Miðvikudaginn 27. febrúar 2013 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Ragnar Jónsson (RJ), Árni Einarsson (ÁE) og Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (SSB).
Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson, setti fund og stjórnaði.
- Fundargerð 468. fundar Fjárhags- og launanefndar.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir, sbr. 1. tl., viðauka 1 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 3.185.000. vegna jarðvinnu fyrir bílageymslu við Hrólfsskálamel 1 – 7. Vísað er til 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
Viðauki við1.tl. fundargerðar, samþykktur samhljóða. - Fundargerð 183. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar.
Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 183 voru borin upp til staðfestingar.
1. Mál.nr. 2012110022
Heiti máls: Lambastaðahverfi deiliskipulag og breyting vegna Skerjabrautar 1-3, endurauglýsing,
Lýsing: Íbúafundir vegna lýsingar og kynningar uppdrátta og skilmála voru haldnir 10. janúar, 2013 og 14. febúar, 2013, stefnt að lögboðinni auglýsingu samkvæmt 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðsla: Samþykkt að vísa til bæjarstjórnar til auglýsingar.
Auglýsing – Lambastaðahverfi deiliskipulag og breyting vegna Skerjabrautar 1-3.
Bæjarstjórn samþykkir að endurauglýsa Lambastaðahverfi deiliskipulag og breyting vegna Skerjabrautar 1-3, verði auglýst að nýju í Lögbirtingablaðinu og með áberandi hætti í dagblaði, sem gefið er út á landsvísu. Athugasemdafrestur skal eigi vera skemmri en sex vikur frá birtingu auglýsingar, samkvæmt 1. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan samþykkt samhljóða
2. Mál.nr. 2013020012
Heiti máls: Hrólfsskálamelur 1-7 fjölbýlishúss með 28 íbúðum endurnýjuð samþykkt
Málsaðili: Seltjarnarnesbær
Lýsing: Sótt er um endurnýjun samþykktar áforma um byggingu fjölbýlishúss með 28 íbúðum frá 22.5.2008 og lagfæring uppdrátta vegna áorðinna breytinga á bílgeymslu vegna samþykkta annarra húsa á lóðinni.
Afgreiðsla: Samþykkt. Áskilin lokaúttekt.
Samþykkt samhljóða
3. Málsnúmer: 2013010082
Heiti máls: Hrólfsskálamelur 10-18 fjölbýlishús íbúðum fækkað úr 31 í 30
Málsaðili: Landey
Lýsing: Sótt er um samþykkt breytinga á byggingarleyfi fyrir áðursamþykkt fjölbýlishús þar sem íbúðum fækkar úr 31 í 30
Afgreiðsla: Samþykkt. Áskilin lokaúttekt.
Samþykkt samhljóða - Fundargerð 378. fundar Félagsmálaráðs.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 364. fundar Íþrótta- og tómstundaráðs.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 10. fundar Undirbún.hóps um stækkun fimleikahúss.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 313. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 119. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðb.svæðisins.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerðir 385. og 386. fundar stjórnar SSH.
Fundargerðirnar lagðar fram. - Tillögur og erindi:
a. Bæjarstjórn samþykkir að undirbúningshópur, sem stofnaður var 22. desember 2009 á fundi bæjarstjórnar nr. 707 til að vinna að frekari undirbúningi varðandi byggingu og rekstrarfyrirkomulag hjúkrunarheimilis verði lagður niður og vinnu hans vísað til bæjarstjórnar.
Nefndinni eru þökkuð vel unnin störf.
Til máls tóku: ÁH
Samþykkt samhljóða
b. Bréf dags. 14. febrúar s.l. v/27. Landsþings Sambands ísl. sveitarfélaga, sem haldið verður föstudaginn 15. mars n.k. lagt fram.
Til máls tóku: ÁH
Fundi var slitið kl. 17:09