarnarness.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Árni Einarsson.

Reglurnar voru samþykktar samhljóða en fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

Lagðar voru fyrir fundinn reglur um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega, samkvæmt 584. fundargerð bæjarstjórnar lið 12a.

Reglurnar voru samþykktar samhljóða og verður afsláttur fyrir árið 2004 eftirfarandi:

Einstaklingar með heildartekjur allt að kr. 1.453.699.- fá 100% niðurfellingu fasteignaskatts. Niðurfellingin lækkar hlutfallslega og fellur niður við heildartekjur kr. 1.996.558.-

Hjón/sambýlisfólk með heildartekjur allt að kr. 1.955.513.- fá 100% niðurfellingu fasteignaskatts. Niðurfellingin lækkar hlutfallslega og fellur niður við heildartekjur kr. 2.498.330.-

2.           Lögð var fram fundargerð 163. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 18. desember 2003 og var hún í 7 liðum.

Til máls tóku: Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson og Stefán Bergmann.

Varðandi 2. liðs fundargerðarinnar var bæjarstjóra falið að fylgja eftir og skoða tillögur vinnuhópsins.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3.           Lögð var fram fundargerð 135. (30.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 9. janúar 2004. Var þetta vinnufundur og engin atriði skráð í fundargerð.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 136. (31.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 12. janúar 2004 og var hún í 9 liðum.

Til máls tóku: Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Stefán Bergmann, Jónmundur Guðmarsson og Árni Einarsson.

 

Fulltrúar NESLISTANS leggja fram eftirfarandi bókun vegna vinnubragða bæjarstjóra, fulltrúa meirihluta í skólanefnd og embættismanns bæjarins vegna rannsóknar á meintum brotum í störfum.

Sú atlaga sem bæjarstjóri, meirihluti sjálfstæðismanna og embættismaður bæjarins gera að æru skólastjóra og einum kennara Mýrarhúsaskóla er alvarleg og vekur upp spurningar um hæfni þeirra í starfi. Bæjarstjóri tekur ákvörðun um að vísa persónulegu bréfi með formlegum hætti til skólanefndar um ávirðingar á skólastjóra og kennara um meint brot þeirra í starfi. Það er gert án þess að kynna málið fyrir hlutaðeigandi aðilum auk þess sem mál af þessum toga eiga ekkert erindi til skólanefndar, þar sem skólanefnd hefur engar heimildir til að veita starfsmönnum skólanna áminningu. Embættismaður bæjarins kemst síðan að þeirri niðurstöðu að ekkert sé hægt að aðhafast frekar í málinu þar sem ekki sé hægt að “yfirheyra” börnin og málið lagt niður. Þá er leitað lögfræðiálits vegna bókunar Neslistans í skólanefnd, þar sem málsmeðferðinni var mótmælt. Það lögfræðiálit er síðan notað með þeim hætti af embættismanni bæjarins að telja verður að vegið sé alvarlega að starfsheiðri viðkomandi lögmanns, en lögmaðurinn er gerður ábyrgur fyrir málsmeðferðinni. Málsmeðferð bæjarstjóra, meirihlutans og embættismannsins er með hreinum ólíkindum. Fulltrúar Neslistans mótmæla þessum málatilbúnaði sem virðast ekki hafa annan tilgang en að meiða æru viðkomandi starfsmanna.

Guðrún Helga Brynleifsdóttir,   Árni Einarsson,   Stefán Bergmann

                     (sign)                              (sign)                  (sign)

 

Lögð fram eftirfarandi bókun meirihlutans.

Fulltrúar meirihlutans hafna með öllu þessum málflutningi minnihlutans og vísa að nýju í bókun skólanefndar frá 12.01.04, álits lögmanns og framkvæmdastjóra fjármála og stjórnsýslusviðs.

Jónmundur Guðmarsson             Ásgerður Halldórsdóttir

            (sign)                                        (sign)

Inga Hersteinsdóttir                     Bjarni Torfi Álfþórsson

            (sign)                                        (sign)

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð 278. (17.) fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness dagsett 13. janúar 2004 og var hún í 6 liðum.

Til máls tók Árni Einarsson og benti á að það vantar í fundargerðina nafn eins fundarmanns, Lindu S. Þorláksdóttur.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6.           Lögð var fram fundargerð 52. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness dagsett 15. janúar 2004 og var hún í 5 liðum.

Til máls tóku: Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Stefán Bergmann og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7.           Lögð var fram fundargerð 32. fundar stjórnar STRÆTÓ bs. dagsett 12. desember 2003 og var hún í 6 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8.           Lögð var fram fundargerð 33. fundar stjórnar STRÆTÓ bs. dagsett 9. janúar 2004 og var hún í 1 lið.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.           Lögð var fram fundargerð 709. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 12. desember 2003 og var hún í 43 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10.      Lögð var fram fundargerð 199. fundar stjórnar SORPU dagsett 6. janúar 2004 og var hún í 2 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

11.      Lögð var fram fundargerð 263. fundar stjórnar SSH dagsett 12. janúar 2004 og var hún í 7 liðum.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Árni Einarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

12.      Lögð var fram fundargerð 36. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett  11. desember 2003 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

13.      Tillögur og erindi:

a)     Tekin var til afgreiðslu tillaga fulltrúa Neslistans samkvæmt 5. lið 585. fundar bæjarstjórnar, um breytingar á gjaldskrá mötuneytis Valhúsaskóla.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun um gjaldskrá í mötuneyti Valhúsaskóla.

