Miðvikudaginn 13. febrúar 2013 kl. 17:08 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (SSB).
Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Lárus B. Lárusson, setti fund og stjórnaði.
- Fundargerð 467. fundar Fjárhags- og launanefndar.
Fundargerðin lögð fram og samþykkt samhljóða. - Fundargerð 253. fundar Skólanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: SSB, SEJ - Fundargerð 182. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar.
Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 182. voru borin upp til staðfestingar.
Skipulagsmál:
Mál.nr. 2012090066
Heiti máls: Deiliskipulagsáform Seltjarnarnesbæjar
Lýsing: Lögð fram tillaga að röðun áframhaldandi deiliskipulagsvinnu á Seltjarnarnesi
Afgreiðsla: Tillaga samþykkt
Samþykkt samhljóða
Byggingarmál:
Málsnúmer: 2013010041
Heiti máls: Skólabraut 3-5 - svalalokun
Málsaðili: Húsfélag Skólabraut 3- 5
Lýsing: Sótt er um samþykkt fyrir glerlokanir á svölum fyrir allt húsið en áform nú varða aðeins eina íbúð.
Afgreiðsla: Samþykkt að leiðréttum teikningum enda verði samþykkt að endurnýjast fyrir hverja svalalokun þegar að áformum kemur. Áskilin lokaúttekt.
Samþykkt samhljóða
Til máls tóku: ÁE, BTÁ
Samþykkt dagskrágerðarbreyting sem afgreidd er undir lið 13 d í tillögum og erindum. - Fundargerð 242. fundar Umhverfisnefndar.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 105. fundar Veitustofnunar.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 36. fundar stjórnar Lækningaminjasafns Íslands.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 1. fundar Félagsheimilis Seltjarnarness.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 803. fundar stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 1. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: ÁE,SEJ - Fundargerð 118. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðb.svæðisins.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerðir 311. og 312. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðirnar lagðar fram. - Fundargerð 32. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðb.svæðisins.
Fundargerðin lögð fram. - Tillögur og erindi:
a. Auglýsing – Skipulag Suðurströnd / Hrólfsskálamelur.
Sameining og breyting á deiliskipulagi Suðurstrandar og Hrólfsskálamels. Bæjarstjórn samþykkir að tillaga að sameiningu og breytingu á deiliskipulagi vegna Suðurstrandar og Hrólfsskálamels, verði auglýst að nýju í Lögbirtingablaðinu og með áberandi hætti í dagblaði, sem gefið er út á landsvísu. Athugasemdafrestur skal eigi vera skemmri en sex vikur frá birtingu auglýsingar, samkvæmt 1. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan samþykkt samhljóða
b. Auglýsing – Skipulag Miðbraut 34.
Breyting á deiliskipulagi Vesturhverfi vegna Miðbrautar 34. Bæjarstjórn samþykkir að tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Miðbrautar 34, verði auglýst að nýju í Lögbirtingablaðinu og með áberandi hætti í dagblaði, sem gefið er út á landsvísu. Athugasemdafrestur skal eigi vera skemmri en sex vikur frá birtingu auglýsingar, samkvæmt 1. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan samþykkt samhljóða
c. Auglýsing – Deiliskipulag Bygggarðasvæði.
Tillaga að deiliskipulagi að Bygggarðasvæði. Bæjarstjórn samþykkir að tillaga að deiliskipulagi að Bygggarðasvæði, verði auglýst að nýju í Lögbirtingablaðinu og með áberandi hætti í dagblaði, sem gefið er út á landsvísu. Athugasemdafrestur skal eigi vera skemmri en sex vikur frá birtingu auglýsingar, samkvæmt 1. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan samþykkt samhljóða
d. Tillaga bæjarfulltrúa Samfylkingar og Neslista vegna staðsetningar hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi.
Samkvæmt samningi sem félags- og tryggingamálaráðherra og bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi undirrituðu 30. desember 2010 um byggingu 30 rýma hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi var gert ráð fyrir að framkvæmdir hæfust haustið 2011 og að heimilið yrði tekið í notkun seinni hluta ársins 2013.
Ljóst er að sú áætlun nær ekki fram að ganga, m.a. vegna þess að fyrri ákvarðanir um staðsetningu byggingarinnar eru í uppnámi vegna andstöðu sóknarnefndar og arkitekts Seltjarnarneskirkju. Þá hefur skipulags- og mannvirkjanefnd einnig gert athugasemdir um að fyrirhuguð bygging falli ekki að byggðarmynstri og götumynd svæðisins, þótt nefndin leggist ekki gegn staðsetningu hjúkrunarheimilisins, eins og fram kemur í ályktun nefndarinnar á 182. fundi sem haldinn var 22. janúar síðastliðinn.
Einnig er ekki ljóst hvort samstarfsyfirlýsing um rekstur heimilisins sem gerð var við hjúkrunarheimilið Grund í september 2011 standi verði breyting á fyrirhugaðri staðsetningu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi og er brýnt að fá úr því skorið.
Til þess að ekki verði frekari frestun á þessu brýna máli sem hefur um árabil verið á dagskrá bæjarstjórnar Seltjarnarness er óhjákvæmilegt að bæjarstjórn fjalli um og taki ákvörðun með formlegum hætti um framhaldið og næstu skref varðandi staðsetningu, byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi. Við óskum eftir því að það verði gert innan sex vikna.
Virðingarfyllst
Sigurþóra Bergsdóttir og Árni Einarsson
Tillagan samþykkt samhljóða
Til máls tóku: ÁE, BTÁ, SSB, SEJ, ÁH
Fundi var slitið kl. 17:38