Miðvikudaginn 26. september 2012 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).
Ritari Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Lárus Brynjar Lárusson, setti fund og stjórnaði.
- Fundargerð 460. fundar Fjárhags- og launanefndar.
Til máls tóku:SEJ, ÁH.
Fundargerðin lögð fram og samþykkt samhljóða.
Bókun varðandi tölulið 3. málsnúmer 2012090003:
Bæjarstjórn Seltjarnarness tekur undir ábendingu Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fram kemur í áskorun þess til eigenda byggðasamlags Strætó um að leita leiða til þess að koma til móts við framhaldsskóla- og háskólanemendur hvað varðar fargjöld með strætisvögnum.
Réttmæt er sú ábending Stúdentaráðs að framhalds-og háskólanemendur þurfa oft að búa fjarri skólum sínum, öfugt við grunnskólanemendur sem eiga kost á skólagöngu í hverfum sínum. Því fylgja óhjákvæmilega ferðalög með tilheyrandi kostnaði sem ungt námsfólk munar um.
Kostnaður við rekstur bifreiða hefur aukist mikið á undanförnum árum og af þeim sökum eru almenningssamgöngur vænlegri kostur fyrir unga námsmenn.
Bæjarstjórn Seltjarnarness bendir auk þess á að allur hvati til aukinnar notkunar almenningssamgangna er liður í áformum sem fram koma í samkomulagi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar sem undirritaður var fyrr á þessu ári (7. maí 2012) um að tvöfalda hlutdeild almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu á næstu tíu árum og lækka þannig mögulega samgöngukostnað heimila og samfélagsins og stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Það samkomulag er byggt á viljayfirlýsingu ríkisins frá því í september 2011 um aukið framlag til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.
Með því að stuðla að aukinni notkun ungmenna á almenningssamgöngum er einnig verið að leggja mikilvægan grunn að varanlegri jákvæðri viðhorfsbreytingu gagnvart notkun almenningssamgangna.
Ásgerður Halldórsdóttir (sign), Guðmundur Magnússon (sign), Sigrún Edda Jónsdóttir (sign), Lárus B. Lárusson (sign), Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Árni Einarsson (sign), Margrét Lind Ólafsdóttir (sign).
Bókun varðandi tölulið 6. málsnúmer 2012030015:
Bæjarstjórn Seltjarnarness þakkar jafnréttisnefnd svör um stöðu jafnréttismála og framkvæmd jafnréttisáætlunar Seltjarnarnesbæjar.
Fram kemur að nefndin hefur beitt sér fyrir því að stofnanir sveitarfélagsins setji sér jafnréttisáætlanir í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar. Fram kemur einnig að nefndin hefur staðið að kynningu á jafnréttisáætlun Seltjarnarness og beitt sér fyrir fræðslu um jafnréttismál fyrir bæjarbúa og starfsfólk bæjarins. Bæjarstjórn hvetur til þess að áfram sé unnið á þessari braut og nefndin beiti sér fyrir stöðugri og markvissri endurmenntun og fræðslu að þessu leyti.
Bæjarstjórn hvetur leik- og grunnskóla Seltjarnarness til þess að standa að markvissri fræðslu um jafnréttismál fyrir nemendur og starfsfólk og gera kynjafræði að fastri námsgrein í efri bekkjum grunnskólans, enda segir í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla (nr. 10/2008; 23. grein) að nemendur skuli á öllum skólastigum hljóta fræðslu um jafnréttismál.
Góður árangur í jafnréttismálum stuðlar að betra samfélagi og er m.a. grunnur að því að vinna gegn kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi.
Ásgerður Halldórsdóttir (sign), Guðmundur Magnússon (sign), Sigrún Edda Jónsdóttir (sign), Lárus B. Lárusson (sign), Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Árni Einarsson (sign), Margrét Lind Ólafsdóttir (sign). - Fundargerð 375. fundar Félagsmálaráðs.
Fundargerðin lögð fram.
Bæjarfulltrúi ÁE bað bæjarstjóra að upplýsa um stöðu heimilis við Hofgarða 16, á næsta fundi F&L.
Til máls tóku:ÁE,MLÓ. - Fundargerð 250. fundar Skólanefndar.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 174. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar.
Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 174 var borið upp til staðfestingar:
Til máls tóku:ÁE,BTÁ,GM,LBL.
Bæjarstjórn staðfestir eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar:
Skipulagsmál
Mál.nr. 2012090066
Heiti máls: Skipulagsáform Seltjarnarnesbæjar
Lýsing: Áform um næstu skref í deiliskipulagsmálum.
Afgreiðsla: Samþykkt og vísað til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.
Byggingamál umsóknir
Málsnúmer: 2012080024
Heiti máls: Skerjabraut 5A viðbygging.
Málsaðili: Gísli Kristján Ólafsson
Lýsing: Sótt er um leyfi til að byggja við til austurs.
Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um að byggingarreitur verði sýndur á uppdrætti .
Málsnúmer: 2012090067
Heiti máls: Íþróttamiðstöð, skilti.
Málsaðili: Seltjarnarnesbær
Lýsing: Sótt um leyfi til að texti á skilti Íþróttamiðstöðvar, breytist og verði með textanum Herz-höllin/Grótta.
Afgreiðsla: Samþykkt til tveggja ára.
Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar. - Fundargerð 361. fundar Íþrótta- og tómstundaráðs.
Fundargerðin lögð fram.
Bæjarstjórn beinir þeim tilmælum til formanna nefnda að fundir séu ekki haldnir mánudaga og þriðjudaga í sömu viku og fundir bæjarstjórnar séu haldnir. Bæjarstjórn beinir enn fremur þeim tilmælum til formanna nefnda að fundargerðir séu ritaðar og afgreiddar á fundum.
Til máls tóku:MLÓ,LBL,ÁH,ÁE. - Fundargerð 799. fundar Samb. ísl. sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram. - Tillögur og erindi:
a. Bréf dagsett 20. september sl. þar sem Margrét Lind Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, óskar eftir ársleyfi frá störfum í sveitarstjórn frá og með 01/10/2012 til 30/09/2013.
b. Bæjarstjórn samþykkir að veita Margréti Lind Ólafsdóttir bæjarfulltrúa, leyfi frá störfum í eitt ár, við sæti hennar tekur 1. varamaður Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir.
Til máls tók: GM,MLÓ,LBL.
Fleira ekki gert. Fundi var slitið kl. 17:30