Miðvikudaginn 24. október 2012 kl. 17:09 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (SSB).
Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Lárus B. Lárusson, setti fund og stjórnaði.
- Fundargerð 461. fundar Fjárhags- og launanefndar.
Fundargerðin lögð fram og samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: -
Fundargerð 462. fundar Fjárhags- og launanefndar.
Fundargerðin lögð fram og samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: - Lögð var fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2013.
Til máls tóku: ÁH, ÁE
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri fylgdi úr hlaði fjárhagsáætlun Seltjarnarness fyrir árið 2013. Gerði bæjarstjóri grein fyrir helstu niðurstöðum áætlunarinnar og forsendum. Lagt er til að álagningaprósenta útsvars verði lækkuð úr 14,18% í 13,66% og álagningaprósenta fasteignagjalda verði óbreytt. Gert er ráð fyrir 5% hækkun verðlags á árinu 2012. Fjárhagsáætlun 2013 var unnin sameiginlega af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks, Neslista og Samfylkingar. Og í þeirri vinnu var haft að leiðarljósi að verja grunnþjónustu bæjarfélagsins, s.s. fræðslustarfsemi og félagslega þjónustu. Vil ég þakka gott samstarf í bæjarstjórn á liðnu ári og starfsmönnum bæjarins fyrir að gæta ýtrasta hagræðis í rekstri bæjarins. Við fjárhagsáætlunargerðina var einnig litið til 3ja ára áætlunar bæjarfélagsins fyrir árin 2014-2016. Á milli umræðna gefst kostur á að skoða enn betur áætlunina.
Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2013 til síðari umræðu. - Lögð var fram til fyrri umræðu, þriggja ára áætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2014-2016.
Til máls tóku: ÁH, ÁE, SSB
Samþykkt samhljóða að vísa áætluninni til síðari umræðu. - Fundargerðir 175. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar.
Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 175 voru borin upp til staðfestingar:
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar:
Mál.nr. 2012080019/
Heiti máls: Aðgerðir Seltjarnarnesbæjar vegna hraðatakmarkana.
Lýsing: Stefán Eiríkur Stefánsson bæjarverkfræðingur leggur fram tillögu um hraðahindrun á Nesbala og Nesvegi ásamt þrengingu á Vallarbraut.
Afgreiðsla: Tillögur bæjarverkfræðings samþykktar en kynning verði send til íbúa.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
Mál.nr. 2010120031
Heiti máls: Melabrautar 33, deiliskipulagsbreyting vegna viðbyggingar
Málsaðili: Jón Gunnsteinn Hjálmarsson
Lýsing: Að lokinni kynningu lagður fram tillöguuppdráttur að breyttu deiliskipulagi Vesturhverfis vegna Melabrautar 33, engar athugasemdir bárust.
Afgreiðsla: Samþykkt og vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir lið 6. í fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar
„Á grundvelli Skipulagslaga nr. 121/2011 og samþykkt Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 16. október s.l. samþykkir Bæjarstjórn Seltjarnarness að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturhverfis.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða. - Fundargerðir 176. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar.
Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 176 voru borin upp til staðfestingar:
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar:
Mál.nr. 2010120066
Heiti máls: Deiliskipulags Suðurstrandar og Hrólfsskálamels breyting og sameining
Lýsing: Deiliskipulags- og skýringaruppdráttur lagður fram að nýju.
Afgreiðsla: Samþykkt til auglýsingar og vísað til bæjarstjórnar
Bæjarstjórn samþykkir lið 1. í fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar
„Á grundvelli Skipulagslaga nr. 121/2011 og samþykkt Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 18. október s.l. samþykkir Bæjarstjórn Seltjarnarness að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suðurstrandar og Hrólfsskálamels.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
Mál.nr.: 2012020029
Heiti máls: Deiliskipulag Bygggarða
Lýsing: Tillaga: deiliskipulagsuppdráttur, greinargerð og skýringargögn sem kynnt verða á almennum fundi 23. október, 2012.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir deiliskipulagstillögu til auglýsingar komi ekki til stórvægilegra athugasemda á íbúafundi og vísar til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir lið 2. Í fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar
„Á grundvelli Skipulagslaga nr. 121/2011 og samþykkt Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 18. október s.l. samþykkir Bæjarstjórn Seltjarnarness að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bygggarða
Til máls tóku: ÁH, ÁE
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
Mál.nr.: 2012090063
Heiti máls: Gjaldsskrá vegna skipulags
Lýsing: Ný gjaldsskrá vegna skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfa
Afgreiðsla: Samþykkt samhljóða
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
Mál.nr.: 2012
Heiti máls: Landsspítali, háskólasjúkrahús
Lýsing: Landsspítali athugasemdir við deiliskipulag í Reykjavík
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að senda athugasemdir við deiliskipulagstillögu um Nýja- Landsspítala-háskólasjúkrahús.
Til máls tóku: ÁH, ÁE
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða. -
Fundargerð 104. fundar Veitustofnana.
Fundargerðin lögð fram. -
Fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: ÁE, LBL -
Fundargerð 6. Fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
Fundargerðin lögð fram. -
Fundargerð 306. fundar stjórnar Sorpu.
Fundargerðin lögð fram. -
Fundargerðir 380. og 381. fundar stjórnar SSH.
Fundargerðirnar lagðar fram. -
Fundargerð 28. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram. -
Erindi og tillögur:
-
Lagt fram bréf, dags. 15/10/12 varðandi þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum.
-
Lagt fram bréf, dags. 21/10/12 frá SSH, ásamt minnisblaði til SORPU bs. um meðhöndlun úrgangs á höfuðborgarsvæðinu.
Fundi var slitið kl. 17:28
-