Miðvikudaginn 16. janúar 2013 kl. 17:02 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Katrín Pálsdóttir (KP), Árni Einarsson (ÁE) og Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (SSB).
Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Lárus B. Lárusson, setti fund og stjórnaði.
- Fundargerð 181. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar.
Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 181 voru borin upp til staðfestingar.
1 Málsnúmer: 2012120032
Heiti máls: Hrólfsskálamelur 2-8, reyndarteikningar
Málsaðili: Landey ehf.
Lýsing: Sótt um samþykkt reyndarteikningar fyrir fjölbýlishúsið á lóðinni Hrólfsskálamelur 2-8 vegna lokaúttektar.
Afgreiðsla: Samþykkt að leiðréttum teikningum sannreyndum rúmmálsstærðum, áskilin lokaúttekt.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
2 Málsnúmer: 2012110058
Heiti máls: Austurströnd 2, endurbyggð stofa á vestursvölum 6 hæðar.
Málsaðili: Anna G Hafsteinsdóttir
Lýsing: Sótt um að endurbyggja stofu með breyttu útlit á svölum íbúðar 0606 að Austurströnd 2 sbr. fyrirspurn nýlega sem fylgdi samþykki húsfélaga á Austurströnd 2 til 14 og eigenda í húsinu.
Afgreiðsla: Samþykkt, áskilin lokaúttekt .
Til máls tók: ÁH
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða. - Fundargerð 112. fundar Menningarnefndar.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 377. fundar Félagsmálaráðs.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 363. fundar Íþrótta- og tómstundaráðs.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 241. fundar Umhverfisnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: SSB, ÁH - Fundargerð 35. fundar stjórnar Lækningaminjasafns.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 24. fundar Jafnréttisnefndar, ásamt Jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar.
Fundargerðin lögð fram og samþykkt með eftirfarandi breytingum: „Kannanir og rannsóknir: Jafnréttisnefnd skal fylgjast með stöðu kynjanna og þróun jafnréttismála í bæjarfélaginu. Í því skyni aflar hún tölfræðilegra upplýsinga í lok hvers kjörtímabils sem meðal annarrra gagna skulu lagðar til grundvallar endurskoðun áætlunarinnar sem fram fer í upphafi hvers kjörtímabils. Árni Einarsson.“
Til máls tóku: ÁE, ÁH - Fundargerð 328. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðb.svæðisins.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerðir 309. og 310. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðirnar lagðar fram. - Fundargerð 802. fundar stjórnar Samb. ísl. sveitarfél.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 117. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðb.svæðisins.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 384. fundar stjórnar SSH.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 31. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðb.svæðisins.
Fundargerðin lögð fram. - Tillögur og erindi:
a. Lagt fram bréf frá SSH, dags. 18/12/12 v/tillögu stjórnar v/kosninga í stjórn Bláfjalla-og Reykjanesfólkvangs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu stjórnar SSH um að kjósa fulltrúa bæjarins í stjórn Reykjanesfólkvangs í stjórn Bláfjallafólkvangs. Lögð er fram tillaga að Egill Jóhannsson, Melabraut 31, taki sæti í sameiginlegri stjórn í Bláfjalla- og Reykjanesfólkvangs. Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: ÁH og ÁE
b.. Afgreiðsla tillögu minnihluta bæjarstjórnar v/Lækningaminjasafns sem vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar sbr. lið 10.b) í fundargerð bæjarstjórnar frá 12. desember sl.
Til máls tóku: ÁE, SSB
Tillagan borin upp til samþykktar. Tillagan felld með 5 atkvæðum gegn tveimur atkvæðum minnihluta.
Fulltrúar Neslistans og Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Bókun vegna afgreiðslu á tillögu minnihluta bæjarstjórnar vegna Lækningaminjasafns sem lögðvar fyrir bæjarstjórnarfund 16. janúar 2013.
Við hörmum þá ákvörðun meirihluta Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Seltjarnarness að hætta viðþátttöku í uppbyggingu Lækningaminjasafns við Nes og hverfa þannig einhliða frá samningi sem Seltjarnarnesbær, menntamálaráðherra, Þjóðminjasafns Íslands. Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur undirrituðu 27. september 2007, þvert á opinbera menningarstefnu Seltjarnarness í safnamálum. Þessi ákvörðun meirihlutans mun leiða til þess að ekkert verður úr áformum umuppbyggingu Lækningaminjasafns á Seltjarnarnesi á okkar forsendum og í tengslum viðmenningarstarf í bæjarfélaginu. Nú er verið að leggja safnið niður og loka og sýningarmunirnir munutrúlega verða geymdir í geymsluhúsnæði við Bygggarða næstu misserin. Safngripirnir munu verðahluti af safnkosti Þjóðminjasafnsins.
Samhliða þessari ákvörðun liggur ekki fyrir nauðsynlegt mat á þeirri stöðu sem ákvörðun meirihlutanskann að setja bæjarfélagið í, s.s. hvað varðar kröfur samstarfsaðila um endurgreiðslu þess fjár sem þeirhafa lagt í verkefnið fram að þessu, en ríkið og læknafélögin hafa lagt 125 milljónir í verkefnið. Þetta eru umtalsverðir fjármunir og með ákvörðuninni verða að líkindum einnig þeir fjármunir sem Seltjarnarnesbær hefur lagt í uppbyggingu safnsins að engu.
