Fara í efni

Bæjarstjórn

601. fundur 08. september 2004

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Bergmann, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Einarsson og Inga Hersteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð síðasta fundar staðfest.  

1.           Lögð var fram fundargerð 346. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 25. ágúst 2004 og var hún í 11 liðum. Einnig lagður fram ráðningarsamningur skólastjóra grunnskóla Seltjarnarness.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Ráðningasamningur skólastjóra samþykktur samhljóða.

Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

2.           Lögð var fram fundargerð 47. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 3. september 2004 og var hún í 16 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3.           Lögð var fram fundargerð 148. (43.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 30. ágúst 2004 og var hún í 9 liðum um málefni leikskóla.

Til máls tóku: Bjarni Torfi Álfþórsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson og Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 169. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 28. júlí 2004 og var hún í 6 liðum.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

5.           Lögð var fram fundargerð 170. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 26. ágúst 2004 og var hún í 7 liðum.

Til máls tóku: Stefán Bergmann og Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6.           Lögð var fram fundargerð 300. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 24. júní 2004 og var hún í 8 liðum.

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7.           Lögð var fram fundargerð 301. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 26. ágúst 2004 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8.           Lögð var fram fundargerð 56. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 2. september 2004 og var hún í 4 liðum.

Til máls tóku:  Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Stefán Bergmann.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.           Lögð var fram fundargerð 13. fundar Starfsmenntasjóðs Seltjarnarness, dagsett 27. ágúst 2004 og var hún í 1 lið.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10.      Lögð var fram fundargerð 44. fundar stjórnar Strætó bs. , dagsett 13. ágúst 2004 og var hún í 8 liðum.

Til máls tóku: Inga Hersteinsdóttir, Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

11.      Lögð var fram fundargerð 205. fundar stjórnar Sorpu bs. , dagsett 25. ágúst 2004 og var hún í 6 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

12.      Lögð var fram fundargerð 8. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og MATVÍS, dagsett 31. ágúst 2004 og var hún í 2 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

13.      Lögð var fram fundargerð 14. fundar samstarfsnefndar Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa og Launanefndar sveitarfélaga, dagsett 12. ágúst 2004 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

14.      Lögð var fram fundargerð 6. fundar ársins 2004 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 17. ágúst 2004 og var hún í 7 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

15.      Tillögur og erindi:

a)     Lagður var fram samningur Seltjarnarnesbæjar, Björgunarsveitarinnar Ársæls og Slysavarnardeildar kvenna um skiptingu eignarhluta í fasteigninni að Suðurströnd 7, aðsetri Björgunarsveitarinnar Ársæls.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Árni Einarsson.

Samningurinn samþykktur samhljóða.

b)    Lagt var fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 28. júlí 2004 með tillögu um breytingu á skipuriti bæjarins ásamt nýjum starfslýsingum fyrir; framkvæmdastjóra Fræðslu- og menningarsviðs, skólastjóra grunnskóla Seltjarnarness, fagráðgjafa grunnskóla, leikskólafulltrúa og drögum að starfslýsingum fyrir skólasálfræðing.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson, Bjarni Torfi Álfþórsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Starfslýsingum var vísað til Skólanefndar til umsagnar.

Afgreiðslu á tillögu um breytingu á skipuriti bæjarins var frestað til næsta fundar bæjarstjórnar.

c)     Lagt var fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 3. september 2004 þar sem tilkynnt var um verkfallsboðun Félags grunnskólakennara og Félags skólastjóra. Fyrirhugað verkfall hefst mánudaginn 20. september 2004 ef ekki hefur samist fyrir þann tíma.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson, Bjarni Torfi Álfþórsson og Stefán Bergmann.

d)  Lagt var fram bréf fjárlaganefndar Alþingis dagsett 4. september 2004 þar sem sveitarstjórnarmönnum er boðið að hitta nefndina.

e)   Lagt var fram bréf frá Sambandi íslenskar sveitarfélaga dagsett 3. september 2004 varðandi boðun  til fjármálaráðstefnu sveitarfélaga á Nordica Hoteli dagana 1. og 2. nóvember nk. .

Í lok fundarins var spurst fyrir um samþykkt 595. fundar varðandi möguleika þess að útvarpa frá bæjarstjórnarfundum á Seltjarnarnesi.

Einnig var spurst fyrir um hvort athugasemdir hefðu borist vegna aðal- og deiliskipulagsmála.

Bæjarstjóri upplýsti um stöðu mála.      

Fundi var slitið kl. 18:00  

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?