Miðvikudaginn 28. nóvember 2012 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (SSB).
Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Lárus B. Lárusson, setti fund og stjórnaði.
- Fundargerðir 464. fundar Fjárhags- og launanefndar.
Fundargerðin lögð fram og samþykkt samhljóða. - Fundargerðir 465. fundar Fjárhags- og launanefndar.
Fundargerðin lögð fram og samþykkt samhljóða.Fundargerð - 178. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar.
Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 178 voru borin upp til staðfestingar.
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar.
Mál.nr. 2012090077
Heiti máls: Miðbraut 22 deiliskipulagsbreyting
Málsaðili: Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir
Lýsing: Sótt um skipulagsbreytingu, sem miðar að stækkun byggingarreits vegna áforma um viðbyggingu í stað ofanábyggingar sbr fyrirspurn sem S&M hefur áður fjallað um.
Afgreiðsla: Samþykkt að auglýsa tillögu um breytt deiliskipulag að leiðréttum uppdrætti þar sem sýnd er málsetning byggingareits 3 metra hið minnsta frá lóðamörkum .Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
Mál.nr. 2012100068
Heiti máls: Holtsgöng í Reykjavík.
Lýsing: Fjallað hefur verið um breytingu í Samstarfsnefnd um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt því verði Holtsgöng sem sýnd eru í Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 og Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 verði felld niður. Fulltrúar Seltjarnarness í samstarfsnefndinni gerðu athugasemdir við breytinguna fyrir ári.
Afgreiðsla: Kynnt og þunglega tekið af nefndinni sem óskar eftir að bæjarstjórn feli fulltrúum Seltjarnarness í samstarfsnefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðinu að óska eftir heilstæðari umfjöllun um umferð og rýmingarleiðir um svæðið.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
Málsnúmer: 2012110047
Heiti máls: Melabraut 29
Málsaðili: Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson
Lýsing: Sótt um opna tímabundið milli fasteigna vegna tímabundinnar sameiginlegrar notkunar með því að setja stiga milli hæða eða til 4 ára.
Afgreiðsla: Samþykkt. Samræmist lögum nr 160/2010. Að fresti liðnum verði sótt um sameiningu í eina fasteign ella skal loka opi milli hæða. Áskilin lokaúttekt.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
Málsnúmer: 2012110025
Heiti máls: Nesvegur 100 áður gerðar breytingar.
Málsaðili: Magnús Helgi Jakobsson
Lýsing: Sótt um áður gerðar breytingar. Sameign færð undir íbúð á 1. hæð. Samþykki allra meðeigenda fylgir á teikningu.
Afgreiðsla: Samþykkt, samræmist lögum 160/2010 og áskilin lokaúttekt.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
Málsnúmer: 2012100065
Heiti máls: Miðbraut 1, áðurgerð íbúð.
Málsaðili: Gauti Grétarsson
Lýsing: Sótt um staðfestingu samþykktar á áðurgerðri íbúð, en þinglýstur eignaskipta-samningur frá 1994 nefnir þessa eign íbúð.
Afgreiðsla: Samþykkt, samræmist lögum 160/2010.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
Málsnúmer: 2012110026
Heiti máls: Austurströnd 7, notkun breytt í kökugerð.
Málsaðili: Hressó ehf
Lýsing: Sótt er um að breyta notkun hússins að Austurströnd 7 úr bensínafgreiðslu í kökugerð.
Afgreiðsla: Samþykkt, áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits, vinnueftirlits og lokaúttekt. Samræmist lögum 160/2010.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
Málsnúmer: 2012110038
Heiti máls: Nesvegur 100, fyrirspurn um skilti.
Málsaðili: Hrossholt ehf.
Lýsing: Spurt hvort setja má upp skilti á gangstétt eða á bílastæði við húsið Nesveg 100.
Afgreiðsla: Neikvætt að setja skilti á gangstétt.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
Málsnúmer: 2012100066
Heiti máls: Ráðagerði, umsókn um breytta og stækkaða lóð í kjölfar framkvæmda.
Málsaðili: Finnur Jónsson.
Lýsing: Sótt er um breytingu á lóð, leiðréttingu á stærð, stækkun úr þinglýstri stærð 864 fm í 930 fm og hliðrun vegna framkvæmda sem að hluta voru samkvæmt samþykktu byggingarleyfi út fyrir lóðamörk samkvæmt samþykktu lóðablaði.
Afgreiðsla: Samþykkt hliðrun á lóð en ekki stækkun.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
Til máls tóku: ÁH, GM - Fundargerð 240. fundar Umhverfisnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: ÁE, ÁH, SEJ - Fundargerð 8. fundar Bygginganefndar um hjúkrunarheimili.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerðir 115. og 116. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðirnar lagðar fram.
Fundi var slitið kl. 17:13