Fara í efni

Bæjarstjórn

24. október 2012

Miðvikudaginn 24. október 2012 kl. 17:09 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (SSB).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Lárus B. Lárusson, setti fund og stjórnaði.

  1. Fundargerð 461. fundar Fjárhags- og launanefndar.
    Fundargerðin lögð fram og samþykkt samhljóða.
    Til máls tóku:
  2. Fundargerð 462. fundar Fjárhags- og launanefndar.
    Fundargerðin lögð fram og samþykkt samhljóða.
    Til máls tóku:

  3. Lögð var fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2013.
    Til máls tóku: ÁH, ÁE

    Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri fylgdi úr hlaði fjárhagsáætlun Seltjarnarness fyrir árið 2013. Gerði bæjarstjóri grein fyrir helstu niðurstöðum áætlunarinnar og forsendum. Lagt er til að álagningaprósenta útsvars verði lækkuð úr 14,18% í 13,66% og álagningaprósenta fasteignagjalda verði óbreytt. Gert er ráð fyrir 5% hækkun verðlags á árinu 2012. Fjárhagsáætlun 2013 var unnin sameiginlega af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks, Neslista og Samfylkingar. Og í þeirri vinnu var haft að leiðarljósi að verja grunnþjónustu bæjarfélagsins, s.s. fræðslustarfsemi og félagslega þjónustu. Vil ég þakka gott samstarf í bæjarstjórn á liðnu ári og starfsmönnum bæjarins fyrir að gæta ýtrasta hagræðis í rekstri bæjarins. Við fjárhagsáætlunargerðina var einnig litið til 3ja ára áætlunar bæjarfélagsins fyrir árin 2014-2016. Á milli umræðna gefst kostur á að skoða enn betur áætlunina.

    Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2013 til síðari umræðu.
  4. Lögð var fram til fyrri umræðu, þriggja ára áætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2014-2016.
    Til máls tóku: ÁH, ÁE, SSB
    Samþykkt samhljóða að vísa áætluninni til síðari umræðu.
  5. Fundargerðir 175. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar.
    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 175 voru borin upp til staðfestingar:
    Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar:

    Mál.nr. 2012080019/
    Heiti máls: Aðgerðir Seltjarnarnesbæjar vegna hraðatakmarkana.
    Lýsing: Stefán Eiríkur Stefánsson bæjarverkfræðingur leggur fram tillögu um hraðahindrun á Nesbala og Nesvegi ásamt þrengingu á Vallarbraut.
    Afgreiðsla: Tillögur bæjarverkfræðings samþykktar en kynning verði send til íbúa.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

    Mál.nr. 2010120031
    Heiti máls: Melabrautar 33, deiliskipulagsbreyting vegna viðbyggingar
    Málsaðili: Jón Gunnsteinn Hjálmarsson
    Lýsing: Að lokinni kynningu lagður fram tillöguuppdráttur að breyttu deiliskipulagi Vesturhverfis vegna Melabrautar 33, engar athugasemdir bárust.
    Afgreiðsla: Samþykkt og vísað til bæjarstjórnar.
    Bæjarstjórn samþykkir lið 6. í fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar
    „Á grundvelli Skipulagslaga nr. 121/2011 og samþykkt Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 16. október s.l. samþykkir Bæjarstjórn Seltjarnarness að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturhverfis.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
  6. Fundargerðir 176. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar.
    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 176 voru borin upp til staðfestingar:
    Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar:

    Mál.nr.
    2010120066
    Heiti máls: Deiliskipulags Suðurstrandar og Hrólfsskálamels breyting og sameining
    Lýsing: Deiliskipulags- og skýringaruppdráttur lagður fram að nýju.
    Afgreiðsla: Samþykkt til auglýsingar og vísað til bæjarstjórnar
    Bæjarstjórn samþykkir lið 1. í fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar
    „Á grundvelli Skipulagslaga nr. 121/2011 og samþykkt Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 18. október s.l. samþykkir Bæjarstjórn Seltjarnarness að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suðurstrandar og Hrólfsskálamels.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

    Mál.nr.: 2012020029
    Heiti máls: Deiliskipulag Bygggarða
    Lýsing: Tillaga: deiliskipulagsuppdráttur, greinargerð og skýringargögn sem kynnt verða á almennum fundi 23. október, 2012.
    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir deiliskipulagstillögu til auglýsingar komi ekki til stórvægilegra athugasemda á íbúafundi og vísar til bæjarstjórnar.
    Bæjarstjórn samþykkir lið 2. Í fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar
    „Á grundvelli Skipulagslaga nr. 121/2011 og samþykkt Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 18. október s.l. samþykkir Bæjarstjórn Seltjarnarness að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bygggarða
    Til máls tóku: ÁH, ÁE
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

    Mál.nr.: 2012090063
    Heiti máls: Gjaldsskrá vegna skipulags
    Lýsing: Ný gjaldsskrá vegna skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfa
    Afgreiðsla: Samþykkt samhljóða
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

    Mál.nr.: 2012
    Heiti máls: Landsspítali, háskólasjúkrahús
    Lýsing: Landsspítali athugasemdir við deiliskipulag í Reykjavík
    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að senda athugasemdir við deiliskipulagstillögu um Nýja- Landsspítala-háskólasjúkrahús.
    Til máls tóku: ÁH, ÁE
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
  7. Fundargerð 104. fundar Veitustofnana.
    Fundargerðin lögð fram.

  8. Fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir.
    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: ÁE, LBL

  9. Fundargerð 6. Fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
    Fundargerðin lögð fram.

  10. Fundargerð 306. fundar stjórnar Sorpu.
    Fundargerðin lögð fram.

  11. Fundargerðir 380. og 381. fundar stjórnar SSH.
    Fundargerðirnar lagðar fram.

  12. Fundargerð 28. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
    Fundargerðin lögð fram.

  13. Erindi og tillögur:

    1. Lagt fram bréf, dags. 15/10/12 varðandi þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum.

    2. Lagt fram bréf, dags. 21/10/12 frá SSH, ásamt minnisblaði til SORPU bs. um meðhöndlun úrgangs á höfuðborgarsvæðinu.

    Fundi var slitið kl. 17:28

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?