Engar skýrar reglur eða formlega stefnumörkun virðist að finna í samþykktum skólanefndar um skiptingu kostnaðar í mötuneyti Valhúsaskóla. Gjaldskrá hefur á hinn bóginn ekki tekið mið af launakostnaði, sem greiddur hefur verið af bæjarsjóði. Á móti hefur verið litið þannig á að gjaldskrá stæði undir hráefniskaupum án nánari skilgreiningar á því hvað í þeim felast og hvort ýmis annar rekstrarkostnaður, umfram laun, telst til hráefniskostnaðar eins og algengt er á vinnustöðum. Misjafnt er því hvernig hráefniskostnaður er skilgreindur og telur meirihlutinn rétt að nemendur njóti vafans þar sem skýrar línur er ekki að finna í samþykktum skólanefndar. Er því fallist á tillöguna en um leið er rétt að taka fram að þess misskilnings gætir í henni, að bæjarsjóður hafi hagnað af rekstri mötuneytisins. Svo er ekki. Þannig nam beinn kostnaður bæjarins vegna launa og annars rekstrarkostnaðar um 2.3 mkr. árið  2002 og um 2.4 mkr. árið 2003. Er í þeim útreikningi ennfremur ekki tekið tillit til húsnæðiskostnaðar s.s. hita, rafmagns og húsaleigu sem er verulegur.

Jónmundur Guðmarsson                  Ásgerður Halldórsdóttir

                (sign)                                        (sign)

Inga Hersteinsdóttir                          Bjarni Torfi Álfþórsson

                (sign)                                        (sign)

 

Tillaga Neslistans frá síðasta fundi var samþykkt samhljóða.

b)    Tekin var til afgreiðslu tillaga fulltrúa Neslistans samkvæmt 7. lið 585. fundar bæjarstjórnar, um breytingar á gjaldskrá Sundlaugar Seltjarnarness.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Stefán Bergmann, Árni Einarsson, Inga Hersteinsdóttir og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi breytingatillögu vegna gjaldskrár Sundlaugar.

Meirihlutinn fagnar ábendingu ungmennaráðs Selsins um viðmiðunaraldur fullorðinsgjalds í Sundlaug Seltjarnarness en gjaldskrá hennar er áfram sú lægsta á höfuðborgarsvæðinu. Er því lagt til að fullorðinsgjald miðist framvegis við 16 ára aldur. Jafnframt verði því beint til ÆSÍS að móta hugmyndir um eflingu á sundiðkun allra bæjarbúa án mismununar á grundvelli aldurs enda ljóst að möguleiki og þörf bæjarbúa á að nýta sér þjónustu laugarinnar til afþreyingar eða heilsueflingar ræðst ekki af aldri.

Jónmundur Guðmarsson                  Ásgerður Halldórsdóttir

                (sign)                                        (sign)

Inga Hersteinsdóttir                          Bjarni Torfi Álfþórsson

                (sign)                                        (sign)

 

Tillaga meirihlutans var samþykkt með 4 atkvæðum en fulltrúar Neslistans sátu hjá.

Lögð var fram bókun fulltrúa Neslistans.

Bæjarfulltrúar Neslistans hefðu kosið að tillaga þeirra um að veita eldriborgurum á Seltjarnarnesi ókeypis aðgang að sundlauginni næði fram að ganga. Þetta viðgengst í öllum nágrannasveitarfélögunum.

Því ber hins vegar að fagna að tillaga Neslistans um að hækka aldursviðmiðun fullorðinsgjalds í 16 ár nær fram að ganga.

Árni Einarsson,  Stefán Bergmann,  Guðrún Helga Brynleifsdóttir

         (sign)                  (sign)                              (sign)

c)     Lagt var fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um norræna sveitarstjórnarráðstefnu á Hótel Nordica dagana 13. til 15. júní 2004.

d)    Lagt var fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dagsett 7. janúar 2004 varðandi byggingu og reksturs hjúkrunarheimilis á lóð Lýsis h.f. við Grandaveg.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

e)     Lagt var fram bréf Sambands íslenskra sparisjóða, dagsett 8. janúar 2004 vegna áformaðra viðskipta með SPRON.

f)      Lögð var fram umsagnarbeiðni  vegna tækifærisveitinga- og skemmtanaleyfis frá Lögreglustjóranum í Reykjavík dagsett 30. desember 2003. Umsækjandi Íþróttamiðstöð Seltjarnarness vegna þorrablóts.

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar gerir ekki athugasemd við fyrirhugað veitingaleyfi vegna þorrablóts til handa Íþróttamiðstöð Seltjarnarness við Suðurströnd.  

 

 

Fundi var slitið kl. 18:20

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?