Fyrir liggja hugmyndir og áætlanir sem stjórn safnsins hefur látið vinna um uppbyggingu og rekstur safnsins sem ekki hafa verið skoðaðar að neinu marki og eru að okkar mati góður grunnur að frekari stefnumótun. Með þessari ákvörðun er sú viðleitni höfð að engu.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks hefur hafnað þeirri leið sem tillaga bæjarfulltrúa Neslista og Samfylkingarfelur í sér, það er að núgildandi samningur um uppbyggingu og rekstur safnsins verði framlengdur um eitt ár og tíminn nýttur til viðræðna um nýjan samning í ljósi breyttra aðstæðna sem feli m.a. í sérathugun á breyttu hlutverki safnsins, breyttu rekstrarformi eftir atvikum og nýja tímaáætlun ogáfangaskiptingu framkvæmda.
Sigurþóra Bergsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingar, Árni Einarsson bæjarfulltrúi Neslista
c. Lögð fram skýrsla til kynningar frá Verkfræðistofunni Vatnaskil um heildarefndurskoðun á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið.
Stýrihópur um endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu hefur mótað verklýsingu í samræmi við verkefnistillögu sem sveitarfélögin höfðu áður samþykkt og er óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins á verklýsingunni.
Bæjarstjórn samþykkir að verklýsingin verði send umsagnaraðilum.
Til máls tók: ÁH
d. Lagt fram til kynningar drög framtíðarhóps frá SSH um eigendastefnu Strætó bs.
Bæjarstjórn telur að drögin sé góður grunnur til að ljúka vinnu við eigendastefnu og vísar henni áfram til vinnslu hjá framtíðarhóp SSH.
Bæjarstjórn samþykkir til áframhaldandi vinnslu hjá framtíðarhópi SSH
Til máls tók: ÁH
e. Lagt fram til kynningar drög framtíðarhóps frá SSH um eigendastefnu Sorpu.
Bæjarstjórn telur að drögin sé góður grunnur til að ljúka eigendastefnu og vísar henni áfram til vinnslu hjá framtíðarhóp SSH.
Bæjarstjórn samþykkir til áframhaldandi vinnslu hjá framtíðarhóp SSH
Til máls tók: ÁH
f. Nýtt deiliskipulag Suðurströnd / Hrólfsskálamelur. Bæjarstjórn samþykkir að senda deiliskipulagið til Skipulagsstofnunar til umsagnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða
Til máls tók: ÁH
g. Breyting á deiliskipulagi Vesturhverfi vegna Melabrautar 33. Bæjarstjórn samþykkir að tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Melabrautar 33, verði auglýst að nýju í Lögbirtingablaðinu og með áberandi hætti í dagblaði, sem gefið er út á landsvísu. Athugasemdafrestur skal eigi vera skemmri en sex vikur frá birtingu auglýsingar, samkvæmt 1. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða
Til máls tók: ÁH
f. Deiliskipulag Lambastaðahverfis. Bæjarstjórn samþykkir að kynnt verði deiliskipulags uppdráttur og skilmálar á almennum íbúafundi fyrir íbúa sveitarfélagsins í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða
Til máls tók: ÁH
i. Lækningaminjasafn, stofnskrá lögð niður.
Bókun:
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir að leggja niður Lækningaminjasafn Íslands sem er B-hluta stofnun í eigu bæjarins, sbr. stofnskrá sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 14. maí 2009 og staðfest af safnaráði samkvæmt safnalögum nr. 106/2001. Niðurlagning safnsins skal miðast við 31. janúar 2013. Stjórn safnsins sem skipuð er fimm mönnum samkvæmt 7 gr. stofnskrá skal leyst frá störfum frá og með 31. janúar 2013. Um ráðstöfun safnmuna skal farið eftir ákvæðum 12. gr. safnalaga nr. 141/2011 og 1. mgr. 16. gr. stofnskrár safnsins og munir safnsins þannig renna til Þjóðminjasafns Íslands, þar sem safnkosturinn skal áfram mynda heildstætt safn lækningaminja.
Greinargerð:
Læknaminjasafn Íslands var stofnað samkvæmt stofnskrá sem byggði á samningi Læknafélag Íslands, menntamálaráðuneytis, Seltjarnarnesbæjar og Þjóðminjasafns Íslands um stofnkostnað, byggingu og rekstur húsnæðis fyrir Lækningaminjasafn Íslands og menningartengda starfsemi sem undirritaður var þann 27. september. 2007. Í stofnskránni kemur fram að stofnandi safnsins er Seltjarnarnesbær og um er að ræða stofnun í eigu bæjarins.
Ástæðan fyrir því að lagt er til að safnið verði lagt niður eru brostnar forsendur frá því að samningur var undirritaður frá 27. september 2007. Sá samningur gilti til 31. des. 2012 og var ekki framlengdur. Skömmu fyrir áramót tilkynnti Seltjarnarnesbær mennta- og menningarmálaráðuneytinu að bærinn myndi ekki bera ábyrgð á rekstri safnsins frá 1. janúar 2013.
Að höfðu samráði við mennta- og menningarmálaráðherra yfirtekur ráðuneytið ábyrgð á rekstri Lækningaminjasafnsins frá og með 1. janúar 2013 eins og fram kemur í bréfi ráðherra frá 14. desember 2012. Í samræmi við 16. gr. stofnskrár skulu munir í eigu safnsins renna til Þjóðminjasafns Íslands. Stjórn safnsins sem skipuð hefur verið tveimur fulltrúum Læknafélags Íslands, einum fulltrúa Þjóðminjasafns Íslands og tveimur fulltrúum frá Seltjarnarnesbæ er leyst frá störfum frá 31. janúar 2013. Stjórn safnsins er þökkuð góð störf að málefnum safnsins.
Bókun borin upp, samþykkt með fimm atkvæðum, tveir á móti.
Til máls tóku: ÁE, ÁH
Fundi var slitið kl. 17:34